Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 05, 2007

Újé .....

LONDON BABY :)
Hef ekki komið þangað í 10 ár og ekki lítið spennt sko. Strákurinn minn er að fara spila þar og þeir voru svo góðir að hafa dílinn þannig að konurnar fá líka allt saman frítt með :) Nú er bara að krossa putta að heilsan verði í lagi .!. já og nokkrir fleiri lausir endar sem þarf að redda.

Hef annars ósköp lítið meira að babbla. Endurheimti hana Kristínu mína, eiginlega orðin systir mín, en hún allavega flytur frá Lúx eftir örfáa daga og ætlar að ala manninn hjá múttu minni þannig að þar verður kátt í búi næstu mánuðina því þær eru dáldið óborganlegar saman :-D

Gærdagurinn einkenndist af ælu og ógleði fyrri partinn en seinni parturinn mun betri. Þorrablótsæfing og svo eldaði áður nefndur strákurinn minn kjúklingabringur að hætti hússins og haldið ykkur fast, bakaði svo súkkulaðiköku handa frúnni í eftirrétt sem ég sporðrenndi niður með vanilluís - OG SVO ERU ÞESSAR LJÓSMÆÐUR AÐ HAFA ÁHYGGJUR AF ÞVÍ AÐ ÉG ÞYNGIST EKKI NÓG - ég skal hundur heita ef ég skila ekki nokkrum kílóum í plús í næstu skoðun...

Ég var heldur betur heppin á laugardagskvöldið. Jonni að spila og ég á leið í sjoppu að kaupa eitthvað rusl eftir þorrablótsæfinguna en þá buðu Signý og Ingibergur okkur Hallbjörgu í mat þannig að í staðin fyrir óhollt sjoppufæði fengum við dýrindis kjúklingarétt með öllu tilheyrandi og stelpurnar, Hallbjörg og Laufey, alsælar að fá að leika sér saman fram á kvöld :)

Pæling dagsins: Ég er að verða svo mikill Skaggi - svei mér þá - þessu hefði ég aldrei trúað uppá sjálfa mig!

12 Comments:

  • Til hamingju með London... gott að hafa barnið í bumbunni núna ;) Væri meira vesen ef barnið væri komið hehehe :D Man alltaf eftir kórferðalaginu okkar... það stendur uppúr ;) Kv Anna Dögg

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:36 e.h.  

  • Það er svoooooo gaman að fara til London :) Fór þangað síðast í fyrra og fór þá aftur á Queen showið.... bara geggjað sko!

    Varðandi þetta skaggamál... ef þér finnst eitthvað asnalegt að hugsa um sjálfa þig sem "skagga" gerðu þá bara eins og ég.... ég verð aldrei Blöndósingur... er bara og verð alltaf Húnvetningur :)

    kveðja,
    Rannveig Lena

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:18 e.h.  

  • skemmtu þér geeeggjað í London beibí!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:04 e.h.  

  • Úff ég þekki þetta skagga syndrome, er meiraðsegja farin að urra á blönduósinga sem gera grín af sköggum hehe, þetta er eitthvað sem þarf að laga, ég fer bara núna og kaupi mér Hvatargalla ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:25 e.h.  

  • @Anna Dögg - ehemm já nú eru sko síðustu forvöð í bili að bregða sér svona af bæ .. og já Frakklandið góða, það var sko stuð!! :-D Þá var maður sko ungur og KLIKKAÐUR hehehehe.

    @Lena - jamm það væri einmitt snilld ef maður næði einhverju skemmtilegu showi. En annars finnst mér það samt ekkert asnalegt sko, er bara mjög ánægð með mitt Skagaströnd bara skrítið að "skipta svona um lið" ef svo má að orði komast :)

    @Thelma - ú takk :) Reyndar dáldið langt í þetta ennþá þannig að ég þori ekki að fara að láta mér hlakka til alveg strax :-/

    @Anna Margret - hehe eða FRAM galla :-D ég stóð mig einmitt af því um daginn þegar ég fékk einhvern Hvatargíróseðil að láta það pirra mig og sagði "það væri nær að borga í FRAM" :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:59 e.h.  

  • Úff ég er svo sammála þessu skaggadæmi, en er það ekki bara þannig að þar sem maður býr með sínu fólki þá getur manni ekki annað en liðið vel :) Sammála Önnu Margreti, maður á ekki að gera grín af sköggum....Þetta er allt hið indælasta fólk. En ég held að ég verði samt alltaf Blönduósingur.........

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:22 e.h.  

  • Geggjað hjá ykkur að fara til London, það er eitthvað sem ég þyrfti að gera:O) Kannski maður fari þangað í ár þar sem ég er nýbúin að vinna utanlandsferð:O)

    Hlakka til að sjá bumbuna á þér um næstu helgi þegar maður kemur á þorrablótið:O) Á ekki að skella sér þar sem þú ert eiginlega orðinn Skaggi, hehe:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:46 e.h.  

  • @Vigga - jú veistu þetta er svo hárrétt hjá þér, maður á allavega að geta verið sáttur hvar sem er ef maður hefur sína sér við hlið :) Ég segist alltaf vera Blönduósingur þegar fólk spyr hvaðan ég sé en samt finnst mér bara orðið svo skemmtilegt að búa á Skagaströndinni. Fitta bara einhvern veginn betur inní það bæjarfélag heldur en Blönduós. Veit ekki hvað það er.

    @Elva Dröfn- nei hættu nú alveg, hvar vannstu utanlandsferð?? Mín forvitin eins og venjulega :) Mér fannst allavega rosa gaman í London þarna fyrir 10 árum en hefði gjarnan viljað vera lengur þannig að nú reynir maður bara að bæta um betur og fara víðar.
    Sjáumst pottþétt á blóti, efast um að ég fari framhjá nokkrum þar sem ég er "ÓVART" komin á kaf í skemmtiatriðin.

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:17 e.h.  

  • Úff ég öfunda þig að fara til London..ég fór þangað þegar ég var ófrísk af Birki Jakobi og það var rosa gaman...nema ég var ansi þreytt eftir allt labbið! Mundu að taka með þér góða gönguskó ;o)
    knús Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:50 e.h.  

  • @Halla - ég er einmitt hræddust um að ég verði bara einhver dragbítur ef ég verð þreytt :) En ég passa uppá að hafa góða skó og reyni að njóta :) Knús og kram Halla mín.

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:44 e.h.  

  • London? Skítapleis. Nei, djók :) Hvenær fariði?

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:28 f.h.  

  • @Arnar - skítapleis .. ihihihi.. abbó skabbó :) hehe. Förum í lok apríl.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:52 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home