** Brúðkaup og aftur brúðkaup **

Síðustu tvær helgar vorum við hjúin viðstödd brúðkaup.
Um helgina voru það Birgir Leifur og Elísabet. ÁN EFA eitt af þeim allra skemmtilegustu samkvæmum sem ég hef farið í fyrr og síðar. Það sem stóð samt upp úr þennan dag var hún Svanhildur Sóley, litla frænka, sem söng svo fallega og vel að hún tók litla hjartað mitt gjörsamlega og pakkaði því saman. Ansi mörg tárin sem runnu niður kinnarnar hjá minni.
Annars var svo margt fleira sem ég var dolfallin yfir:
-Stebbi Hilmars fór á kostum í kirkjunni. Nokkur tár þar.
-Maturinn var tærasta snilld!
-Brúðguminn söng fyrir brúðurina! Vá þvílíkt hugrekki - og ekki spillti fyrir að hann skilaði söngnum með glæsibrag. Leyndir hæfileikar þar á ferð.
-Þórður Rafn söng "Loksins ég fann þig" og gerði það snilldarlega.
Já og svo má ekki gleyma að kvöldið endaði á að fjölskyldan sem og aðrir veislugestir dönsuðu af sér alla limi undir stjórn Magga Kjartans og Helgu Möller. Nú bíða allir spenntir eftir næsta brúðkaupi í fjölskyldunni og búið að setja pressu á Ragnar og Bryndísi :)