Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, febrúar 01, 2007

ÉG breytist seint ...

Lífið er ekki alveg eftir planinu þessa dagana. Ég lofaði sjálfri mér að fara hægt og bítandi að minnka við mig og passa mig því ég var svo lukkuleg með að hafa náð heilsunni aftur í mitt lið en ég fékk án gríns símtal í gær frá manni sem vildi hitti mig sem fyrst að degi til og ég án gríns, byrjaði

„ ... fimmtudagur nei engin smuga þá, föstudagurinn er alveg fullbókaður, mánudagur alveg þéttur til kl.18:30, þriðjudaginn hef ég ekki smugu, hvað segirðu miðvikudaginn 7. febrúar kl.13:40, þá á ég lausan svona hálftíma!! Gengur það? og hann alveg iiiii já, heyrðu við afgreiðum þetta kannski bara í tölvupósti!"

.... og ekki batnaði dagurinn það get ég sagt ykkur. Bara hlóðst á dagana sem eftir koma. Allt svona eitthvað bévítans sem ég get eiginlega ekki komist hjá ... og ég alveg gjörsamlega með æluna uppí háls allan bé...... gærdaginn og já EKKI HÆTT AÐ ÆLA. AAARRRRRggggggg en eflaust engum nema sjálfri mér að kenna fyrir að stappa ekki niður fótum og segja NEI.

Jæja, þetta var nú aldeilis jákvæð og upplífgandi færsla svona í löngu frímínútum á fimmtudegi. Heyrumst.

3 Comments:

  • Hehe.... gott að heyra að þetta er svona hjá fleirum.... Sjáumst í kvöld sætust :-) bara orðin rúm vika síðan ég sá þig og bumbuna!! Þetta gengur ekki.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:39 e.h.  

  • Ahhh... löngu frímínúturnar... Þvílíkar gæðastundir sem það voru! Farðu annars vel með þig Hugrún. And that's an order! :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:59 e.h.  

  • @Helga - jamm þú ættir að kannast við þetta :)

    @Arnar - og löngu frímínúturnar eru það ENNÞÁ :) Núna þarf maður ekki einu sinni að húka úti eins og maður þurfti í þá dagana sem nemandi :) En jamm ég reyni að hlýða skipuninni þinni og takk fyrir umhyggjuna.

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:45 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home