
Ég held það sé alveg óhætt að segja að það verða mjög miklar breytingar hjá okkur fjölskyldunni í næsta mánuði :) Meira um það síðar!!
Veðurguðirnir eru í liði með okkur þessa dagana og það er ótrúlegt hvað þetta blessaða veður hefur áhrif á allt og alla. Mér skilst að sumarið eigi að vera gott og ég vona svo innilega að það verði raunin því ég hef allan heimsins tíma til að dingla mér í sumar. Jonninn minn er líka að fara í fyrsta skipti í ,,alvöru" sumarfrí - þá á ég við langt og gott frí í nokkrar vikur.
Fékk frábæra spurningu í síðustu viku. Ein lítil dama í 1. bekk vissi að ég hafði verið í útlöndum en hún hafði hins vegar ekki tekið eftir að ég er ófrísk!! Henni varð allt í einu litið á bumbuna og segir "HEY - ertu með barn í maganum? Fékkstu það í útlöndum?" :)
Kannski ég fái þá tvíbura af því að ég er nú á leið aftur til London á föstudaginn!!!! ;)
tad er alveg uppahaldid mitt tegar folk viljandi gerir annad folk forvitid...
SvaraEyðagaman ad sja tig um daginn... hafid tad gott tangad til i juli :)
@Svanhildur - múahahah ég veit allavega fátt jafn pirrandi ;) en annars er ekkert mál að segja þér hvað stendur til, bara ekki í gegnum bloggið sem er opið alheiminum því það á eftir að ganga frá lausum endum. Fyrr þorir maður ekki að útvarpa endanlega :)
SvaraEyðaRosa gaman að fá þig aðeins heim, en eigum við bara ekket að hafa það gott eftir júlí eða ;)
úú ég veit ég veit hí hí þetta verður spennandi!!!
SvaraEyða@Jenný - hehe :) Ég er allavega að verða ansi spennt því það er svo stutt eitthvað í þetta og þetta er allt að gerast svo hratt.
SvaraEyðaúff ég er ekkert smá forvitin!!!
SvaraEyða