Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, júlí 19, 2004

....... jájá

Maður er nú ekkert að standa sig í blogginu ....
Jú, jú maður er enn á lífi og allt í lukkunnar velstandi. Matar og menningarhátíðin ný afstaðin og helgin stóð fyrir sínu :) Hrefna og Þórður eru flutt í stórmenninguna á Ósinn!! Mikið er ég nú fegin því ... Eyddi annars helginni í sjoppunni þar sem ég dældi út pylsum og ís og þess á milli kíkti maður kollur og skellti sér á eins og eitt ball. Mjög gaman!! ... svo mörg verða þau orð.
Annars er á dagskránni vinna..... bókuð í brúðkaup um næstu helgi og einhver gleði hjá í V-Hún. Er að fara að glamra eitthvað á hljómborðið ... Well. 
 

fimmtudagur, júlí 08, 2004

Still blogging ;)

Þá sjaldan að maður eyðir dýrmætum sumartíma í tölvu bloggar maður!! :)

Það er komið á hreint hvað ég kem til með að kenna næsta vetur. Tónmenntakennsla á yngra og miðstigi, dönskukennsla í 7-10. bekk og umsjón með 9. bekk. Þótt þetta verði ansi krefjandi hlakka ég bara til.

Menningarferðin til Reykjavíkur var snilld.... Fyrir utan djammið :/
Skellti mér í bæinn(gleraugnalaus) og það fór reyndar ekki alveg eins og plön gerðu ráð fyrir. ÉG fór niður í bæ með Erlu Gísla og þar hittum við Laufeyju og fleiri Króksara. Eitthvað fannst mér ég vera langt á eftir í drykkjunni, enda alveg edrú og hinir vel í glasi og all hressir. Mín lausn á vandanum var að bregða mér í tequila drykkju. Byrjaði á tveimur skotum, fékk mér þá tvö í viðbót og ekkert gerðist, ennþá edrú!!! Þá var ekki hægt annað en að skella í sig 3-4 í viðbót og ég ennþá edrú. Skildi bara ekkert í þessu.... FYRR EN...... allt í einu sveif svona hryllilega á mig að ég vissi ekki muninn á því hvað væri upp og hvað niður!! I wonder why... Samkvæmt lýsingum Erlu hófst gönguferð hjá mér þar sem ég labbaði á alla mögulega ljósastaura og allt sem í vegi varð. Ég kenni gleraugunum um ... Hún kennir drykkjunni um ... Henni fannst það ráð allavega vænlegast að drösla mér heim!! Ég hlýddi!!

Stolið frá Laufeyju:
Annað fréttnæmt sem gerðist um helgina var að við H-vaða skvísur héldum fund á Brennzlunni á laugardaginn. Þar voru ýmisleg mikilvæg málefni rædd, borðaður góður matur og margt fleira. Takk fyrir góðan fund skvísur !! Helstu málefnin sem liggja fyrir hjá okkur eru:
1. Bóka íþróttahús fyrir blakið í vetur
2. Redda hljóðfærum
3. Redda leikreglum í blaki
4. Læra á hljóðfærin
Þegar þessi 4 atriði eru komin þá erum við í þvílíkt góðum málum fyrir veturinn og ekkert sem bíður okkar en að vera heimsfrægir rokkarar og blakspilarar.Já og svo vígði maður nýja gripinn. Spilaði í brúðkaupi... Komst að þeirri niðurstöðu að mér er ekkert allt of vel við of klassískt menntaða organista. Menn verða nú að geta litið aðeins upp frá nótunum ... sjæsehóle. Söng líka eitt Sálarlag og það var spennuatriði í hæsta gæðaflokki. Búin að æfa það einu sinni, rétt fyrir athöfn, því organistinn hafði aldrei heyrt þetta lag áður og byrjaði að hlusta á það tveimur tímum fyrir athöfn. En þetta gekk nú samt allt saman betur en ég nokkurn tímann þorði að gera mér vonir um.

fimmtudagur, júlí 01, 2004

Pressa frá Ágústi ;)

Ég ákvað að láta undan pressu frá Ágústi og uppljóstra einhverju um Blönduósbúskapinn!!

Á Blönduósi þykir ekkert undarlegt að:
A) maður þurfa að byrja á að smala hrútum og rollum af 1. og 9. holu þegar maður ætlar í golf.
B) ákveða að eyða laugardagskvöldi í að prjóna með ömmu sinni.
C) vera kallaður hálfviti í vinnunni. Við stelpurnar í ESSO ,,ráðum" nefnilega bensínverðinu!! ... allavega virðast sumir borgarbúar fullvissir um það.

Annars er bara allt í lukkunnar velstandi. Ég var ekkert að grínast með prjónaskapinn sko!! Gengur reyndar hægt því ég er alltaf að prjóna einhverjar undarlegar lykkjur og fjölga þeim reglulega. Þá þarf maður að taka 10 km rúnt til ömmu sem aldrei gefst uppá að telja mér trú um að þetta komi allt saman á endanum.

Þessa stundina er ég stödd í menningarborginni. Jájá, ég þurfti að fara alla leið til Reykjavíkur til að meika að blogga. Í dag keypti ég mér eins og eina þverflautu í dag!! EKKERT SMÁ SÁTT og ánægð með nýja gripinn. Ætla ekkert að uppljóstra hér hvað hún kostaði, hóst hóst, en hún er öll úr ekta silfri blessunin. Ég á nefnilega von á svo frábærum kjarasamningum eftir verkfallið í haust ....
EN flautan verður allavega vígð í brúðkaupi í Kópavogskirkju á laugadaginn!!

Nýi skálinn á Dósinni er alveg að standa fyrir sínu. Við erum nú að tala um að sú stóra bylting hefur átt sér stað að þar fæst bæði bragðarefur og beikonpylsa!!... Já, já. Allt að gerast á landsbyggðinni. Maður þarf bara ekkert að fara til Reykjavíkur oftar.

AÐ LOKUM!! Mér finnst að einhver eigi að vera svo sniðugur að gefa mér kettling. Mig langar svo í einn lítinn hnoðra (þótt mig langi auðvitað miklu meira í hund). Vandamálið er hins vegar að mér gengur ekkert allt of vel að telja mömmu á þetta dæmi... Hvað getur hún samt sagt ef einhver gefur mér litla sæta kisu?? Ekki getur hún haft á samviskunni að úthýsa litla sæta greyið!! ;)