Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, janúar 14, 2007

HELGARPISTILL :)

Fín helgi að baki, sem innihélt eitt og annað.
Við Hallbjörg héldum ásamt mömmu í leiðangur á Hvammstanga þar sem ég var dómari í söngvakeppni og á heimleiðinni ákváðum við að koma við í sveitinni hjá ömmu og afa. Ætluðum að stoppa í smástund en það teygðist til að ganga 23.00 og amma svoleiðis búin að dekra við okkur :)

Amma eldaði uppáhalds ömmumatinn minn og einu ætu fiskibollur sem til eru!! Þær eru svo góðar að þið bara vitið ekki. Ég ætlaði einu sinni að láta ömmu kenna mér að gera þær en hætti snarlega við þegar hún byrjaði, "sko þetta er ekkert mál, slatti af þessu, slatti af hinu og svo bætirðu smá slurk af öðru" Ég þarf þetta því miður í mjög nákvæmum hlutföllum :) Hringdum meira að segja í Heimi bróður og létum hann koma líka að borða og við systkinin fórum dáldið mikið ríkari heim!!!




Amma var semsagt svo góð að gefa okkur sínhvora lopapeysuna. Já það eru sko forréttindi að eiga svona ömmu sem allt leikur í höndunum á :)

5 Comments:

  • Ég hlakka svo til að flytja heim og geta heimsótt þig oftar til að bralla eitthvað ;)
    Kveðja úr Lúxlandinu :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:49 e.h.  

  • Íslenskt... JÁ TAKK

    Kveðja mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:49 e.h.  

  • Mögnuð amma, magnaðar peysur :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:37 e.h.  

  • Oh, þessar sveita ömmur eru dýrlegar....svo ekki sé nú minnst á fiskibollurnar þeirra. En þetta med Boston kemur allt í ljós á morgun. Þad vantar leidsögumann í búdirnar þarna úti í feb. svo hver veit nema madur skelli sér :) Mig vantar svo sem ekki neitt nema stærri fataskápa.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:38 e.h.  

  • @Lúxgellan - ooooooohhhh ég skal lofa að ég mun hafa nógan tíma fyrir þig svo ekki sé minnst á þegar ég fer í barneignarfrí ;) Svo verður Jonni að heiman nokkrar helgar í hljómsveitartralli og þá er náttúrulega laust í holunni hans, heheheheheheh!!!!!

    @Mútta - AMEN

    @Helga - Ég veit, hún er best :)

    @Vigga - SÚPERSJOPPARI :) En ég er sko spennt fyrir þína hönd ef þetta verður að veruleika. Kannski að maður díli smávegis við þig ... sjáum til hvað þú verður lengi og hvað dagskráin verður þétt :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:48 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home