Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, júní 30, 2006

HOW DO YOU LIKE IT !?!

Kominn tími á að setja bloggið í sumarklæðnað - hvernig líst ykkur á breytinguna? Er reyndar í smá vandræðum, næ ekki að vista breytingarnar þannig að það sé hægt að skrolla alla leið niður. Ef einhver kann lausn við því, please tell me ;)



Annars lýsi ég yfir ánægju minni með veðurguðina þessa dagana. Ég er ekki frá því að sólin létti lundina alveg um heilan helling. Erum búin að vera dugleg að fara í gönguferðir og ég er orðin öllu fróðari um Skagaströnd. Þórdís kom líka í menningarferð þangað í gær og það var yndislegt að fá hana og taka smá rölt með henni um bæinn. Ég sakna þess svo mikið að hafa ekki lengur mínar bestu vinkonur í göngufæri við mig!! Fann það svo voðalega mikið eitthvað þegar hún kom hvað mig hefur vantað það mikið undanfarið...

** Annars athyglisverðar auglýsingar í dagblöðum landsins :)
- Skv. Frétta- og Morgunblaðinu er ég að fara að leika á fiðlu á laugadaginn .. fiðlan mín er nú samt silfurlitað blásturshljóðfæri.

En jæja .. nú væri gaman að fá einhver komment á þetta, eiginlega alveg must svo maður verði ekki að einhverjum lonely bloggara. Góða helgi.

mánudagur, júní 26, 2006

Takk fyrir lánið Kristín mín;) Hlakka til að fá þig heim!!

Núverandi föt; Dökkbrúnar buxur, svartir skecher skór, svartur hlýrabolur og svartur Vero Moda bolur

Núverandi skap; Nokkuð gott miðað við vonbrigði helgarinnar HELVÍTIS HROSS!!

Núverandi hár; Engar breytingar þar á ferð, ljóst í styttum.

Núverandi pirringur; Tyggingafélagið.. ef það er rétt eins og fyrstu svör benda til að þeir bæti mér ekki tjón sunnudagsins!!!!

Núverandi lykt; Love Spell frá Victoria Secret

Núverandi hlutur sem þú ættir að vera að gera; Ekkert að bíða eftir mér eins og er ....

Núverandi skartgripir; Armband sem mér þykir ótrúlega vænt um, fékk það fá Heimi bróður þegar ég útskrifaðist úr KHÍ. Hringur úr gulli og hvítagulli með rauðum steini sem mér þykir líka ótrúlega vænt um og er alltaf með, fékk hann í stúdetsgjöf frá mömmu.

Núverandi áhyggja; Að taka ákvörðun um mál sem þarf að vera komin niðurstaða á ca um næstu helgi.

Núverandi uppáhalds leikari; Hugsi - hugsi. Engin sérstök, komin yfir að halda uppá Juliu Roberts. Hins vegar finnst mér alltaf smá skondið að horfa á Courtney Thorne-Smith þar sem ég hef heyrt oftar en einu sinni og oftar en tvisvar að við séum líkar, en ég get bara ekki með nokkru móti séð neitt líkt með okkur nema ljóst hár.

Núverandi löngun; Myndi ekkert slá höndinni á móti t.d. Prince Polo.

Núverandi tónlist; Þessa dagana hlusta ég á tónlistina hans Birkis Rafns hvern einasta dag í bílnum á milli Skagastrandar og Blönduóss.

Núverandi ósk; Að lifa hamingjusömu lífi .....

Núverandi texti á heilanum; Enginn sem hefur heltekið heilann í augnablikinu.

Núverandi undirföt; Bleikur brjóstahaldari frá gap og nærbuxur í svipuðum stíl. Rosa flott :)

Núverandi eftirsjá; Ekki orð um það ...

Núverandi display pic; Ég man það ekki, svei mér þá.

Núverandi áætlanir fyrir kvöld; Ekkert háheilagt. Má vera að ég kíki í golf, kemur í ljós. Svo er einn og einn staður sem bíður líka eftir að vera tekinn í gegn. Í marga daga hef ég líka verið á leiðinni að lyfta og hlaupa. Æ kemur allt í ljós.

