Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, janúar 19, 2007

Til hamingju með daginn strákar ;)

Hellú ... og til hamingju með daginn karlmenn!!

Það kom að því að ég tók ákvörðun :) Ætla að skella mér á Þorrablótið á Blönduósi. Fannst hálf slappt af mér að nenna ekki þegar Jonni er nú einu sinni að spila í mínum heimabæ, þannig að ég ætla að fara til að standa við bakið á mínum félögum í Hollvinasamtökunum, sakna þess ekkert smá að vera ekki með, og auðvitað ætla ég líka að dást að manninum mínum :) Aldrei að vita nema að maður skelli sér í kokkinn, en annars sé ég nú ekki fram á að vera neitt sérlega ofvirk á dansgólfinu. Sjáum til.

Annars bara mjög hress þessa dagana. Það er nú bara að lífið og hugurinn snýst um fátt annað en það sem koma skal enda kannski ekkert skrítið þar sem miklar breytingar eru í vændum. Hallbjörg er orðin svo stór og sjálfbjarga þannig að það verða viðbrigði fyrir okkur að fá ungabarn :) Svona ef einhverjar ófrískar skyldu lesa, já og auðvitað allir sem hafa áhuga þá sendi hann Gummi mér ótrúlega sniðugan link :)

Fór í annað skipti til ljósmóður í gær og það gekk bara vel í þetta skiptið. Allt í góðu nema að hún sagði mér að fara að éta fitu .!. þar sem ég er ennþá ekki búinn að ná upp þyngdinni eftir ælustandið á mér fyrst á meðgöngunni. Einhvern veginn hef ég nú samt ekki miklar áhyggjur af því að mér takist það ekki :-D

2 Comments:

  • Geturðu beðið þessa ljósmóður að hafa samband við mig, Hugrún? Mig hefur lengi dreymt um að einhver úr læknastéttinni segi mér að éta fitu! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:27 e.h.  

  • @Arnar - eheheheh ... jamm ég skal láta hana vita af þér þegar ÞÚ ÁTT VON Á ÞÉR ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:50 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home