Stór undarlegt!!
Það er þrennt stór undarlegt við mig:
1. Mig klæjar rosalega í eyrun þegar ég drekk heitt kakó.
2. Nöglin af stóru tá á vinstri fæti dettur reglulega af.
3. Ef ég er andvaka og reyni að telja kindur þá gefst ég strax upp því þær koma alltaf hlaupandi í hópum og ég næ ekki með nokkru móti að telja þær.
Einhverjar undarlegar sögur af ykkur að segja????
1. Mig klæjar rosalega í eyrun þegar ég drekk heitt kakó.
2. Nöglin af stóru tá á vinstri fæti dettur reglulega af.
3. Ef ég er andvaka og reyni að telja kindur þá gefst ég strax upp því þær koma alltaf hlaupandi í hópum og ég næ ekki með nokkru móti að telja þær.
Einhverjar undarlegar sögur af ykkur að segja????

Af hverju er það svona mikið ekta ég að mölbrjóta eina af jólagjöfunum sem ég ætlaði að gefa?? Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem mér tekst það .. Ég braut einu sinni jólagjöfina hennar Lindu og það versta var að það var á aðfangadag. Hún fékk því brotna jólagjöf, gaman gaman, en ég skipti henni nú auðvitað fyrir hana eftir jólin. Sem betur fer hafði ég vit á því að brjóta gjöf snemma í ár þannig að ég hafði tíma til að kaupa aðra. Auðvitað lenti ég á sama afgreiðslumanninum og honum fannst ég nú frekar mikil brussa því hann hafði eytt mörgum mínútum í að pakka gripnum inn svo hann myndi ekki brotna. En auðvitað vafðist það ekki fyrir mér!! Fólkið í búðinni hafði svo mikla samúð með mér yfir þessum klaufaskap að ég fékk doldinn afslátt þegar ég keypti gjöfina AFTUR.
Ég veit að monthanar eru hundleiðinlegir EN ég má til með að tjá mig um eitt. Hver man eftir því þegar ég var að tapa mér yfir aðferðafræði fyrir nokkru??? Ég lét öll blótyrði íslenskunnar fjúka og það fór fram hjá fáum sem voru nálægt mér að mér var ekki skemmt!!! Ég gaf út þá yfirlýsingu að ég yrði heppin ef ég fengi 4 í einkunn, mér fannst frammistaðan ekki til að hrópa húrra fyrir. Nú er einkunnin komin í hús.... og ég fékk 10,0, takk fyrir túkall. Fyrst glápti ég á skjáinn í smástund, svo hugsaði ég með mér að þetta hlytu að vera mistök, svo las ég umsögn sem fylgdi með og sá að þarna var ekkert grín á ferðinni, fékk fullt fyrir alla hluta .. Síðan hló ég mig máttlausa vel og lengi .... og nú er ég farin að spá í hvernig í andskotanum þetta má vera. Ekki átti ég þessa einkunn skilið, svo mikið er víst
Ég hef oft fengið komment á það í gegnum ævina að ég sé svo frökk og að ég láti vaða á allan fjandann!!! Ég hef nú lítið tekið mark á þessu því mér finnst ég svo mikil hæna ... Pælingarnar fóru hins vegar á smá flakk áðan ...