AFMÆLISBARN DAGSINS :)
Í dag á stóri gullmolinn okkar hún Hallbjörg 6. ára afmæli.
Hún vaknaði kát og hress í morgun og opnaði tvær afmælisgjafir. Núna er hnátan í leikskólanum og búin að panta kvöldmat, kom auðvitað ekkert annað til greina en makkarónugrautur og lét fylgja með - ,,pabbi þú átt að borða hann líka" :) Ein vön því að pabbinn laumist í eitthvað annað þegar hann er á boðstólnum. Pabbinn lætur sig nú samt hafa það í tilefni dagsins!!!! ;)
8 Comments:
Til hamingju með snúlluna :-) Vonandi hefur makkarónugrauturinn smakkast vel.....
By Nafnlaus, at 9:35 e.h.
Innilega til hamingju með daginn.
Hmmm eitthvað kannast ég við svona makkarónugraut á mínu heimili, held það sé a.m.k. nokkrum sinnum á dag sem hann á að vera í matinn :)
By Nafnlaus, at 9:48 e.h.
Til hamingju með litlu eða á maður kannski að segja stóru stelpuna. Ótrúlegt hvað þau eru fljót að stækka. Vona að grautinn hafi bragðast vel, skil hana vel að hafa vilja hann í matinn hann er svo góður:O)
By Nafnlaus, at 10:13 e.h.
Til hamingju með daginn :)
ég hefði nú viljað koma í mat í graut, ég elska makkarónugraut :)
kv. Kidda
By Nafnlaus, at 10:58 f.h.
Til hamingju með stóru skottuna.
Hallbjörg getur þú kysst Támínu fyrir mig?
Kveðja úr sveitinni
By Nafnlaus, at 5:30 e.h.
Til hamingju með Prinsessuna ykkar!! Hvernig gerir maður svona makkarónugraut?? Ef hann er svona vinsæll hjá ungviðinu væri ekki lélegt að fá uppskrift ;) Knús úr borginni :D
By Nafnlaus, at 6:37 e.h.
Til hamingju með stelpuna ykkar, þetta með grautinn ekki alveg að ná því hehe skil Jonna vel að laumast í eitthvað annað! :)
By Nafnlaus, at 12:49 f.h.
@Helga - danke, jamm hann er alltaf jafn ágætur, heeh.
@Selma - láttu mig vita það. Sumir myndi lifa á honum ef þeir mættu :)
@Elva Dröfn - úff já hún er orðin stór, finnst hún hafa stækkað heil ósköp bara síðan hún kom í líf mitt.
@Kidda - þú hefðir verið velkomin ;) Reyndi að bjóða mömmu og Kristínu hann en þær voru ekkert æstar í það, hehe.
@Þórunn - takk takk, ehemm, veit ekki með kossinn til Támínu.
@Anna Dögg - jebbs þú verður að fara að æfa þig á makkarónugrautnum, hehe. Gerir hann alveg eins og grjónagraut nema bara tekur mikið styttri tíma. Einfaldast í heimi, sýðurinn makkarónurnar fyrst í vatni og bætir svo mjólk saman við. Fljótlegt og einfalt.
@Inda - hvaða hvaða, veit ekki betur en frændi þinn hann Björn kunni vel að meta þennan graut :) En jú jú að sumu leyti skilur maður hann :)
By Hugrún Sif, at 11:53 f.h.
Skrifa ummæli
<< Home