Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, mars 06, 2007

... Dagurinn í dag ...

** Jæja þessi eftirmiðdagur fer í að leggja lokahönd á námskeiðsundirbúning. Kominn nettur fiðringur í mann því það eru víst rúmlega 20 manns skráðir til leiks :-/ Átti frekar von á að fá svona í kringum 10 manns, en það er samt auðvitað ennþá skemmtilegra að fá þennan fjölda uppá tónlistarstemninguna að gera. Meira stress samt :) en örugglega að mestu leyti bara af því að ég er að gera þetta í fyrsta sinn. Þetta er auðvitað ekkert öðruvísi en að labba inní hverja aðra kennslustund nema í þetta skiptið eru nemendurnir fullorðið fólk og væntanlega miklu þægari :-D Efast um að ég sjái á eftir einhverjum uppá borð eða í eltingarleik eða einhverju slíku ;)

** Við munum bara eiga einn bíl frá og með deginum í dag. BMW-inn er kominn á vetrardekk, og ekki ætti snjórinn að stoppa mig 7-9-13!! ... og dáldið skondin saga að segja frá sölunni á Toyotunni því Jonni var að spila á Grundarfirði um helgina og í Staðarskála röltir einhver gaur til hans og spyr hvort hann vanti ekki varahluti í Toyotuna.

,,Nei" sagði karlinn minn, ,,það væri nær að ég seldi þér bílinn"!!! Gaurinn spyr hvað hann vildi fá fyrir bílinn og þegar Jonni segir honum það segist hann bara ætla að fá hann :-D

** Það er endanlega komið á hreint að við hjónaleysin erum að fara TVISVAR til London og þegar ég fór að spá í þetta þá verð ég búin að fara 5 sinnum á 11 mánuðum þegar heim kemur úr seinni ferðinni. Það er ekki alveg í lagi með mann!! Fer til ljósunnar rétt fyrir fyrri brottför og vona svo innilega að allt verði í góðu lagi!!

Kveð í dag mun hressari og orkumeiri en síðast :)

8 Comments:

  • Össs össs hvaða útlandaflakk er þetta....

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:25 f.h.  

  • en gaman fyrir ykkur...London er svo skemmtileg borg.
    kv. Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:09 e.h.  

  • en gaman fyrir ykkur...London er svo skemmtileg borg.
    kv. Halla

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:09 e.h.  

  • London er geggjud borg. Njotid! Kv! Ardis

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:06 e.h.  

  • Ætlaði bara að kíkja hér inn og þakka fyrir æðislegt námskeið.... meiraðsegja fyrir taktlausa og rammfalska ;)
    En já ég er sammála öllum hér london er ÆÐI ég væri sko alveg til í að fara þangað aftur *öfund*

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:56 e.h.  

  • Góða ferð og skemmtun í London... var þar núna í maí með Teit, Gísla og Atla og skemmti mér konunglega :o) Kær kveðja, Gunna.

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:34 e.h.  

  • @Lena - ég væri reyndar líka til í Glasgow því ég hef aldrei farið þangað :)

    @Helga - láttu mig vita það...

    @Halla - Mér fannst það allavega fyrir 10 ÁRUM. Horfi örugglega öðruvísi í kringum mig í dag en þá.

    @Ardís - Hlakka svo til að sjá vinstri umferðina aftur :) Var alveg temmilega bílhrædd í þessu.

    @Anna Margret - takk sömuleiðis :) Ekkert smá fegin að þessu sé lokið en um leið ánægð hvað þetta var skemmtilegur hópur sem ég fékk í hendurnar, og þú ert sko örugglega meira tónlistarséní en þú heldur ;)

    @Gunna - ji hvað mér finnst fyndið að lesa með Teit og Gísla því ég hef bara ekki séð þá menn síða árið 2000 held ég, og enn fyndnara að ég var akkúrat með þeim ef ekki þér líka síðast þegar ég fór til London, já og Parísar í leíðinni ;)

    By Blogger Hugrún Sif, at 7:38 e.h.  

  • Anna Margret! Thu verur natturulega ad muna uppruna thinn elskan. Thu ert komin af svo miklu tonlistarfolki : ) Thad segir amma allavega : )

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:59 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home