Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, mars 03, 2007

ÞREYTUTOPPUR

.... ég er alveg voðalega voðalega þreytt eitthvað núna. Finn bara með hverjum deginum sem líður hvað ég er bara alls ekki að höndla alla þessa vinnu mína svona á mig komin. Veit bara ekkert hvernig ég á að minnka við mig. Jafn erfiður tímapunktur fyrir alla staði að fá forföll fyrir mig en það á samt ekki að vera minn höfuðverkur. En maður kom sér í þetta og þá verður bara að taka á því. Ég er svo sannarlega ekki ómissandi og fjarri því, en auðvitað er ekkert tónlistar-, grunnskólakennari né organisti laus á næsta horni í svona litlu bæjarfélagi....

.... rosalega leiðinlegt að segja þetta en mér langar heldur liggur við ekkert heim eftir erfiðan vinnudag því ég veit að þar bíður þvotturinn sem ég setti í þvottavélina ennþá inní þvottavél, óbrotni þvotturinn fer ekki sjálfur af snúrunum, svefnherbergið alveg jafn mikið á hvolfi eins og þegar ég fór út um morguninn, aukaherbergið í sömu óreiðunni og alla hina dagana, gólfin jafn óhrein og daginn áður og .....

.... kem heim horfi í kringum mig og læt þetta fara í taugarnar á mér en einfaldlega hef ekki meiri orku afgangs þannig að næsti dagur tekur bara við. Vildi stundum að þetta gerðist af sjálfu sér. Æi ég er pínulítið að bugast á þessum tímapunkti en svo getur líka vel verið að ég verði allt öðruvísi upplögð á morgun og finnist ég geta sigrað heiminn. Veit ekki.

12 Comments:

  • Held það sé bara fullkomlega eðlilegt að fá svona þreytutoppa annaðslagið... og hugsa líka að þeir líði hjá ;o) Er einmitt stödd í samskonar þreytutoppi þessa dagana hvað mastersritgerðina mína varðar... nenni engan veginn að byrja á henni, en hlakka SVO mikið til þegar henni er lokið...

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:39 f.h.  

  • Virðist aldrei takast að skilja eftir vefslóð þannig að ég skrifa hana bara í komment; www.blog.central.is/spordreki. Kær kveðja, Gunna.

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:40 f.h.  

  • Bíddu bíddu þú ert nú varla ein á þessu heimili hmmmm Eg tók það skýrt fram við minn mann þegar við keyptum okkur íbúðina að ég ætlaði ekki ein að sjá um þrifin...enda er hann voða duglegur við þetta ef ekki duglegri en ég enda er ég að vinna meira en hann!! Jenný

    By Anonymous Nafnlaus, at 5:24 e.h.  

  • Svona þreyta er bara ósköp eðlileg á þessum tíma. Það sagði víst enginn að það væri auðvelt eða einfalt að ganga með barn. Það kostar bara hellings orku! En mundu að þetta tímabil er ekki varanlegt. Þetta verður búið áður en þú veist af. Þá verður líka komið sumarfrí frá öllu hinu :)

    Reyndu bara að minnka við þig þar sem þú getur, hækkaðu "skítastuðulinn" aðeins og láttu ástandið ekki pirra þig.

    Kveðja,
    Rannveig Lena.... enn að skammast sín fyrir að hafa ekki þekkt þig í símanum um daginn!

    By Blogger Unknown, at 1:02 e.h.  

  • Vá hvað ég skil þig. Þetta tímabil líður sem betur fer hjá og þú ferð að vera orkumeiri og hressari. Gaman að heyra að bumbukrílið er fjörugt á kvöldin, mitt er svona líka, fram að miðnætti og byrjar svo aftur milli 4 og 5 á morgnana. Það er bara gaman að þessu öllu saman.
    Hafðu það sem best og sjáumst í "orlofsferðinni" um næstu helgi.

    By Blogger Dagný Rósa, at 5:06 e.h.  

