Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, desember 20, 2004

Helgarreisan ....

Þá er enn ein helgin gengin í garð.
Hin notalegasta helgi sem innihélt m.a. jólaboð .. Ég kann að gera uppstúf eftir helgina :) Alltaf lærir maður eitthvað nýtt, og það kemur kannski einhvern tímann að því að maður verður myndar húsmóðir!!

Stærsti viðburður helgarinnar var samt að ég var að stjórna Kammerkór Reykjavíkur!! Það gekk bara vel .. eða svona :)... og ég fór að hugsa um það eftirá hvað maður er heppinn að fá að spreyta sig á þessum kór. Í þessum kór er bara sönglært og mjög vant fólk þannig að þau fylgja öllu handapati samviskusamlega. Þess vegna lærir maður svo mikið á því þegar maður gerir einhverja bölvaða vitleysu.
Kórinn söng líka sama daginn í Hjallakirkju í jólamessu!! Það er svo merkilegt með það að ég fæ alltaf einhverja voðalega góða tilfinningu þegar ég er í kirkju. Ég held svei mér þá að ég sé á rangri hillu og hefði átt að gerast prestur í staðin..!!


Nú er bara jólafrí og eintóm gleði framundan .... já og hún Linda mín er að koma heim í dag. Ég hlakka mikið til að sjá skvísuna eftir Danmerkurdvölina hennar. Það hafa allir gott af því að búa í Danmörku :)

fimmtudagur, desember 16, 2004

Þetta er ég að bralla þessa dagana .......

16.12.2004 Styrktarsöfnun hafin til kaupa á nýju hljómborði fyrir Grunnskólann á Blönduósi:
Hugrún Sif Hallgrímsdóttir, tónmenntakennari við Grunnskólann á Blönduósi, er þessa dagana að senda út bréf til einstaklinga og fyrirtækja þar sem hún óskar eftir styrk til kaupa á hljómborði fyrir skólann. Að hennar sögn er píanó skólans nánast öskuhaugamatur og án góðs hljómborðs eða píanós sé nánast ómögulegt að halda uppi metnaðarfullri kennslu. Einnig hefur hún nýlega stofnað barnakór við grunnskólann og geri það þörfina fyrir gott hljóðfæri enn meiri. Telur hún að hljómborð komi til með að nýtast betur en píanó í kennslunni þar sem það er meðfærilegra og gefi þannig möguleika á að nota það víðsvegar um skólann og bæinn því skólakór grunnskólans komi t.d. vonandi til með að syngja á ýmsum uppákomum og sé þá nauðsynlegt að hafa hljóðfæri við höndina.
Hljómborð af heppilegri gerð kostar á bilinu 120 - 180 þúsund og eru öll fjárframlög vel þegin því margt smátt gerir eitt stórt. Ef einhverjir hafa áhuga á að styrkja þetta góða málefni er að sjálfsögðu hægt að hafa samband við Hugrúnu í Grunnskólanum. mbb

Heimild: www.huni.is

fimmtudagur, desember 09, 2004

HORN :)

UUUuuuu ...

Ég hef oft verið nálægt því að ganga fram af mömmu þegar ég er að dröslast með einhver hljóðfæri inní húsið heima. ÉG held ég þori ekki heim með nýjasta uppátækið!! ...

Í framsætinu á bílnum mínum situr horn eins og herforingi og bíður þess að ég þenji það. Jebbs ... Þetta verður nýjasta heimilistækið og er ég ansi hrædd um að ég eigi eftir að gera heimilisfólkið brjálað út í mig.

Hjá mér er ekki sportið að eignast ný rafmagnstæki eða eitthvað því um líkt heldur finnst mér ekkert skemmtilegra en að læra á nýtt hljóðfæri eða eignast nýtt hljóðfæri.

Heh ... Það þarf þolinmótt fólk í búskap með mér :)

miðvikudagur, desember 08, 2004

Here I come ....

Myndi fólk trúa því ef ég segðist hafa staðfest komu mína til útlanda í gærkvöldi!!! ... OG hvert skildi ég nú vera að fara????

Ein vísbending .. Fer stundum þangað ;)

København ... jeg er på vej!! Brottför 16. mars og heimkoma 20. mars. Reyndar í mikilvægum erindagjörðum. Uppfæra dönskuna mína sem dönskukennari og syngja á tveimur tónleikum. Ji hvað ég hlakka til!!

Annars á heldur betur eftir að mæða taugunum mínum um helgina. Frumraun mín sem kórstjóri er í aðsigi. Ég er með 16 þrusuklárar og skemmtilegar stelpur í kór og þær eru að fara að syngja í fyrsta sinn opinberlega undir minni stjórn!! En þær eru svo klárar að ég hef ekki nokkrar áhyggjur af því að þetta fari ekki allt saman vel hjá okkur.

fimmtudagur, desember 02, 2004

Tónlistarlíf ...

Ég veit ekki hvað ég er stundum að þusa um smábæjarlífið ...!!
Gerist þetta nokkuð skemmtilegra!! Í gærkvöldi var fyrsta æfing allra sem taka þátt í jólasyrpu á aðventutónleikum í kirkjunni eftir rúma viku. Þarna var komin lúðrasveitin og fullt af kórafólki samtals um rúmlega 50 manns. Í hópnum má finna mig, að sjálfsögðu, afa, ömmu, systur mömmu og dætur hennar. Semsagt ágætis ættarmót þarna .. já og úr minni fjölskyldu koma þrír ættliðir, og geri nú aðrir betur. Þarna dillar maður sér og sveiflar með fjölskyldunni og finnst sko ekkert sjálfsagðara. Ji, hvað þetta verður mikið stuð.

Annars eru fyrstu söngdeildartónleikarnir mínir sem undirleikari á morgun. Jamm, varið ykkur þarna eru nefnilega stórstjörnur á ferð. Þær eru samt ódýrari en hann Kristján Jóh í rekstri. Ég meina það er náttúrulega alveg ,,agalegt" að maðurinn þurfi að sofa heima hjá systur sinni og borða íslenskan mat..... Hann á örugglega aldrei eftir að bíða þess bætur ... Held að maðurinn ætti aðeins að fara að athuga sinn gang þegar hann opnar á sér munninn.