Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 01, 2007

Einhver !?!

Ekki vill einhver vera svo sætur að fara fyrir mig í 66 Norður í Faxafeni, helst á morgun en allavega fyrir mánudag?
Sá auglýsta lagerútsölu m.a. á ungbarnafötum og langar alveg voða voða voða mikið að eignast fyrstu fötin á litla krílið okkar :) Myndi að sjálfsögðu láta viðkomandi hafa pening og upplýsingar um kyn barnsins ;)

Annars allt alveg æðislegt á þessum bæ :) Fórum í 20 vikna sónarinn í gær og þetta kom allt saman mjög vel út. Ég gerði mig að total fífli hjá ljósunni, eiginlega dáldið mikið vandræðalegt, meira um það á bumbusíðunni þegar ég kem í verk að skella inn vefdagbók eftir heimsóknina í gær :) Ég var alveg ótrúlega sniðug, BLINK BLINK, sendi karlinn til tannlæknis og óvart datt inní Tískuhúsið á meðan og splæsti á mig tveimur bolum og fór svo á snyrtistofuna ;)

Litla krílið virðist vera mikið partýljón og sparkar alveg hægri vinstri. Aðal fimleikaæfingarnar fara fram um kl.23 á kvöldin og það ákvað að halda smá sparkæfingu fyrir pabba sinn í gærkvöldi þannig að hann er búinn að fá að finna líka :)

Annars nóg um að vera á bænum, stefnir allt í að við séum að fara ekki bara einu sinni heldur tvisvar sinnum út í apríl :-D Þetta er nú meiri flandrið á manni alltaf hreint ..... en þetta lifi ég víst fyrir að mörgu leyti :) Enda kemur það heim og saman við stjörnukortið mitt og Gunnlaugur nefndi sérstaklega að ég yrði hreinlega að ferðast reglulega eða búa úti til að halda lífi :)

Kveð í kvöld, þarf að klára baksturinn sem hófst svo glæsilega í gær :) Var aðeins of mikið að tala við tengdamóður mína og segi henni að skella ofninum á 200 í staðin fyrir 100 gráður. Get alveg sagt ykkur að það endaði ekkert vel :)
Gott í bili.

7 Comments:

  • Hellú
    Það vill nú svo til að ég er að vinna í 66°norður í Faxafeni og er meira segja að vinna á lagermarkaðinum.
    Það er ekki mikið til á ungabörn, það sem er til eru nokkrar þykkar flísbuxur, þunnar peysur (svona bolapeysa ekki rennd) og buxur í stíl, flískjólar og svo er eitthvað eftir af hosur, vettlingum og húfum. Litirnir sem eftir eru eru dökk bleikur, ljós grænn, dökk blár, mosagrænn og rauður. En eins og ég sagði þá er ekki mikið efir og kannski ekki til stt í stíl en það er eitthvað eftir. Þannig að ef þú vilt að ég kíki á eitthvað og reyni að kippa með þá er það ekkert mál er að vinna á markaðinum á morgun og laugardaginn:O)
    Buxurnar, peysurnar og kjólarnir eru á 500 og allir fylgihlutir húfur og þess háttar á 300:O) Ekkert verð:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:51 e.h.  

  • @Elva Dröfn - oh snilld :) Best að hringja frekar í þig en að vera að ræða eitthvað fram og til baka um hvað og hvernig hérna á riti :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:27 e.h.  

  • Heyrdu mer finnst thetta nu osangjarnt ad gera mann svona forvitin med kynid : ) Komdu bara med thad kona. Eg veit hvad thad er erfitt fyrir thig ad halda thessu leyndu hehehehehe!!!
    Kv!
    Ardis.

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:46 e.h.  

  • @Ardís - hvað meinarðu mér finnst svo auðvelt að halda því leyndu. Þess vegna er ég BARA búin að segja tengdó, systir hans Jonna, mömmu, pabba og Hildi, Þórdísi, Elvu Dröfn, Þórunni OG Kristínu kynið ... ahahahahahahah Jonni vissi sínu viti þegar hann sagði að ég gæti aldrei þagað yfir því :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:00 e.h.  

  • Hahahaha! Eg vissi thad! Mer finnst thetta bara fyndid. En hvad vard til thess ad ykkur langadi ad vita kynid? Einhver serstok 'astada? Bara svona forvitnis spurning! Og nu vist thu ert buin ad segja halfri familiunni kynid tha geturu alveg sagt mer thad : )

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:33 e.h.  

  • Þetta er greinilega verðandi trommari, af spörkunum að dæma. Dobbelkikker jafnvel!:)

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:22 f.h.  

  • @Ardís - sendu mér þá póst kona :) Er farið að lengja eftir Bandaríkjafréttum!!

    @Arnar - hehe já barnið er strax byrjað í þjálfun og heyrir jarðafarasálma líka um hverja helgi :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:31 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home