PÆLING
Nú er farið að styttast í Þorrablótsvertíðina og það liggur við að Jonni sé bara að spila á öllum Þorrablótum sem haldin verða í sýslunni. Ég er mikið búin að pæla á hvert þeirra þriggja sem hann spilar á í A-Hún ég á að fara, er ekki alveg að nenna að þræða þrjú stykki, og því spyr ég: Hvar verður mesta stuðið? Á maður að skella sér á
a) Blönduósblótið
b) Hreppaþorrablótið (reyndar hæpið að fá sæti þar held ég)
c) Skagastrandarblótið
Væri vel þegið að fá vitneskju á hvaða blót þið farið svo maður geti nú aðeins elt strauminn ;)
a) Blönduósblótið
b) Hreppaþorrablótið (reyndar hæpið að fá sæti þar held ég)
c) Skagastrandarblótið
Væri vel þegið að fá vitneskju á hvaða blót þið farið svo maður geti nú aðeins elt strauminn ;)

Góðar minningar frá blótinu á síðasta ári allavega :)
Ljósmynd: Jón Sigurðsson
12 Comments:
Ef þú ert almennileg spúsa, þá eru svörin eftirfarandi:
a) já
b) já
c) já
:)
By
Nafnlaus, at 7:39 e.h.
Hæ pæ!
Audvitad skellir þú þér á Skagastrandar blótid :)
By
Nafnlaus, at 7:49 e.h.
Hæ hæ og gleðilegt nýtt ár:O)
Að sjálfsögðu er það Skagastrandar blótið ekki spurning:O)
By
Nafnlaus, at 12:01 f.h.
@Arnar - Ég er ekki almennileg spúsa ;) En lít á þetta sem atkvæði á öll kvikindin.
@Vigga - Er sumsé pottþétt að þú farir mín kæra? ... og ætlir ekki að vera að vinna, minnir að það hafi verið þannig í fyrra ;)
@Elva Dröfn - Það er eins gott að þið Skaggakonur séuð þá á leið sjálfar. Séuð ekki að greiða Skagaströnd atkvæði ykkar og látið ykkur svo vanta :)
By
Hugrún Sif, at 1:35 e.h.
Það er náttúrulega blönduósblótið ;)
Kv. Svava
By
Nafnlaus, at 2:39 e.h.
Ég ætla víst að svíkja uppruna minn og fara á skagastrandarblótið....
By
Nafnlaus, at 9:54 e.h.
Hey hey hey..... þetta er ekki spurning góða mín og hættu að pæla í þessu.....BLÖNDUÓSBLÓTIÐ....
By
Nafnlaus, at 4:17 e.h.
Hugrún, þad er spurnig hvort ég komist á þorrablót....Boston kallar :) Já, er trúlega ad fara enn eina ferdina þangad. Hvort kynid er þetta.....Nei, ég bara spyr :)
By
Nafnlaus, at 9:48 e.h.
@Svava - Segi eins og við hina. Mætirðu eða ertu svona eitilharður Blönduósingur?
@Anna Margret - ÞÚ ERT ORÐIN MEIRI SKAGGI EN ÉG ;)
@Helga - Ég var alveg farin að halda að þið vildi mig ekki nokkur maður á Blönduósblót ;)
@Vigga - Bíddu, bíddu, bíddu hættu nú alveg!!!!!!!!!!!!!!!!! Ferðu að flytja lögheimilið þitt nokkuð? Hvað í veröldinni ertu að fara að gera núna og það með svona stuttum fyrirvara. Þú verður búin að fá leið á borginni loksins þegar klúbburinn bregður landi undir fót. Eða nei, maður fær aldrei nóg af því að versla.
By
Hugrún Sif, at 11:04 e.h.
Auðvita ættla ég að skella mér á blótið á Blönduósi :) Ekki spurning ;)
Kv. Svava
By
Nafnlaus, at 3:57 e.h.
HALLÓ auðvita er það Skagastrandablótið !!!!!!
By
Nafnlaus, at 1:13 e.h.
oooohhhh damn þessi litla en samt risastóra ákvörðun er að gera mig brjálaða :)
By
Hugrún Sif, at 7:45 e.h.
Skrifa ummæli
<< Home