Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, janúar 22, 2007

... og það varð þorrablót .!.

Það varð úr að ég dreif mig á Þorrablót og sé sko ekki eftir því. Skemmtiatriðin voru einhver þau fyndnustu sem ég hef nokkurn tímann séð :) Var ekkert smá ánægð með "mitt" fólk ef svo má að orði komast, og ennþá ánægðari að fá að taka þátt í upphafssöngnum með þeim því þá fékk maður svona smá svona nasaþefinn af því að vera með því ég saknaði þess svo að vera ekki með í ár... Nóg um það.

Eitt er þó ofarlega í huga mér eftir þetta kvöld. Eins og eðlilegt er þá vita all flestir af komandi fjölgun í fjölskyldunni en þörf fólks til að koma við magann á mér var alveg meira en góðu hófi gegndi... og það varla sér á mér. Hvernig verður þetta???

Æi mér fannst þetta allavega mjög óþægilegt þegar fólk sem ég þekki ekki mikið var kannski komið með lúkurnar á mitt heilaga svæði og þegar fólk er aðeins komið í glas þarf ekki annað en að hitta illa og þó eru nú ýmsir enn heilagri staðir nálægt. Finnst svo aftur allt annað þegar mitt fólk og mínir vinir eiga í hlut. Æi kannski gerir maður þetta sjálfur við aðrar konur ... fannst þetta sennilega svona yfirþyrmandi því þarna var margt fólk og margar hendur.

Sunnudagurinn var ljúfur. Náttföt og fjölskyldustund frameftir degi og svo fékk ég góða gesti seinni partinn!! Þórdís kom með litlu guttana sína tvo ..

Síðan var helginni lokað með því að karlpeningurinn eldaði besta mat sem ég hef fengið í marga mánuði, nautasteik með tilheyrandi, njomm njomm, og auðvitað ís í eftirrétt :) Bara svona ef ykkur langaði að fá vatn í munninn.

Meira um meðgönguna á bumbusíðunni, lofaði að hlífa ykkur hér ;)
Bið að heilsa.

4 Comments:

  • Hey á þá ekkert að fara á blótið á ströndina? svíkja lit með því, búa á ströndinni og fara á blót á Ósnum, he he...Kv.Jóhann Guðbjartur

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:10 e.h.  

  • @Jóhann - Hey :) gaman að sjá þig á ferð um þessa síðu :) .... en það er ekki öll von úti ennþá, svona svona, manstu ekki að ég er Skaggi þegar mér hentar og Blönduósingur þegar það hentar. Mig vantar reyndar deit þar sem Jonni verður að spila, ætlar þú þá ekki að taka það hlutverk að þér ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:28 e.h.  

  • Takk fyrir frábært laugardagskvöld og gott spjall í vinnunni á mánudaginn. Alltaf jafn gott að vera með þig. Það verður skrítið þegar þú og snúlla litla farið í fæðingarorlofið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:47 e.h.  

  • @Hrefna Ósk - takk sömuleiðis kærlega fyrir :-D Gleymdum aðeins tímanum því við þurftum að tala svo mikið en það var sko hverrar mínútu virði! Ertu að segja mér eitthvað sem þú veist en ég ekki um kynið, hehehe!! ... og HEY ég skráði mig þannig nú þarf bara að pressa á bóndann að fá endanlegt svar um hvort við leggjum land undir fót eða ekki í mars uppá að vita hvort ég fer eða ekki....

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:10 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home