Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, mars 20, 2007

Tonleikar og fleira

Lítið um tíðindi á bænum en skellum nokkrum í punktaformi:

~ Við Jón Ólafur ætlum að skella okkur á tónleika með Stebba og Eyva í kvöld. Byrjum reyndar kvöldið í góðum mat og félagsskap á Árbakkanum.

~ Skvísan á bænum hún Hallbjörg er með lausa tönn. Hún er mjög spennt og búin að bíða eftir þessu lengi. Nógu lengi til þess að gera plan fyrir þónokkru um að skemma í sér tennurnar því þá myndi hún missa þær því það er einmitt það sem hana langar :) Dálítið slöpp lausn fannst okkur foreldrunum!!! en samt alveg frábært hvað henni getur dottið í hug þótt hugdetturnar séu ekki alltaf skynsamlegar :-D

~ Við fjölskyldan ætlum til RVK um helgina .!. Þessi helgi verður helguð fjölskyldunni. Kolbrún Camilla verður hjá okkur og svo ætlum við öll fjögur, me, Jonni, Hallbjörg og Camilla saman í leikhús á Ronju ræningjadóttur á sunnudaginn. Ég er ekki frá því að ég verði jafn spennt og stúlkuhjörtun því ég er búin að láta krakkana syngja svo mikið af lögum úr sýningunni í tónmenntinni. Gef mér samt auðvitað tíma í kaffihússhittinginn okkar þið sem heyrið undir hann!! :) Þurfum að fara að negla niður stað og stund.

~ Hélt saumó í síðustu viku og naut dyggs stuðnings og félagsskaps frænku minnar hennar Kristínar minnar í undirbúningnum - álíka miklir jeppar í þessu og skemmtum okkur svo konunglega :-D

~ Fyrstu babyfötin komin í hús :) Vá hvað þau eru eitthvað lítil og krúttleg, úff ekki laust við að ég hafi orðið ennþá spenntari fyrir komu skvísunnar við það eitt að sjá fötin. Þetta fer alveg að verða raunverulegt enda ekki nema tæpir fjórir mánuðir í settan dag. Takk kærlega Elva Dröfn.

....BIÐ AÐ HEILSA ÖLLUM Á STOKKSEYRI....

9 Comments:

  • Góða skemmtun í leikhúsinu,það verður örugglega mjög gaman hjá ykkur um helgina.

    Kveðja mamma

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:42 f.h.  

  • Heyrðu já ég er örugglega að vinna á laugardaginn en ég er búin um hálf fimm þannig ég er laus eftir það :) Spurning með hinar stúlkurnar, rosa verður gaman að sjá þig

    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 1:59 e.h.  

  • @Mútta - jamm það verður það :) Hef ekki farið á barnaleikrit síðan ég fór með Ingu Rún fyrir "árekstrargróðann"!!!

    @Kidda - Jamm finnum einhvern góðan tíma á þetta. ÉG allavega get ekki á föstudagskvöldinu. Hef ekkert heyrt í Helgu og ætlaði Ásdís ekki með?

    By Blogger Hugrún Sif, at 4:52 e.h.  

  • Ég skal heyra í Ásdísi, er það þá ekki bara laugardagurinn, eftir vinnu hjá mér :)
    kv. Kidda

    By Anonymous Nafnlaus, at 8:41 e.h.  

  • Hallbjorg er klarlega snillingur...
    hlakka til ad sja ykkur...

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:04 e.h.  

  • Nektin kennir naktri konu að spinna sæta mín... hér á bæ varð ég bara að lesa mig í gegnum þetta allt, fæðingarorlofssjóður er svo nískur að ég bara hafði ekki efni á að kaupa endurskoðanda... en jú ég er ferlega stolt af mér að geta þetta sjálf :D
    Vonandi líður þér vel og þú verður að passa upp á hvíldina núna ;) Ég veit þetta er gömul lumma, en treystu mér, þú verður að hafa öll batterý hlaðin þegar að stóru stundinni kemur :D Knús á þig, bumbuna og alla aðra í þinni yndislegu fjölskyldu!! kær kveðja Anna Dögg.

    By Anonymous Nafnlaus, at 11:11 e.h.  

  • @Svanhildur - hlökkum til að fá þig heim sæta mín. Þið verðið allar svo brúnar og sætar í fermingunni systurnar, já og Ármann kannski líka og múttan og pabbinn, hehe.

    @Anna Dögg - ÆI SRY, ég er ekki kennari fyrir ekki neit, neyðin kennir ...., hehe, en já þú mátt vera stolt af þér. Ég er ekki alveg ready í að sökkva mér ofan í þessi mál :) en aldrei að vita nema að það gerist næst. Ég reyni að hlaða batteríin, BRÁÐUM BRÁÐUM, minnkar vinna. Úff það verður æði. Skelli knúsi á alla :)

    By Blogger Hugrún Sif, at 9:03 f.h.  

  • Kvitt,kvitt.... gleymi því nefnilega alltaf ;-/ Farðu vel með þig elskan mín og kærar kveðjur til ykkar allra, Sigurlaug

    By Anonymous Nafnlaus, at 6:35 e.h.  

  • Það var nú lítið:O) Lætur mig bara vita ef þig vantar eitthvað fleira úr 66°norður:O)

    By Anonymous Nafnlaus, at 2:13 e.h.  

Skrifa ummæli

<< Home