Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, mars 08, 2007

Fimmtudagur til frama

Námskeiðið búið og gekk fínt. Skondið oft hvað maður tekur langan tíma í að stressa sig á einhverju og svo allt í einu er það bara búið á einu augnabliki :)

Mamma er svo "elskuleg" að gera uppreisn við kassana mína, á nefnilega dáldið marga svona um hvippinn og hvappinn heima hjá henni, með alls konar drasli í og nú hendir hún einum og einum í mig sem gerir mér ekki annað kleift en að fara í gegnum þá, henda og hirða. EKKI ER PLÁSS HEIMA HJÁ MÉR FYRIR ÞÁ :/

Kemur ýmislegt skemmtilegt upp úr þeim, t.d. fann ég í gær 3 gömul gleraugu, fullt af skartgripum, gömul dramatísk sendibréf og DVD-disk sem ég gerði dauðaleit af síðustu daga því mig langaði svo að skanna hann fyrir námskeiðið. Alveg týpískt að finna hann sama kvöld og námskeiðinu lauk.

Jonna finnst held ég alveg lúmskt gaman af þessum kössum líka. Hefur allavega fengið að sjá margt skondið koma upp úr þeim, t.d. ca 5 gsm síma, ÉG ER EKKERT AÐ DJÓKA þegar ég tala um að líftími þeirra í mínum höndum sé hálft ár!! ... og talandi um það þá fékk ég loksins nýjan á þriðjudaginn þannig að nú get ég talað aftur í símann og sent sms vandræðalaust og þarf ekki að byrja ÖLL símtöl á síminn minn er sko bilaður og símtalið slitnað einni mínútu seinna...... Bara pirrandi, en ég er búin að gera fögur fyrirheit um að passa þennan rosa vel. Jonni setti hann í band svo ég missi hann í það minnsta sjaldnar, veit náttúrulega að það þýðir ekkert að lofa að missa hann aldrei.

HLAKKA TIL Á MORGUN :) Dekur, dekur og dekur framundan hjá mér á meðan karlinn verður sendur að vinna fyrir dekrinu ;) og Hallbjörg fer í vist á Blönduós ásamt þeim Ripp, Rapp og Rupp að hluta til (Gabríel, Víkingi og Þórði)!! Úff það verður fjör hjá múttu á meðan við Hrefna og tæplega 40 aðrar konur verðum með tærnar uppí loft í nuddi, góðum mat, verslunarferðum og fleiru :)

9 Comments:

  • Vá æðislegt að fá smá degkur :) ég átti pantaðann tíma í Baðhúsinu á laugardaginn í allsherjar dekur en nei nei þá er ég að fara í skólann á morgun og kemst ekki....... :( Ekki mikið sátt, en svo er það bara :)
    En hvað segir þú um stelpuhelgi 23-25 mars, ég held að ég sé laus þá :)
    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:18 f.h.  

  • Takk aftur fyrir frábært námskeið. Ég var mjög ánægð með þig stelpa. En við eigum sko eftir að hafa það gott í borginni ég get ekki beðið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:17 e.h.  

  • @Kidda - ég var búin að svara með þessa helgi hjá Kiddu :/ Hrædd um að hún henti ekki alveg nógu vel fyrir mig þar sem yngri skottan hans Jonna verður hjá okkur og við jafnvel í bænum yfir helgina.

    @Hrefna Ósk - Takk sömuleiðis, gott að þú varst ánægð. Ég er svo miklu ánægðari sjálf að heyra að fólki fannst gaman :) En vá hvað ég hlakka til morgundagsins!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 3:26 e.h.  

  • Thad er skylda ad gefa greinargoda yfirferd a ferd ykkar kvenna i borginni. Hvert thid forud og hvad thid bordudud og svona. Hvada hopur kvenna er thetta sem er ad fara? Ein forvitin : )

    By Anonymous Nafnlaus, at 7:54 e.h.  

  • Ardís - ÉG mun gefa nákvæma skýrslu og jafnvel henda inn einhverjum myndum eftir helgi ef ég verð extra dugleg ;) En annars eru þetta allt saman Austur-Húnvetnskar konur sem eru að fara saman, sambland af sveitasnótum, Blönduóspíum og Skaggagellum :-D

    By Blogger Hugrún Sif, at 10:27 e.h.  

  • Vá en gaman! Góða skemmtun! Ég treysti á þig með pistil og myndir.

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:35 f.h.  

  • Ég sá á huna.is að námskeiði tókst vel og allir ánægðir.Til hamingju með það. Reyndar vissi ég alveg að þú myndir standa þig vel.
    Góða skemmtun um helgina.
    Kveðja mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:04 e.h.  

  • @Ardís - já ég reyni að standa undir væntingum :)

    @mamma - jamm var einmitt að lesa fréttina :) gaman að hún er í svona jákvæðum tón og vonandi hljómar tónlist um allar stofnanir þessa dagana :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:37 e.h.  

  • Bara að kvitta og þakka fyrir frábært námskeið. Það var rosalega gaman og ég er strax búin að prófa :) Góða ferð í borgina.

    Kveðja úr snjónum í sveitinni.
    Þórunn

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:38 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home