Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, desember 17, 2003

Stór undarlegt!!

Það er þrennt stór undarlegt við mig:

1. Mig klæjar rosalega í eyrun þegar ég drekk heitt kakó.
2. Nöglin af stóru tá á vinstri fæti dettur reglulega af.
3. Ef ég er andvaka og reyni að telja kindur þá gefst ég strax upp því þær koma alltaf hlaupandi í hópum og ég næ ekki með nokkru móti að telja þær.

Einhverjar undarlegar sögur af ykkur að segja????

föstudagur, desember 12, 2003

Jólagjafir

Af hverju er það svona mikið ekta ég að mölbrjóta eina af jólagjöfunum sem ég ætlaði að gefa?? Þetta er sko ekki í fyrsta sinn sem mér tekst það .. Ég braut einu sinni jólagjöfina hennar Lindu og það versta var að það var á aðfangadag. Hún fékk því brotna jólagjöf, gaman gaman, en ég skipti henni nú auðvitað fyrir hana eftir jólin. Sem betur fer hafði ég vit á því að brjóta gjöf snemma í ár þannig að ég hafði tíma til að kaupa aðra. Auðvitað lenti ég á sama afgreiðslumanninum og honum fannst ég nú frekar mikil brussa því hann hafði eytt mörgum mínútum í að pakka gripnum inn svo hann myndi ekki brotna. En auðvitað vafðist það ekki fyrir mér!! Fólkið í búðinni hafði svo mikla samúð með mér yfir þessum klaufaskap að ég fékk doldinn afslátt þegar ég keypti gjöfina AFTUR.

þriðjudagur, desember 09, 2003

I´m going crazy :)

Ég veit að monthanar eru hundleiðinlegir EN ég má til með að tjá mig um eitt. Hver man eftir því þegar ég var að tapa mér yfir aðferðafræði fyrir nokkru??? Ég lét öll blótyrði íslenskunnar fjúka og það fór fram hjá fáum sem voru nálægt mér að mér var ekki skemmt!!! Ég gaf út þá yfirlýsingu að ég yrði heppin ef ég fengi 4 í einkunn, mér fannst frammistaðan ekki til að hrópa húrra fyrir. Nú er einkunnin komin í hús.... og ég fékk 10,0, takk fyrir túkall. Fyrst glápti ég á skjáinn í smástund, svo hugsaði ég með mér að þetta hlytu að vera mistök, svo las ég umsögn sem fylgdi með og sá að þarna var ekkert grín á ferðinni, fékk fullt fyrir alla hluta .. Síðan hló ég mig máttlausa vel og lengi .... og nú er ég farin að spá í hvernig í andskotanum þetta má vera. Ekki átti ég þessa einkunn skilið, svo mikið er víst

mánudagur, desember 08, 2003

Ljósmyndun


Ég kann sko að velja mér dýra ljósmyndara þegar mér dettur í hug að fara í myndatöku!!! Ein mynd kostar litlar 15.000 kr, gjafaverð, fjúff .... Myndin er tekin á rauðu ljósi ..... eða mér fannst það reyndar bara ljósrautt sko. Mín veika von er hins vegar sú að Karen hafi rétt fyrir sér um að blossinn sem ég sá, hafi verið tóm ímyndun!!! ÉG hefði átt að eyða minni tíma í að reyna að siða Beninn til á ljósunum hérna á árum áður. Ég er svona 10 sinnum "litblindari".

En annars er nægur tími til bloggskrifa þessa dagana því ég er búin í prófum :) Ég er samt ekkert að monta mig sko, múahahahahaha.

laugardagur, desember 06, 2003

GO ARDÍS :)


Minns lét sig að sjálfsögðu ekki vanta í Smáralindina!!!! Mín manneskja stóð sig eins og hetja ... ÉG var ekkert smá stolt af henni og hún söng að mínu mati frábærlega. Þetta þýðir að ég verð að fresta heimförinni á Blönduós því ég get að sjálfsögðu ekki látið mig vanta næsta föstudagskvöld :) Annars voru Kalli og Anna Katrín líka í náðinni hjá mér í kvöld!! Ég stend hins vegar ennþá við orð mín að Helgi sé ekki góður söngvari ... en þvílíkur sjarmur :) ..... svo fannst mér Jón ekki nógu góður en samt fegin að hann komst í gegn. ÉG verð að segja að ég held að það hafi dáldið mikið með lookið að gera að Sessý komst ekki áfram. Hún var langt frá því að vera í hópi þeirra slökustu. En eru ekki annars bara allir sáttir???

þriðjudagur, desember 02, 2003

Snargeðveik

Ég hef oft fengið komment á það í gegnum ævina að ég sé svo frökk og að ég láti vaða á allan fjandann!!! Ég hef nú lítið tekið mark á þessu því mér finnst ég svo mikil hæna ... Pælingarnar fóru hins vegar á smá flakk áðan ...
Ég fékk símtal um það hvort ég væri ekki til í að stjórna Kammerkór Reykjavíkur á Laugaveginum á laugadaginn. Ég sagði bara já án þess að hugsa mig tvisvar um. Þegar ég var búin að kveðja manninn mundi ég eftir einu "smáatriði"

A) Síðan hvenær kann ég að stjórna kór??? ..... OBBOBOBB!! Ég bara kann það ekki .... Skítt með það ....!! Ég læt bara vaða ....

Ekki veit ég ennþá hvernig ég þorði að þjálfa kórinn í DK því ég kunni varla tungumálið, allavega fyrst um sinn og ekki kunni ég neitt í kórstjórnun. Þetta voru 50 stk. musik nemar, flestir ef ekki allir eldri en ég .... EN ég lét bara vaða.

Á framhaldsskólaárunum fór ég í nokkrar Lúðrasveita- og kóræfingabúðir og var þá helsta fórnarlamb þess að taka við helmingnum af hópnum og kenna honum .... Ekki kunni ég það ... Lét bara vaða.

Ég held ég hafi samt grætt heilmikið á þessu öllu saman ... og reynslupokinn smá saman stækkar ....!! Mottóið mitt er að hlutirnir fari allavega aldrei verr en illa ....

Vona bara að Guð og lukkan verði með mér á laugadag ......