Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, mars 14, 2007

ÞREYTTUR DAGUR!!!

Úff, ekkert smá skrítinn dagur eitthvað. Fyrsta sinn í morgun sem ég lendi í svakalega miklum vandræðum með að sofna ekki undir stýri!! Ég hef aldrei skilið það að fólk nái að sofna í bílstjórasætinu en í morgun fékk ég þessa rosalega óþægilegu tilfinningu að langa bara til að leyfa mér að dotta. Þetta er eitthvað það óþægilegasta sem ég hef lent í, svo mikið er víst.

Fyrstu tvær kennslustundirnar voru algjör martröð. Hefði svo auðveldlega sofið fyrir framan allan nemendahópinn. Ætti nú ekki að vera neitt sérlega þreytt því ég sofnaði á skikkalegum tíma í gærkvöldi og lagði mig seinni partinn. Spurning hvort maður sé að soga í sig þessi veikindi sem fara eins og eldur um sinu út um allan skóla.... allavega er ég með hausverk í fyrsta skipti í óralangan tíma á minn mælikvarða.

Gott gullkorn í morgun - nemendur geta verið svo ótrúlega hreinskilnir:
Nemandi á miðstigi: ,,Hugrún, hefurðu verið að bæta á þig undanfarið?" (fannst þetta orðalag hennar nógu fyndið eitt og sér)

Ég: ,,Nei, nei það held ég ekki.

Nemandi: Nú hvað er þá þetta og mænir á magann á mér?

Ég: Þetta er maginn á mér.

Nemandi: Sérðu ekki hvað hann hefur stækkað?

Ég: Jú jú ég hef alveg orðið vör við það.

Nemandi: Nú af hverju segirðu þá að þú hafir ekki bætt á þig?

Þá var bekkjarsystur hennar nóg boðið og skerst í leikinn: ,,Maginn á henni er að stækka af því að hún er ólétt!!!"

Nemandi (aftur sú sem hóf samtalið): Nú, ég vissi ekkert um það. Hver er þá faðirinn?

Ég: (alveg að detta í hláturskrampa) Maðurinn minn!!!

Nemandi:

.... og þar með lauk því samtali!!! :-D

Annars þétt skipuð dagskrá fyrir helgina. Jarðaför, messa og gigg hjá karli mínum!! ... og svo á stefnuskránni að fara á milli dagskrárliða í fiskibollunám hjá ömmu. Skal læra að gera þær í eitt skiptið fyrir öll því eins og ég segi, að mínu mati eru fiskibollurnar hennar þær einu ætu í bransanum og nú á að meika það. Ætla að búa til lager undir dyggri leiðsögn ömmu og eiga í frysti. Svo þarf ég smá aðstoð til að halda áfram með eitt af þessum hundrað ókláruðu prjónastykkjum. Segið svo að það séu ekki smá húsmóðurgen í manni eftir allt saman......

9 Comments:

  • Þessi börn eru alveg æðisleg. Ég var nú smá orðlaus um daginn þegar Arnar bað um bling bling ?? Ég var nú bara það vitlaus að ég spurði nú bara "Hvað er bling bling?" Heyrðu það er eyrnalokkur !!! Það eru sko "ALLIR" strákarnir í bekknum með eyrnalokk í eyranum. .... úff. 8 ára að verða 20 ára sko....
    Kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:40 e.h.  

  • vá ;) Geggjað fyndið samtal!! Bwahaha..

    Farðu vel með þig & bumbubúann

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:58 f.h.  

  • hehe.. krútti nemandi!! En langaði bara að kasta á þig kveðju... er að reyna njóta þess að vera ein. Skil bara ekki hvernig það á að vera hægt. You know... ;)

    By Blogger Linda Hlín, at 1:21 e.h.  

  • hahahah... godur krakki...
    bara ad segja hæ lika...
    var eg lika svona væmin tegar eg atti kærasta... jesus ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:43 e.h.  

  • ekki væmin eins og tu... eins og Linda ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:44 e.h.  

  • @Kidda - ahahaha, vissi ekki að þetta byrjaði svona snemma hjá strákunum. En hef einmitt heyrt þetta bling bling en ekki vitað hvað það er ;)

    @Thelma - æi já þetta var ótrúlega fyndið, kannski svona have to be there líka. En við reynum að fara vel með okkur :)

    @Linda - jamm hlýddu mér :) Njóttu .. hehe þið eigið alla ævina framundan.

    @Svanhildur - NEI, ég held þú hafir ekki verið svona :) Held að Linda sé með óvenju slæmt syndrom en við læknum hana.

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:05 e.h.  

  • HVAÐ ER ÞETTA!!! IT´S CALLED LOVE!!!! HAHAHAHA!!! Segðu okkur svanhildur ert þú búin að finna þína ást???

    By Blogger Linda Hlín, at 5:25 e.h.  

  • Það besta við þetta samtal finnst mér hiklaust vera þessi setning:

    Nemandi (aftur sú sem hóf samtalið): [...] Hver er þá faðirinn?

    Hreinskilnin alveg í hámarki:) - bara yndisleg þessi börn. Það hefði verið gaman að vera fluga á vegg og sjá svipinn á þér:) hahahaha

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:34 f.h.  

  • @Gréta - já það getur sko oltið upp úr þeim spekin :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:57 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home