Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, júlí 17, 2005

Strákarnir mínir :)

Get bara ekki annað en montað mig af tveimur mikilvægustu karlmönnunum í lífi mínu.

Ég er að tala um þá félaga Heiðar og Heimi. Þeir voru á meistaramótinu í golfi og Heimir bróðir vann mótið með glæsibrag. Hann byrjaði mjög illa fyrsta daginn en tók þetta á lokasprettinum & spilaði á 80 höggum á fjórða og síðasta deginum, lækkaði sig um fjóra í forgjöf og alles. Í 2. sæti var svo hann Heiðar minn :)

TIL HAMINGJU!! - Ekkert smá stolt af ykkur :)

föstudagur, júlí 08, 2005

TIL FRÓÐLEIKS:

Það er EKKI GAMAN:

- að skera gott stykki af puttanum af sér með ostaskera í staðinn fyrir ostasneið!!
Já mæli endilega með því að fólk sé ekkert að reyna þetta atriði heima hjá sér.

Það er EKKI GÁFULEGT:

- að vera svo utan við sig að setja í þvottavél, taka svo úr henni nokkrum tímum seinna, brjóta saman og uppgötva að þvottur hefur hingað til ekki komið þurr út úr þvottavélum, sem þýðir að ég hafði aldrei sett þvottavélina af stað, enda grunsamlega skrítin lykt af fötunum.

REYNDAR ...

Getur verið að ég hafi sett í þurrkarann í millitíðinni en svei mér þá, ég hef bara ekki hugmynd um það. Svo illa haldin af utangáttu var ég í gær!!

þriðjudagur, júlí 05, 2005

Fyrir þá sem vilja vita ...

- Komin heim frá Noregi
- Þar var MJÖG gaman og MJÖG heitt
- Það er kalt á Íslandi
- Ég er að brasa í því að setja inn fleiri myndir og fleiri myndir
- Hægt að fylgjast með albúminu utanlandsferðir 2005 næstu daga
- Ég er í mömmó út vikuna - tvær endalaust sætar skvísur.
- Jón Örn er að koma heim. Ég hlakka til að sjá hann.

BLESS