Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 19, 2007

I FEEL GOOD ....

Ekkert smá endurnærð eftir helgina. Skelltum okkur í bústað í tvær nætur ég og hann Jón. Þessi helgi var góð blanda af góðum mat, svefni, heitum potti, knúsi, smá peningaeyðslu, Eurovision og einhverju fleiru ;) Er ekki frá því að bumban hafi stækkað dáldið af átinu einu.

Þegar heim kom tók bara við meira dekur. Vorum boðin í bolludagskaffi til Gunnu ömmu og karlinn klikkaði að sjálfsögðu ekki á að gleðja konuna sína með blómum og gjöf :) Held ég eigi eftir vera "5. ára" til eilífðar. Finnst alltaf jafn gaman að vera komið á óvart :-D

SVO ER ÉG LÍKA 5. ÁRA NÚNA því við vorum að kaupa vetrardekk og felgur undir BMW-inn svo ég verð fljótlega farin að trylla á honum í staðin fyrir Toyoutunni.

Hallbjörg var í sælunni á Blönduósi um helgina og ég er ekki frá því að hún sé að skipuleggja flutninga. Sagði við múttu að hún kæmi aftur á föstudaginn .!. Hún var reyndar ekki alveg tilbúin til að flytja frá okkur, en finnst að við fjölskyldan eigum bara að flytja á Blönduós, og þegar ég spurði út í ömmu og afa á móti sem myndu örugglega sakna okkar sárt var lausnin einföld, þau geta bara flutt líka. Hún er ekkert smá spennt yfir litla systkininu :) Segir held ég öllum sem hún hittir frá þessu!!

En svona að lokum. Karlinn í vinnugallanum á forsíðu mbl.is - flottastur ;)

3 Comments:

  • Voðalega er hann Jonni eitthvað ólíkur sjálfum sér á þessari mynd...:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:15 f.h.  

  • Hæ hæ
    Voðalega er gaman að heyra að þú getir borðað. Var reyndar á Ströndinni um helgina og ætlaði að kíkja við en vitið menn enginn heima. Það var flott hjá ykkur að fara í sumarbúrstað í ró og næði, alveg nauðsynlegt. Heyrumst seinna skvís.
    Kiss kiss

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:41 e.h.  

  • @Arnar - hann er að verða svo ellilegur á sambúðinni með mér :-D nei nei mér fannst það einmitt líka, hélt að þetta væri gömul mynd.

    @Sigrún - hæ dúllan mín. Æi ég vildi að ég hefði getað hitt á þig um helgina. Er alltaf á leiðinni að hringja í þig, þú veist hvernig það getur verið hjá mér. Tekur oft heila eilífð að koma litlum hlutum í verk. Láttu endilega heyra í þér þegar þú kemur næst Norður. Knús og kram.

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:04 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home