Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, mars 12, 2007

Orlofsferð örþreyttra húsmæðra

Komin heim úr kvennareisunni miklu, 39 konur ásamt Ágústi traustum bílstjóra okkar á Geitaskarði lögðu af stað frá A-Hún á föstudaginn. Mikil eftirvænting og tilhlökkun í hópnum :)

Fyrsta stopp var auðvitað Ríkið á Blönduósi. Ég lét það vera í þetta skiptið líkt og síðustu mánuði og næstu mánuði :) og síðan lá leiðin til Rvk þar sem sjoppurnar voru þræddar á leiðinni og niðurstaðan um 5 klst. rútuferð.

Allar dauðfegnir að komast á hótelið og þar biðu okkar þessar líka fínu gjafakörfur og fólk ýmist hallaði höfði sínu á hótelinu og aðal orkuboltarnir kíktu á næturlífið. Ég valdi fyrri kostinn í þetta skiptið.

Vöknuðum fyrir allar aldir á laugardaginn og fórum í Mekka Spa, annars vegar í Kópavog og hins vegar á Hótel Sögu. Ég tilheyrði þeim hópi sem fór í Kópavoginn og þar fengum við allar nudd. Þarna voru fjórir nuddarar Indverji, asískur maður og tvær íslenskar konur og ég lenti á asíska manninum. Veit ekki hver andskotinn hljóp í mig, kannski einhver smávegis rasismi en líka af því að ég var ófrísk en ég allavega varð eitthvað óróleg.... OG SVO HÓFST NUDDIÐ. Naut í botn og reyndi eftir fremsta magni að slappa af ÞANGAÐ TIL ... að ég veit ekki fyrr en litla dýrið vippar sér uppá bekkinn og fer að labba ofan á mér já og nokkur svona nett hopp. Ég hélt ég yrði ekki mínútunni eldri, því á dauða mínum átti ég frekar von á en þessu og varð svo mikið um að ég þorði ekki einu sinni að segja manningum að ég væri ófrísk. Enda litlar líkur á að hann myndi skilja mig því mér fannst hann bara tala einhverja kínversku við mig, en fattaði reyndar seinna að þetta var íslenska með kínverskum hreim einhverjum.

Litla bumbudaman mín varð ekkert hin hressasta, kannski ekki skrítið, og barði mig alla að innan og örugglega reynt að kalla hleypið mér út og ég alveg miður mín yfir þessari lífsreynslu og kom bara föl út og þegar karlinn karlaði í næstu dömu ætlaði varla nokkur einasta kona að þora með honum inn því svipurinn á mér var eitthvað skrítinn....

Þá kom að því að fá veitingarnar og sé ég þarna dýrindis melónubita og næli mér í einn en skil svo ekkert í því hvað var lítið á bitanum. Horfi þá betur ofan í skálina og spýti út úr mér fjandans melónunni því ég var að borða upp úr helvítis ruslaskálinni. OJ OJ OJ. En ég er allavega lifandi ennþá þannig að mér hefur ekkert orðið neitt rosalega meint af.....

Eftir Mekka Spa lá leiðin uppí Kringlu og þar var debetkortið aðeins straujað. Hafði þessa fínu afsökun að fötin mín séu öll að verða of lítil á mig!! Þaðan lá leiðin uppá hótel með smá viðkomu á tveimur stöðum og þar fengum við dýrindis pizzur og Heiðar snyrtir mætti á svæðið og kenndi okkur ýmis bellibrögð og skyggndist inní hugarheim okkar :)

Eftir fyrirlesturinn voru allar frekar þreyttar og afslappaðar eftir morguninn þannig að flestir tóku leggings á þetta og svo kom að því að hafa sig til fyrir mat, sýningu og ball. Maturinn var æði, Tina Turner sýningin kom mikið á óvart, fannst hún virkilega skemmtileg og ballið svona laladúdú. Hljómsveitin ekkert yfirgengilega góð en ég allavega tók danspor og það er meira en ég hef gert síðustu mánuði. Eftir það hélt ég uppá hótel að lúlla og vaknaði eldspræk í morgunmat morguninn eftir. Engar áhyggjur af þynnku á mínum bæ :) Hópurinn hélt í Smáralindina og var ég bara nokkuð spök með kortið. Heimferð eftir það, og hópurinn ekki alveg jafn sprækur og á leiðinni til Rvk :) Þegar heim kom mátti sjá eftirvæntingarsvipinn á körlunum í plássinu, örugglega allt í uppnámi á heimilinum, ni ætli það en við allavega ennþá örþreyttar húsmæður en samt mjög glaðar og endurnærðar húsmæður eftir frábæra ferð.

7 Comments:

  • Frábært að ferðin var svona góð, enda ekki við öðru að búast :-)Sjáumst vonandi í saumó á fim.kvöldið.

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:07 e.h.  

  • Þetta var æði. Ekki spurning :-D

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:20 e.h.  

  • Það er nú gott að þú gast notið ferðarinnar og slakað aðeins á, enda alveg þörf fyrir slíkt ;-) Ég er þó mest hissa að stelpuskjátan að norðan hafi ekki látið í sér heyra í nuddinu. hehe hefði sko alveg verið til í að vera fluga á vegg á þessu augnabliki. (bara til að sjá viðbrögðin hehe)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:44 e.h.  

  • Hæ! þetta var greinilega góð ferð, skrítið að maðurinn hafi ekki tekið eftir því að þú sért ófrísk. Ég væri samt alveg til í svona dekurferð...út fyrir borgarmörkin. Vona að allt gangi vel. Kammerkórin var með tónleika um helgina, verð að segja þér frá þeim við tækifæri. Kv. Linda María

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:54 e.h.  

  • @Helga - jamm þetta gat nú varla klikkað þar sem Vigga var viðriðin skipulagið :) Sjáumst í saumó!!

    @Hrefna - við förum sko í hverja ferð héðan í frá!! :)

    @Helena - hehe já manni veitir víst ekki af slökun öðru hvoru. Ehemm, ég er líka hissa á sjálfri mér bara varð eitthvað dofin í hausnum!!! og já fluga ... þú hefðir allavega ekki séð gleðisvip ef þú hefðir horft framan í mig í gegnum gatið á nuddbekknum.

    @Linda María - Reyndar kannski ekkert skrítið þar sem ég var í slopp og ekkert að hátta mig beint fyrir framan nefið á honum þannig að sökin var þannig séð bara mín. Verður endilega að segja mér frá tónleikunum :) Vona að allt hafi gengið vel hjá ykkur!!!!!!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 6:56 e.h.  

  • Vá hvað þetta hljómaði æðislega :) Ferðin hefur heppnast vel :)
    Kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:56 f.h.  

  • @Kidda - jebbs, hún var alveg frábær í alla staði. Mæli alveg 120% með að drífa sig í svona ferðir :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:54 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home