Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, janúar 17, 2007

Skagaströnd talar:

Jæja, smá færsla þótt ég hafi ekki baun að segja.

Jú kannski eitt, við hjónaleysin erum kannski að fara til Danmerkur í mars :) Það verður auðvitað bara gaman þótt ég væri alveg til í smá tilbreytingu núna frá Danmörku. Er svo oft þar að mér finnst ég ekkert lengur vera á leiðinni til útlanda þegar ég fer þangað, en samt alltaf yndislegt að vera þar og pínu svona eins og að koma heim..... Ég sem var bara farin að halda að ég kæmist ekkert út árið 2007 og fannst það nú skrítin tilhugsun eftir að vera búin að fara á hverju einasta ári síðan 1997 og mest fjórum sinnum eitt árið. En segi betur frá þessu þegar þetta er betur komið á hreint.

Styttist í smá "húsmæðraorlof". Ég fer á organistanámskeið til Reykjavíkur og ætla að fara strax á föstudegi þótt námskeiðið hefjist ekki fyrr en á mánudegi því mig langar svo að fara ein að dúllast í nokkra daga. Eins mikið og ég elska fjölskylduna mína þá er voða gott stundum að vera bara frjáls eins og fuglinn. Jamm er soddan fiðrildi ... það breytist ekkert.

Plan númer 1, 2 og 3 er að hitta vanrækta vini!!! ... ójá og þeir eru bara nokkuð margir sem er allt allt allt of langt síðan að ég hitti. Verst að ég þyrfti svona einn mánuð til að komast yfir alla en ég sumsé, vona að ég nái að hitta sem flesta. Ætla alveg að njóta í botn og vera svakalega félagslynd. Megið alveg minna á ykkur ef þið lesið og sjáið fram á að hafa tíma fyrir heimsókn frá mér ;)

Hef það annars mjög gott þessa dagana. Farin að sofa vel og ógleðin nánast horfin. Eins fáránlegt og það kann að hljóma þá nýt ég þess í botn að hafa aftur orku til að sinna heimilinu. Jafnvel það að setja í þvottavél og ryksuga er bara gaman eftir að hafa ekki haft orku í það. Það er svo déskoti leiðinlegt að þurfa að vera aðgerðarlaus til lengdar, believe me....!!!!!

Kveð í kvöld ;)

6 Comments:

  • Önnur Danmerkurferð án mín....össss

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 f.h.  

  • Mikið er nú gott að heyra að heilsan er öll að koma til. Væri mikið til í að hitta á skvísuna um helgina, en eins dæmigert og það nú er þá er ég að fara norður. Jamm, ætla að sveiflast um í hringdansi og rífa í mig hákarl og hrútspunga (aka smá hangikjöt og jafnvel harðfisk :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:12 e.h.  

  • Helga - ehemm, þú átt einn séns á að koma með ;) hehe, segi þér seinna húmorinn á bak við það :)

    @Jórunn - elskan mín þú sleppur ekki svona auðveldlega!!! ;) Það er sko ekki um næstu helgi!!! Sagði bara að það styttist í ef ég man rétt ;) Sendi á þig sms og tékka á þér, verð endilega að kíkja á nýja slotið.

    By Blogger Hugrún Sif, at 2:29 e.h.  

  • I´m freeee.. Pálmi minn er á næturvakt alla helgina... þannig að kaffihús, góður matur og dúllerí er ég sko alveg til í! :D

    By Blogger Linda Hlín, at 4:32 e.h.  

  • @Linda - æææææææ af hverju halda allir að það sé næsta helgi? ;) En jamm við vorum sko búnar að lofa annarri kósýheitum og miðað við allar helgarnar sem hann Pálmi greyið þarf að vinna þá treyst ég bara líka á að hann sé að vinna þegar ég kem, hehe. Annars sendum við hann bara út með strákunum!! ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:57 e.h.  

  • Hvenær ertu að koma skvís?

    By Blogger Linda Hlín, at 9:30 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home