  • @Gunna - loksins skilurðu eftir þig för svo ég geti farið að njósna um þig :) Vá hvað ég vildi að ég sæi fyrir endann á master, enn það kemur síðar. Gangi þér rosa vel með hana!!!

    @Jenný - ROÐN - nibb en það er nú víst þannig með minn mann að þegar hann er ekki að vinna þá er hann að hljómsveitast þannig að hann er lítið skárri en ég, en ég viðurkenni það að hann mætti vera mun deglegri að hjálpa konunni sinni þessa dagana. Tekur þetta í skorpum karlinn, er öfgaduglegur annars vegar eða gerist ekki baun þess á milli.

    @Lena - jamm ég vona það, eins og Jonni sagði í gær, það er ekki heiglum hent að skapa heilt mannslíf :) Hlakka SVO til sumarfrísins ...!! En já ég var bara alls ekkert að fatta þetta samtal, hehe, hélt þú vissir alveg hver ég væri og var ekkert að botna í þessum spurningum, hehe.

    @Dagný Rósa - Úff ég biði ekki í það ef það færi að vekja mig um miðja nótt :) Vona að það haldi sig þá bara við kvöldspriklið .... En já sjáumst í orlofsferð :) hlakka ekkert smá til og alveg dauðfegin að vita af annarri bumbu í hópnum!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 5:52 e.h.  

  • Er ekki einhver ung stelpa í þínu bæjarfélagi sem vantar auka pening.
    Ég ráðlegg þér að bjóða einni af þeim að taka húsið þitt í gegn fyrir smá penging vikulega já eða aðrahverja viku það munar mikið um það!!!

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:41 e.h.  

  • Æi krúsan mín.... ekki gott að þú sért svona þreytt en það fylgir víst. Ég er sammála Lenu, endilega hækkaðu skítastuðulinn aðeins og leyfðu þér að vera ólétt ,,án endalauss samaviskubits". Eyddu frekar orkunni í að vinna. Verst að vera ekki enn nær þér til að aðstoða þig meira.

    By Anonymous Nafnlaus, at 3:50 e.h.  

  • @Erna - jamm það gæti munað eða eins og sagt er hér að ofan, hækka skítastuðulinn aðeins :) og svo líka kannski aðeins over reacting hjá mér, er kannski ekki eins slæmt og mér fannst þennan dag. Allavega orkumeiri í dag en akkúrat þann daginn :)

    @Helga - jamm ég ætla sko að hækka hann og svo fer nú spilamennskan að minnka hjá Jonna vonandi og æi vá þetta leit kannski út eins og hann gerði ekki handtak en það er alls ekki þannig!!!!! Bara lítill tími sem við höfum aflögu fyrir heimilið.

    By Blogger Hugrún Sif, at 8:53 e.h.  

  • Þegar ég byrjaði í háskólanum tók ég meðvitaða ákvörðun um að hækka "skítastuðulinn" töluvert, hann er svo lækkaður aftur í sumar- og jólafríum:)
    Rykið fer ekki neitt! eins og móðir mín sagði alltaf við mig - en heilsan getur hins vegar farið.
    Settu sjálfa þig og litla barnið þitt í fyrsta sæti og farðu vel með ykkur bæði:)
    Sendi þér tonn af orkustraumum, en ég á víst nóg af þeim þessa dagana.
    Bestu kveðjur að sunnan,
    Gréta.

    By Anonymous Nafnlaus, at 10:35 e.h.  

  • Hæhæ

    Ég þarf nú að fara að kíkja norður á þig heyrist mér :) þurfum að hittast og hugsa um eitthvað annað en ryk og rusl :)
    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 9:23 f.h.  

  • @Gréta - þetta er svo hárrétt hjá þér :) já og móður þinni, sem er auðvitað sem og þú af svo góðum ættum að ekki getur henni skjátlast :) Takk fyrir orkusendinguna, hehe!!

    @Kidda - skjóttu endilega á dagsetningu og látum þá eitthvað verða af því. ÉG ER SKO TIL!!!!!

    By Blogger Hugrún Sif, at 12:49 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home