Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 26, 2007

Mánudagur til mæðu

... æi þessir dagar eru já oft til mæðu því þetta er þétt setnasti dagurinn minn í vikunni. Kennsla frá 08.00-13.00 og þá hálftíma pása til að nærast og svo kennslutörn frá 13.00-18.30 og þá er nú ekki mikil orka eftir. Maður lufsast heim á leið og borðar og svo yfirleitt sófamatur þangað til maður drattast í svefninn.

EN ÞETTA VAR ÚTÚRDÚR ....

Ég setti inn smá vefdagbók og myndir á bumbusíðuna og að vissu leyti nokkrum áfanga náð því meðgangan er akkúrat hálfnuð í dag :) og ákvað bumbukrílið að halda uppá það um helgina með því að láta finna fyrir sér í fyrsta skiptið :) Ekkert smá notaleg tilfinning það. Hallbjörg kom með nokkrar uppástungur að nöfnum um helgina, stelpunöfn Margrét og Emelía og strákanöfn Jóhann eða Almar - Jóhann Almar fannst henni líka afbragðshugmynd :-D Spurning hvort Peta eða Reynir hafi hitt hana á förnum vegi og mútað henni eitthvað :)

Fékk eitthvað mesta eirðarleysiskast EVER á laugardagskvöldið en Vigga og Peta björguðu því með heimsókn og sunnudagurinn svo tekinn í rólegheitum .!.

6 Comments:

  • Sófamatur er góður...

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:49 e.h.  

  • Yndisleg með hreyfingarnar, bara spennandi sætust :-) Annars er bara ljúft að eiga gott sófakvöld stundum!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:18 e.h.  

  • @Arnar - eheheheh sófamaturinn er ÉG, spurning hvað Jonni heldur um þetta ;)

    @Helga - ó já, gerir þetta allt saman miklu raunverulegra .. og sófakvöldin eru algjört MUST þegar maður er lúin ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:47 e.h.  

  • Yndislegt að fá að fylgjast með krílinu dafna á heimasíðunni og gaman að heyra hvað allt gengur vel.
    En sófamatur er svalur - var síðast sófamatur í gærkvöldi og leið bara svakalega vel með það!

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:22 f.h.  

  • Jæja, maður verður nú að kommmmmenta á þetta, maður er bara farin að koma fyrir í hverri færslu :-)
    Jóhann Almar er auðvitað flottasta nafnið og mjög skondið að hún skuli segja þetta, ekki hef ég hitt hana í marga mánuði. En annars var frábært að koma loksins á gamla heimilið sitt. Kveðja úr borg óttans hehe

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:14 e.h.  

  • @Gréta - gaman að fólk vill fylgjast með og tala nú ekki um hvað það er gaman að fá svona pepp öðru hvoru :)

    @Peta - Segir mér bara að þú hafir ekkert hitt Hallbjörgu ;) en já fyndið að þú hafir ekkert komið áður, fannst eins og þú hefðir komið í Saumó til mín, en þú ferð nú að koma oftar þegar þú flytur ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:06 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home