Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, febrúar 03, 2007

Gangur lífsins

Nóg að gera þessa helgina, þorrablótsæfingar alla daga, og tvær jarðafarir. Báðar búnar og báðar athafnir fallegar en eins ólíkar og nótt og dagur.

Ég get ekki með nokkru móti skilið hvað fær Guð til þess að leggja á foreldra og ástvini að taka tæplega 2. ára gamalt barn til sín. Að horfa á svona agnarsmá kistu er sjón sem ég vona að ég þurfi aldrei nokkurn tímann að upplifa aftur. En þetta er víst bara gangur lífsins og auðvitað alltaf ósanngjarnt og sárt þegar fólk á besta aldri kveður jarðneskt líf. Það er víst líka nokkuð víst að það er sárt að horfa á eftir gömlu fólki en auðveldara að sætta sig við það.

Læt þetta duga.
Einhvern veginn kemst ekkert annað í dag að í huga mér.

1 Comments:

  • Æji dúllan mín ég skil hvað þú átt við .... ég veit ekki hvaða barn þetta var sem lést, en þegar ég las það í mogganum að athöfnin færi fram í Blönduóskirkju tók heimahugurinn við... það féllu nokkur tár og hugurinn var allur heima. Enginn skilur þegar himnaríki vill til sín svona lítið barn :'( og sem nýbökuð móðir er svo erfitt að horfa upp á svona harmleik. Meiga forledrar hennar finna frið í hjartanu og allir mættir hjálpi þeim í þessum skelfilega sögknuði og sorg.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:58 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home