Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, janúar 02, 2007

Júlí: Þessi mánuður reyndist mér sá allra erfiðasti í lífi mínu. Andleg heilsa hrundi algjörlega og ég alveg ráðþrota við þessari nýju upplifun. Tókst að lokum með hjálp vina, fjölskyldu og að lokum lækna að hafa uppi á lífsviljanum á nýjan leik. Reynsla sem ég mun alltaf búa að og á án efa eftir að nýtast ef ég einhvern tíman lendi í þessum sporum aftur! Í þessum mánuði gaf ég líka eftir Jonna og við fengum okkur BMW og ég réð mig sem organista í Hólaneskirkju. Við fjölskyldan fórum líka í fyrstu útileguna okkar saman og heppnaðist svona líka ljómandi.

Ágúst: Blað brotið hjá mér því ég fór í fyrsta skipti til tannlæknis í mörg mörg ár. Ótrúlega heppin því tannurnar mínar voru nánast alveg heilar eftir þessa vanrækslu á tannlæknaferðum. Fórum í útilegu ásamt fríðu föruneyti frá Skagaströnd.

September: Við hjónaleysin fórum í göngur, fyrsta skiptið sem Jonni fer ég hrossagöngur en mín að fara í þriðja skiptið. Fyrstu athafnirnar mínar sem organisti litu dagsins ljós.

Október: Við fjölskyldan keyptum Veturliða (fjórhjóladrifna toyotu) svo ég gæti verið rólegri í snjóferðum mínum.

Nóvember: Í byrjun mánaðar fórum við Jonni í fyrsta skipti saman út fyrir landsteinana. Heppnaðist fullkomlega. Ég varð 25. ára en þessi dagur var bara ekkert skemmtilegur sökum veikinda sem byrjuðu að gera vart við sig og ég er enn að brasa í.

Desember: Ég hætti algjörlega að vinna til að freista þess að heilsan skánaði. Héldum uppá fyrstu jólin okkar saman á Ránarbrautinni.

9 Comments:

  • hæ hugrún mín!
    Gleðilegt ár og takk fyrir allt gamalt og gott. Það er aldeilis mikið búið að gerast hjá þér á árinu, þér leiðist allavega ekki, hehe. Leiðinlegt að heyra hvað þú ert búin að vera lasin, vona að þér batni fljótt, farðu vel með þig.
    Nýársknús Linda María

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:18 f.h.  

  • Hæ Hugrún mín
    Gleðilegt ár og takk fyrir þau gömlu.
    Já jólin alltaf best "heima" og heilsan kemur á nýja árinu, alveg pottþétt en farðu samt vel með þig.
    Bestu kveðjur
    Selma og strákarnir í Hveró

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:46 e.h.  

  • @Linda María - Gleðilegt nýtt ár Linda mín. Vona að Jósef hafi fyrirgefið mér að muna bara ekki hvað hann hét fyrir jólin. Gleymi því ekki aftur ;) Takk fyrir allt gamalt og gott. Knús og kram.

    @Selma og strákarnir - Gleðilegt ár kæra fjölskylda og takk fyrir þau gömlu. Jebbs heilsan kemur án efa fljótlega. Sjáumst :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:19 e.h.  

  • Ljómandi skemmtileg samantekt hjá þér Huggí mín. Mundu bara að slaaakaaa... Það er ekkert stuð að fara í gegn um lífið eins og spretthlaupari. Miklu betra að rölta það í rólegheitum eins og ... tjah... skjaldbaka! Í það minnsta fara einhvern milliveg :) Og sparkaðu í rassgatið á mér ef ég verð skriflatur. Lofa að gera það sama við þig!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:34 e.h.  

  • @Arnar - ahahahaha er verið að skjóta eitthvað á mann eftir spilakvöldið eða? En takk annars fyrir gott spjall á leiðinni til Skagastrandar..... og jamm ég mun sko halda þér við efnið, múahahaha.

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:57 e.h.  

  • Er mér óhætt að skrifa vissar hamingjuóskir inn á netið stundum ;) híhíhí en allavega dúllan... verður að laga linkinn á dömuna mína, hjá þér stendur Emilía Björg en það er Emilia Björt :D.... Nei bara mar veit ekki:D

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:39 e.h.  

  • Kippi þessu í liðinn hið snarasta ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:51 f.h.  

  • Gaman að renna yfir árið hjá þér í skrifuðu máli.... vildi að ég væri svona dugleg að nenna að taka þetta saman!! Held að svo verði ekki.... Sjáumst vonandi í kvöld í klúbbi!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:14 f.h.  

  • @Helga - það var svona lúmskt gaman að setjast niður og renna yfir bloggin sín á síðasta ári. Maður rifjar allan fjandann upp :) Skora á þig!! En já vona svo innilega að við sjáumst í kvöld. Slæmur fyrripartur í gær en góður seinnipartur. Sit núna og þrjóskast við fyrsta vinnudaginn, það gengur svona lala, en ég bara skal.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:18 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home