Núverandi vonbrigði; Enn og aftur .... Tryggingarfélög og ósvífni mannskepnunnar!!

Núverandi skemmtun; Tjah?

Núverandi ást; Það eru ansi margir sem ég elska og gæti ekki verið án!!

Núverandi manneskja sem ég forðast; Ljótt að segja það en stundum ef ég sé fólk sem ég veit ekki hvað ég á að segja, af því að ég þekki það en samt ekki, þá forðast ég að láta það sjá að ég sjái það til að koma mér hjá vandræðalegu samtali.

Núverandi hlutir á veggnum; Myndir...

Núverandi uppáhalds bók; The Courious Incident of the Dog in the Night-time eftir Mark Haddon. Algjör skildulesning.

Núverandi uppáhalds mynd; Engin... Ég gæti auðveldlega lifað án sjónvarps.

Núverandi uppáhalds hljómsveit; Ekki gott að segja heldur... Fer svo voðalega mikið eftir stað og stund.

Núverandi uppáhalds þáttur; Held hreinlega að Lost sé eini þátturinn sem ég passa virkilega uppá að missa ekki af.....

Núverandi uppáhalds lag; Ég hreinlega þekki ekki nöfnin á lögunum hans Birkis en það eru allavega tvö af þeim sem eru í algjöru uppáhaldi hjá mér núna ...

Núverandi lag sem þú hlustar á; Eitthvað lag sem ómar í fjarska í útvarpinu.

Núverandi inneign; Er í áskrift .!.

Núverandi símavinur; Jonni

Núverandi hlutur til að vera stolt af; ÉG er rosalega stolt af mörgum í kringum mig en hvað varða sjálfa mig þá er ég í augnablikinu stolt af því að komast uppá Spákonufell í fyrsta sinn um helgina og það ekki auðveldustu leiðina.

Núverandi pæling; Hvað framtíðin ber í skauti sér ....

þriðjudagur, júní 13, 2006

USA (Boston)

Jæja. Komin heim frá Boston og þótt það sé nú alltaf frábært að fara út þá er ennþá betra að koma heim aftur!! Er gjörsamlega komin með uppí kok af ferðalögum ...... í bili ;)

En svona aðeins af ferðinni þá verslaði ég að sjálsögðu heil ósköp, enda hvernig annað hægt!! Fór og skoðaði Harvard og lenti í lífsháska á minn mælikvarða þar. Að standa alein í gluggalausu, litlu herbergi og vera allt í einu með hurðarhúninn í höndunum og hurðin læst er ekki skemmtilegt. TREYSTIÐ MÉR.

Svo sá maður auðvitað hinn víðfræga Cheers bar og dinner cruise siglingin stóð fyrir sínu. Fengum frábæran mat um borð og síðan voru þrír söngvarar sem sáu um fjörið og endað á diskóteki um borð.

Fór líka og hitti hana Elfu Þöll og átti með henni tvo frábæra sólarhringa. Hlakka mikið til að kíkja á hana þegar hún kemur í heimsókn á Ísland í ágúst með tilvonandi litla kríli :)

Að sjálfsögðu áttu skólaheimsóknir líka sinn þátt í ferðinni. Fór í þrjá mjög ólíka skóla, allt frá einkaskóla þar sem nemendur borga yfir milljón á ári fyrir að sitja í og alveg á hinn endann í skóla þar sem aðeins 6 nemendur af um 700 eru hvítir og 95 % nemendanna undir svokölluðum fátækramörkum og hafa allir upplifað að einhver í þeirra fjölskyldu eða þekkja til einhvers sem hefur verið myrtur. Mjög stór prósenta af nemendunum hafa líka átt heima í flóttamannabúðum svo það er óhætt að segja að maður hafi verið að skoða og upplifa eitthvað algjörlega nýtt!!

En jamm, ætla ekkert að hafa þessa ferðasögu lengri.... Sé fram á að ég muni blogga í algjöru lágmarki í sumar, margar góðar ástæður fyrir því..... Get ekki alveg útskýrt það þannig að það eigi heima á veraldarvefnum.....

Kveð í bili - Hugrún