Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, febrúar 06, 2007

Út með allan skitinn svo einhver vilji lita inn .....

Jeminn einasti góður. Heimilið mitt ber þess greinilega merki að húsfreyjan er sífellt útivinnandi kona og karlinn ekki síður. Þegar sólin laumar sér svona inn um gluggana fer ekkert á milli mála að rykmaurarnir halda partý á mínu heimili - ALGJÖRLEGA ÓÁREITTIR - og þegar Hallbjörg greyið er farin að hafa orð á að það þurfi að þrífa gluggann inni hjá sér þá er kominn tími til að segja drasslinu og skítnum stríð á hendur.

FARIN AÐ TAKA TIL HENDINNI OG ÞRÍFA .....

...... og það myndi gleðja mitt litla hjarta svo mikið ef þið skilduð nú eftir ykkur loppuför í kommentkerfinu sem ég get laumast í þegar störfum mínum er lokið :) Gætum nú t.d. sett upp veðbanka um hvort kynið ég geng með. Ætli hann Jón minn kunni bara uppskriftina af stelpuhnátum sem hann er reyndar góður í því þær eru svo vel heppnaðar hjá honum - þannig að ekki væri nú amalegt að fá eina í viðbót - eða verður kynjahlutfallið á Ránarbraut 22 jafnt þegar litla krílið bætist í hópinn?

HEYRUMST.

26 Comments:

  • Ég er allveg viss um að litla bumbukrílið sé strákur svo hlutfallið verði jafnt ;)
    Það styttist í heimkomu og er ég að hugsa um að gera mér ferð á Ströndina fljótlega í næstu viku til að sjá ykkur og bumbuna :D ..eða eruði mikið upptekin á kvöldin??
    Hlakka svo til að sjá ykkur... kveðja út Lúxlandinu :D

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:41 e.h.  

  • Bara svo að þú vitir það líka...ég veit það nefnilega að þú ert með stelpu.

    Kv mamma ..amma

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:51 e.h.  

  • Ég segi strák!!! ;)

    RYKMAURAPARTÝ??!! - Hugrún Sif ;) össsshj..

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:26 e.h.  

  • Ég er sammála henni móðir þinni... þú ert með stelpu.. I know it!!

    By Blogger Linda Hlín, at 4:32 e.h.  

  • Ég ætla nú ekki að veðja á það strax :) En hvort heldur sem er þá var ég að grúska í gömlu dóti í kjallaranum og fann skemmtilega hluti (flíkur) af ykkur systkinunum. Tvo æðislega kjóla af þér (eða þeir voru æðislegir þá :) og einar buxur sem ég held að séu af Heimi. Svo fann ég líka tvenn barnarúmföt frá ykkur. Önnur með blárri blúndu og hin í fjólubláum lit. Hlakka til að sýna þér fundinn.

    Farðu vel með ykkur.
    Kveðja úr blíðunni í sveitinni.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:47 e.h.  

  • Já þetta er rosalegt með þetta ryk hjá manni. Víkingur Leon og ég vorum heima í dag (hann er veikur)og hann fór nokkrum sinnum í það að þrífa glerið á sjónvarpinu. Hann var ekki að fíla þetta svona þegar hann var í tölvunni.

    Hvort kynið já. Um daginn var ég viss um að það væri stelpa. Er ekki viss núna. En segjum bara stúka jamm.

    By Anonymous Nafnlaus, at 4:48 e.h.  

  • Komin tími til að commenta en ég held að þetta sé stelpa hjá þér, það er allt of lítið af þeim í saumó;)
    Kveðja Ranna

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:40 e.h.  

  • @Lúxskvísan - við erum að heiman öll kvöld í þessari viku en ég verð heima held ég öll kvöld í næstu viku nema eitt.

    @mamma - og af hverju veist þú það ;)

    @Thelma - já hefur þú aldrei séð svoleiðis samkomu :) Ég er allavega búin að útrýma henni á mínu heimili.

    @Linda - hvað þykist þið vita ;)

    @Þórunn - hey hlakka ekkert smá til að berja þetta augum :)

    @Hrefna - ég hef eina ákveðna tilfinningu, svo er bara spurningin hvort hún sé rétt :)

    @Ranna - sko þig, gat þetta stelpan :) Það er mikill meirihluti á því að þetta sé stelpa. Spurning hvað veldur því :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:00 e.h.  

  • Nú er málið að spá í bolla.... er búin að spá strák hjá Ingu Sóley :-)

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:19 e.h.  

  • Ég held að þetta sé stelpa ;o)

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:45 e.h.  

  • Hæ! Sko það er alveg ómöglegt fyrir okkur hérna í USA að segja til um þetta mál. Þess vegna skora ég á ykkur skötuhjú að taka nú fleiri myndir af bumbunni og skella á heimasíðuna. Þá skal ég láta þig vita hort þetta sé lítil skvísa eða töffari. Bara svo þú vitir þá er bloggkerfið eitthvað bilað þannig að við getum ekki skrifað. Vonum að það fari að komast í lag ella ég fari að skipta um bloggfyrirtæki. Kveðja! Ardis.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:06 e.h.  

  • @Helga Kristín - ef ég ætti að taka mark á slíkum málum þá reyndar sagði miðill við mig í fyrra hvort kyn ég fengi fyrst en hún reyndar sagði þá við Hrefnu sem þá var ófrísk að hún gengi með stelpu þannig að það er spurning hvort að hið dulræna sé ekki jafn líklegt til að spá fyrir um rétt eins og við hin :) En það væri gaman já að vita hvað bollinn segir :)

    @Halla - hvaða stelpuæðisspá er þetta hérna :) er þetta eitthvað sem þið vitið ... hehe.

