Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 12, 2007

Margt spennó að gerast á næstunni ;)
Ákvað að gera smá niðurtalningu á einhverjum viðburðum sem standa uppúr sem ég man eftir í mjög fljótu bragði.

16 dagar í sónarskoðun. Erum mikið að spá í að fá að vita kynið.
25 dagar í dekurferð. Hlakka SVO til.
44 dagar þangað til Hallbjörg verður 6. ára. Þetta líður hratt hún var bara 3. ára lítil hnáta þegar við kynntumst :)
46 dagar í páskafrí. Verður eflaust kærkomin hvíld inná milli kirkjuathafna :)
73 dagar í London ferðina okkar, úff hvað ég hlakka til.
115 dagar í sumarfrí. Hef grun um að ég verði mjög fegin þegar þar að kemur. Gott að geta hvílt sig vel fyrir lokasprett meðgöngunnar :)
154 dagar í áætlaðan fæðingardag

Er alveg pottþétt að gleyma einhverju ......

Annars er frekar undarlegt að ferðast á milli bæja núna. Hraðamælirinn er nefnilega bilaður á Toyotunni þannig að maður verður bara að slumpa á þetta. Ekki það að blessaður Veturliði bjóði upp á einhvern hraðakstur, en það er samt frekar óþægilegt að þurfa að treysta á snúningsmælinn. En þetta stendur nú allt til bóta !! Úff hvað ég verð samt fegin þegar við getum tekið BMW-inn út aftur .... eins og ég segi maður er orðinn allt of góðu vanur.

Ég lufsaðist aftur á þorrablótið og var meira að segja allan tímann. Get nú samt ekki sagt að ég hafi stigið villtan dans á gólfinni, hélt mig meira við sama borðið á spjallinu allt kvöldið. Kíkti svo heim með fjóra karlmenn meðferðis í smá spjall og strákarnir kíktu svo aðeins út aftur og komu mjög stuttu seinna heim en tveir þeirra í aðeins öðru vísi ástandi en þegar þeir fóru :-D Sem betur fer var Halli edrú, hefðu örugglega ekki ratað heim án hans. OK kannski smá ýkjur.

Þetta er í annað skiptið sem ég virkilega sé á Jonna að hann hafi fengið sér í glas og ég hefði án djóks getað legið í gólfinu úr hlátri. Frekar skondið að sjá minn mann og ég skemmti mér alveg stórvel við að koma drengjunum í háttinn ... Viðbrögðin voru reyndar alveg þveröfug hjá þeim þegar sprengjan sprakk því annar þeirra svaf þetta allt af sér en ég held hreinlega að það hafi runnið af Jonna við hvellinn :-D

En jæja ... gott að geta sagt fylleríssögur af öðrum þegar maður drekkur ekki sjálfur :-D
NÓG NÚNA ....

6 Comments:

  • ótrúlega mikið spennó hjá þér framundan, bara yndislegt!!
    En já hvað það er gaman að lesa þessar sögur af karlmönnunum á heimili þínu aðfaranótt sunnudags. Frétti líka af þér með sængina utan um þig úti á götu :-) Erla er mætt á placið aftur, getum við tekið hitting fljótlega?

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:22 f.h.  

  • @Helga - jamm það er svo gaman að hafa eitthvað til að hlakka til :) HUMM, nú er ég forvitin, hver sá mig með sængina? Ég var nefnilega bara í fötum undir sænginni, svo mikið lá mér á að komast út. En já við Erla vorum að tala um hitting jafnvel annað kvöld, hvernig passar það fyrir þig?

    By Blogger Hugrún Sif, at 1:25 e.h.  

  • Dem... Er svona langt í páskafríið?

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:53 e.h.  

  • Skemmtileg niðurtalning og nóg framundan hjá þér til að hlakka til:)
    En ég er í sömu aðstöðu að geta bara hlegið að kallinum þegar hann fær sér í glas, þar sem ég er hætt þessu drykkjustandi - þeir eiga alveg sín móment eftir nokkra:) hehehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 e.h.  

  • Jú kvöldið hentar mér bara fínt, vorum að hugsa um að koma bara í fyrra fallinu til þín svo ég gæti tekið Gest með.

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:31 f.h.  

  • @Arnar - mér finnst það nú ekki langt sko ;)

    @Gréta - alltaf svo gaman að hafa eitthvað til að hlakka til :) og JÁ það er sko æði fyndið að sjá karlinn sinn svona.... því það gerist bara nánast aldrei.

    @Helga - bara hvenær sem þið viljið. Látið endilega vita ef þið ætlið að vera í kvöldmat.

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:28 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home