Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, febrúar 22, 2007

.. stanslaust stuð ..

... það hefur ekkert breyst með að það er nóg að gera á bænum. Messa fyrr í kvöld, kenna í námsmaraþoni á morgun og jarðaför á laugadag.

SUNNUDAGUR = HEILAGUR HVÍLDARDAGUR

... og svo byrjar sama hringiðan og fjörið aftur á mánudaginn. Status qou á síma og peysu, það verður bara svo að vera.

En ég fékk alveg hita í hjartað mitt út árið í dag. Jonni var sendur með skilaboð til mín frá leikskólanum í dag. Sú minnsta á heimilinu var eitthvað lítil í sér á leikskólanum og þegar var gengið á hana vildi sú stutta ekkert segja annað en að hún vildi bara fara heim til mömmu!! ... og það gladdi mitt hjarta svo óendanlega mikið því ég fæ stundum á tilfinninguna að ég sé strangasti uppalandinn í öllum heiminum - en hún kann alveg greinilega að meta það.

..... og fyrst ég er byrjuð á litlunni minni þá er hún svo æðislega góðhjörtuð og alltaf þegar hana langar að vera extra góð við mig þá gefur hún mér styttu og það dúllulegasta við allt saman er að hún gefur mér alltaf sömu styttuna aftur og aftur :) og svo var ég að skamma hana í fyrradag, ein ekki alveg að hlýða útivistarreglunum, byrjar snemma hehe, og hún ekki alveg að höndla að ég væri ósátt þannig að hún fer og sækir styttuna, EINU SINNI ENN :), og segir manstu þegar ég gaf þér þessa styttu, og hvernig var annað hægt en að brosa og gleyma að ég var að skamma hana.

4 Comments:

  • Þú verður yndisleg mamma ;) Ert reyndar orðin það nú þegar híhí en langaði nú samt að minnast á það :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:42 e.h.  

  • @Anna Dögg - takk kærlega elsku Anna mín :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:42 e.h.  

  • hun er ædi... mesta rassgat... og ekki lengi ad eigna ser alla fjolskylduna...
    annars bara ad kvitta ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:01 e.h.  

  • @Svanhildur - æi já hún er sko klárlega orðin ein af okkur og mér finnst orðið eins og ég hafi alltaf átt hana.... Dugleg að kvitta :) ég herði mig á þínum slóðum.

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:19 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home