    @Ardís - jamm ég þarf að fara að gera eitthvað. Mér finnst hún bara ekkert stækka ... en á reyndar nokkrar myndir inná myndavélinni sem ég þarf að fara að skella inn. Ég bíð spennt eftir færslu þannig að ég vona að þið farið bara að skipta um kompaní ef þetta fer ekki að lagast!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:42 e.h.  

  • Miðilinn sá svo seinna í viðtalinu fjögur ljós fyrir fjögur börn. Fyrst þrír strákar í bunu og svo stelpan eftir svolítið hlé. Enn rétt hjá henni. Spurning með þetta síðast, hvort það verði (það er brjálað að gera hjá mér með þessa þrjá sem ég á).

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:25 e.h.  

  • p.s. man hvað miðillin sagði við. Þetta veður spennó !!

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:27 e.h.  

  • @Hrefna - úbbs vissi ekki af þessum fjórum ljósum :) Þú hefur haldið því leyndu svo ég vissi ekki kynið, hehe, og já shit ef þú manst hvað hún sagði þá manst þú það bara ein ;) Það verður bara leyndó okkar á milli .. hehe.

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:34 e.h.  

  • Jú, sjáiði til. Ég giska á strák, en þar sem ég hef alltaf rangt fyrir mér í svona löguðu, þá er þetta stelpa :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:25 f.h.  

  • Ég ætla að giska á strák - en það væri voða gaman að sjá fleiri bumbumyndir til að geta verið dómbærari ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:46 f.h.  

  • @Arnar - humm og þá niðurstaðan stelpa :) Það þarf að fara að leggja undir hér því ef það svo kæmi strákur yrðu þeir sem það halda moldríkir :)

    @Jórunn - Ég á smá á myndavélinni, þarf að hlaða því inn við fyrsta tækifæri annars finnst mér hún stækka svo lítið að ég einhvern veginn sé ekkert ástæðu til að taka meira strax.

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:50 f.h.  

  • Enda er spádómurinn minn bara meiri leikur heldur er mikil alvara því ég hef ekki æft mig nóg. En ég spáði fyrir Erlu um daginn og fyrsta atriðið sem ég spáði er komið upp á yfirborðið og þess vegna er enn meiri ástæða til að æfa sig. En í sambandi við þinn spádóm þá væri bara gaman hvort ég myndi sjá e-ð í bollanum í sambandi við kynið.... En fyrra kommentið var meira upp á djókið því ég hef engar forsendur til að spá í þetta eins og staðan er í dag. Vona bara að þið fáið heilbrigt barn en fyrir saumaklúbbinn væri stelpa vel þegin og miðað við skotin frá Jonna er stelpa líklegri :-)En samt stend ég enn á gati....

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:07 f.h.  

  • Hæ!
    Ég á bædi stelpu og strák, skelltu inn hjartsláttartölum og berum þær sídan saman vid mínar :)

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:09 e.h.  

  • Ég ætla að spá því að þú eignist barn... Ég spáði aldrei rétt með mín þrjú svo ég er alveg glötuð í þessum bumbuspádómum og held mig því við eitthvað öruggt.
    Svo er heldur engin bumba (ekki miðað við það sem ég er vön...) til að spá í þannig að ég veit nú eiginlega ekki um hvað þið eruð að tala. Vonandi heldur Jonni áfram að elda svona mikið ofan í þig til að redda þeim málum.
    Bestu kveðjur

    ps. við hlökkum líka til að fá Kristínu heim.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:29 e.h.  

  • Já ég er alveg viss um að þetta verður annað hvort strákur eða stelpa.
    Sko mig ég kvittaði fyrir, þarf greinilega að fara að kvarta eitthvað yfir á minni síðu að fólk kvitti :) ég veit þú gerir það.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:44 e.h.  

  • @Helga - mér sýnist megin þorrinn hafa á hreinu að þetta verði lítil dama ;)

    @Vigga - skoðum þær í einrúmi ;)

    @Berglind - þá spáir þú fyrir mig og þá vitum við að það verður hið gagnstæða ;)

    @Selma - sko þig, þetta gastu. Alltaf fleiri að taka stórt skref í bloggheiminum og þora að kommenta á bænum :-D ÉG herði mig á þínum slóðum :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:37 e.h.  

  • Ég var með stelpubumbu, en barnið alltaf með þessan svokallaða stráka hjartslátt.... svo það er erfitt að seigja. Svo var Sunna með strákabumbu en hún átti stelpu.
    Ég held ég seigi strákur :D
    En þú veist það kannski núna, en það var ein af tvíburunum sem datt út. Þessi sem var betri en hún var á báðum áttum hort hún vildi þetta. Minnir að það var Amanda...

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:17 f.h.  

  • Ég held að þú ert með stelpu. Ég á svo líka mikið að stelpufötum sem ég get látið þig fá að henni Ingu Rún systir þinni. Kv.Kristín Heiða

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:08 e.h.  

  • @Anna Dögg - neibb vissi það ekki en var samt svo innilega að vona að önnur þeirra dytti út. Löngu kominn tími á það!!

    @Kristín Heiða - það væri náttúrulega bara snilld :) og hey ... fyrsta kommentið þitt hér held ég :) GÓÐ!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:22 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home