Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, janúar 08, 2007

Mánudagur

Jæja - gaf loforð í síðustu færslu og ætla að standa við það í bili a.m.k. ;) Enda miklu jákvæðari í dag heldur en síðast.

Helgin var tekin í svefn út í eitt. Tókst að sofa til kl.14:30 bæði á laugadag og sunnudag og lagði mig svo aðeins á laugardagskvöldið eða frá rúmlega 20:00 til klukkan að ganga 23:00. SJÆSE. En það er kannski eins gott að sofa bara á meðan maður getur :) Reyndar ekkert grín að reyna að sofna í gærkvöldi, held að klukkan hafi verið að ganga 02:00 og við hjúin bæði búin að liggja andvaka doldið lengi þegar ég gafst upp og ákvað að ekella DVD mynd í tækið. Hlýt að rotast í kvöld á skikkalegum tíma.

Gerði nú aðeins meira en bara sofa um helgina, ekki mikið meira samt :-D en við allavega fórum á brennu fjölskyldan og í kaffi til múttu í tilefni af 20. ára afmæli Heimis á morgun.....

Nú er alvara lífsins bara tekin við á ný og ég farin á fullt að vinna og það gengur svona upp og niður. Finnst gggeeeðððveikt að vera komin út á meðal fólks á ný þótt það geti verið skrambi erfitt þegar maður er kannski með 14 manna bekk fyrir framan sig og æluna upp í háls, en já, ég ætlaði ekki út í þessa sálma. Ég er meira að segja ekki frá því að einhverjir krakkar hafi bara verið fegnir að fá mig til baka, nema þau séu svona extra vingjarnleg núna út af komandi prófum ;) heh ...

En segjum þetta gott í dag.
Hugrún Sif

5 Comments:

  • Ég held að málið sé að sofa núna því þegar vaninn verður að vakna þá kann maður ekki lengur að sofa út(ohhhh eins og það er gott). Þegar ég fæ tækifæri að sofa þá auðvitað get ég það ekki!!!! Þannig að nú þarf ég bráðum að þjálfa mig upp í að sofa út.... hversu fáránlegt er það nú??

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:23 e.h.  

  • @Helga - ehemm, mér þætti gaman að sjá það gerast að ég kunni ekki að sofa út, sjáum til, aldrei að segja aldrei :-D Ertu annars einhvern tímann edrú þessa dagana eftir léttvínspottsvinningana?!?

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:08 e.h.  

  • jahh edrú og ekki edrú..... ég er nú full af ýmsu ;-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:44 e.h.  

  • Notaðu bara tækifærið og segðu við krakkana eins og Megas mun sagt hafa haustið 1978 á tónleikum í MH sem teknir voru upp og gefnir út undir nafninu Drög að sjálfsmorði: "Afsakið meðan ég æli..." :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:02 e.h.  

  • @Arnar - Bahahahaha, þetta er mesta snilld sem ég hef heyrt lengi :) Veit ekki hvort það væri jafn mikill húmor í því hjá mér og Megasi samt :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:01 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home