Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, febrúar 24, 2007

UUUUUuuuuuuuu jjjjjjjáááááááá!!!

Ég hefði nú miklu meira en nóg að gera með spilamennskuna eina og sér.


Annars allt í lukkunnar. Maraþonið og jarðaförin búið og næsti dagskrárliður fyrir utan þetta hefðbundna myndi þá verða messa um næstu helgi. Er svo að fara að halda mitt fyrsta námskeið rétt eftir mánaðarmót og sýnist mér á öllu að mæting verði góð. Veit ekki hvernig mér datt í hug að taka þetta að mér en ég hef svo sem verið í þeirri aðstöðu áður og þá er ekki annað í stöðunni en að gera bara sitt besta. Vona allavega að allir þeir sem taka þátt muni hafa gagn og gaman af - þá er markmiðinu náð....

2 Comments:

  • Ég mæti og efast ekki um að þú standir þig.
    Hlakka til ;o)
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:22 e.h.  

  • @Þórunn - gott mál :) ég er nú alltaf á leiðinni að hringja í þig en viltu endilega koma því á framfæri að þetta er opið öllum kennurum sem hafa áhuga á að brjóta upp kennslu með tónlist. Þurfa ekki að kunna að spila neitt eða hafa neinn sérstakan grunn.

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:53 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home