Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, mars 30, 2007

BARNAAFMÆLI

Almáttugur hvað við kærustuparið erum fegin að það er HEILT ÁR í næsta barnaafmæli :-D Það er gaman á sinn hátt að halda þessi afmæli en alltaf alveg andskoti gott og rólegt þegar því er lokið :) Þá er bara seinni hálfleikurinn eftir - fjölskylduafmæli!! :) Stóra stelpan okkar himinlifandi með daginn enda búin að telja fólki trú um að hún ætti ekkert afmæli á miðvikudaginn eins og hún átti. Henni fannst hún nefnilega ekkert eiga afmæli af því að veislan var ekki sama dag.

Annars er ég bara alls ekkert hress núna. Flensuhelvítið hlaut að ná í rassgatið á mér og ég er bara full af kvefi og með hálsbólgu og það á versta tíma. Fermingarathöfn hjá mér á Höskuldsstöðum á sunnudag og svo páskadagskrá í kirkjunni. En það verður að taka því sem að höndum ber og vona að heilsan lagist hið snarasta!!

Fékk ÆÐI PÆÐI símtal í dag. Það var hún Svanhildur mín rétt ókomin heim í smá frí frá tískuheiminum í Danmörku. Hún lifir ekki og hrærist í þessum bransa fyrir ekki neitt og hún aðeins að missa sig í óléttufötunum handa mér :) Ekkert smá spennt að fá hana heim í nokkra daga!!

Kveð í kvöld.

2 Comments:

  • hehe takk takk :)
    en tu att nu eftir ad sja tad sem eg er med ;)
    en ju audvitad vel eg vel... svo eg hef engar ahyggjur ;)

    By Anonymous Nafnlaus, at 12:17 f.h.  

  • @Svanhildur - eins gott fyrir þig, hehe, nei nei ég hef ekki nokkrar áhyggjur og hlakka til að klæðast nýjum kjól í fermingunni :) Njóttu Kanarí og hlakka til að sjá þig!!! ÉG bregð mér til London þegar þú kemur heim.

    By Blogger Hugrún Sif, at 11:17 f.h.  

Skrifa ummæli

<< Home