Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, febrúar 11, 2007

FÁVITAR!!

Mér er sko ekki hlátur í huga eftir nóttina. Eiginlega verð ég reiðari eftir því sem ég hugsa meira um þetta því það hefði allt eins getað brunnið ofan af okkur húskofinn í nótt!! Við hrukkum upp við sprengjuhljóð og það engin smá læti og okkur brá svo mikið að við hentumst út - sem og fleiri nágrannar.

ROSA fyndinn hrekkur - EÐA ÞANNIG - að sprengja í skýlinu hjá lögreglunni sem býr við hliðiná okkur, en þessir fávitar sem halda að þeir hafi verið sniðugir hugsuðu málið greinilega ekki mikið lengra því að í skýlinu var GASKÚTUR og það þarf engan snilling til að fá út að þeir voru heppnir að hafa ekki kveikt í allri raðhúslengjunni. Ætli þeir hefðu hlegið þá?

Það fer alveg hrikalega í taugarnar á mér að lögregluþjónar geti ekki fengið að vinna sína vinnu í friði óáreittir. Það að vera embættismaður í smærri bæjarfélögum hlýtur að vera vandasamt því það er erfitt að taka á ýmsum málum þegar allir þekkja alla. En mér finnst fyrir neðan allar hellur að fólk geti ekki borið virðingu fyrir því mikilvæga starfi sem þessi starfsstétt gegnir.

4 Comments:

  • Þetta eru ábyggilega menn sem líta út eins og fullorðnir en heili þeirra hefur hætt að þroskast á 6 ára afmælisdaginn.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:39 e.h.  

  • Díses KRÆST!!! Vá ég er sammála!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:22 e.h.  

  • Ég er svo innilega sammála þér og ég held að almenningur verði að fara að standa saman með löggunni ef þetta heldur svona áfram! Það eina sem þeir eru að gera er að vinna vinnuna sína. Og viljum við ekki öll geta búið í öruggu samfélagi þar sem við vitum að löggan getur fengið að vinna vinnuna sína í friði? Júhú

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:36 f.h.  

  • @Arnar - tjah .. eitthvað er það allavega sem klikkar í kollinum.

    @Thelma - frekar mikið pirrandi...

    @Helga - Maður vill einmitt öruggt samfélag og ef fólk fær ekki að vinna að því í friði, einmitt í sinni vinnu, þá er eitthvað mikið að.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home