Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, mars 09, 2007

Brottför eftir þrju korter

** Pínu stund í brottför og orðin svaka spennt!!

Fréttir dagsins í mínum huga, ykkur finnst þær ekki spennandi eins og mér:
ÉG FANN GRÁU PEYSUNA MÍNA, já eða reyndar Jonni og reyndar ýmislegt fleira :-D
Stundum leitar maður langt yfir skammt, ef ég man rétt þá sat ég uppí rúmi með makkann (ekki Binna Bjarka heldur tölvuna) ;) þegar ég bloggaði að peysukvikindið væri týnt og hún ekki lengra frá mér en undir rúmi og búin að una þar hag sínum vel í nokkrar vikur :)

** Ef það er eitthvað sem litla barnið okkar mun kannast við þegar það fæðist þá eru það sálmar á borð við Hærra minn Guð til þín, Allt eins og blómstrið eina og fleiri!!!! Ég hef aldrei á ævinni spilað í jafn mörgum jarðaförum eins og eftir að ég varð ófrísk. Bæði eru það athafnirnar sem organisti og svo hef ég haft nóg að gera með flautuna líka. Við erum að tala um á annan tug athafna þannig að ég er ekkert viss um að þetta litla kríli búist við mikilli stuðveröld. Á daginn hlustar það svo á hljóðfærablástur hægri vinstri og barnasöng á morgnana svo ef það er ekki gefið fyrir tónlist þá held ég að það muni ekki telja óhætt að koma út í þennan furðuheim.

** Alveg fáránlegt skeið sem ég er á núna. Ég fer að pissa og get svo svarið að ég er varla búin að hífa upp um mig buxurnar þegar mér finnst ég þurfa að pissa AFTUR. Þetta er alveg að gera mig vitlausa..... Úff hvað ég verð fegin þegar þvagblaðran fær sitt pláss aftur .....

....... en nóg um það. Ætla að taka Leiðarljós þangað til ég fer. Vildi að ég gæti farið inní sjónvarpið og kálað Roger Thorpe. Ég veit að þið eruð sammála mér laumuhorfararnir ykkar, þorið bara ekki að viðurkenna það ;)

2 Comments:

  • Leiðarljós, vá hvað það er langt siðan ég hef horft á það. Maður var alltaf fastur gestur hér einu sinni :)
    Kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:47 f.h.  

  • @Kidda - hehe það er allt að gerast þar :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:48 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home