Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

sunnudagur, ágúst 28, 2005

** Brúðkaup og aftur brúðkaup **


Síðustu tvær helgar vorum við hjúin viðstödd brúðkaup.

Um helgina voru það Birgir Leifur og Elísabet. ÁN EFA eitt af þeim allra skemmtilegustu samkvæmum sem ég hef farið í fyrr og síðar. Það sem stóð samt upp úr þennan dag var hún Svanhildur Sóley, litla frænka, sem söng svo fallega og vel að hún tók litla hjartað mitt gjörsamlega og pakkaði því saman. Ansi mörg tárin sem runnu niður kinnarnar hjá minni.

Annars var svo margt fleira sem ég var dolfallin yfir:

-Stebbi Hilmars fór á kostum í kirkjunni. Nokkur tár þar.
-Maturinn var tærasta snilld!
-Brúðguminn söng fyrir brúðurina! Vá þvílíkt hugrekki - og ekki spillti fyrir að hann skilaði söngnum með glæsibrag. Leyndir hæfileikar þar á ferð.
-Þórður Rafn söng "Loksins ég fann þig" og gerði það snilldarlega.

Já og svo má ekki gleyma að kvöldið endaði á að fjölskyldan sem og aðrir veislugestir dönsuðu af sér alla limi undir stjórn Magga Kjartans og Helgu Möller. Nú bíða allir spenntir eftir næsta brúðkaupi í fjölskyldunni og búið að setja pressu á Ragnar og Bryndísi :)

þriðjudagur, ágúst 16, 2005

Gaman af þessu.....

Nú er orðinn svolítill tími síðan kallinn ritaði nokkur orð .... Margt hefur drifið á daga manns undanfarið t.d útlönd, danskir dagar í hólminum sem nota bene var mjög gaman og virtist vera mjög vel skipulögð hátíð .

Ég og spússa mín ásamt Jóni og Þordísi fórum sem hefur áður komið fram á danska daga í Stykkishólmi um síðustu helgi. Þetta var rosa stuð og við fjórmenningarnir skemmtu okkur konunglega. Síðan fengum við fullt af góðum hugmyndum fyrir okkar ágætu hátið Mat og menningu og ætlumst til að við verðum í skipulagsnefnd að ári :) Þetta var gömul verslunarmannahelga stemmning kúlutjald og einnota grill:)

Nú er skólinn að hefjast aftur eftir sumarfrí og það verður gaman að takast á við þessar elskur í vetur . Manni sýnist að allir séu nokkuð vel stemmdir fyrir veturinn.

annars bara allt gott að frétta af norðurlandinu og við bröggust vel hér á Blönduósi.

Virðingarfyllst
Heiðar Logi

sunnudagur, ágúst 07, 2005

Alt muligt

Það veitti sko aldeilis ekki af því að taka til hendinni á heimilinu eftir að við hjúin komum heim úr sumarfríinu!! Við vorum nefnilega svo "heppin" að á meðan fjarveru okkar stóð fengum við minnst tvisvar óboðinn gest sem var svo almennilegur að skíta m.a. inni í stofu, baðherbergi og í svefnherberginu okkar. Bévítans fuglar.


Annars ætlaði ég bara að flytja þau svakalegu tíðindi að við dröttuðumst loksins til að kaupa okkur heimasíma. Það er víst ekki nóg að eiga símanúmer ef símtækið er ekki til. Síminn hefur enn ekki hringt - snökt snökt - og ég sit spennt við símann og bíð eftir fyrstu símhringingunni ;) 452-4464.

Mér fannst ég nokkuð öflug í morgun!! Sunnudagsmorgunn og mín vöknuð fyrir kl.07, ekki beint fótaferðatími hjá mér í sumarfríi, komin á Hóla í Hjaltadal kl.09.00 og mætt til messu kl.11 að syngja fyrir biskupinn!! .. og hana nú sagði hænan.

Ég mæli alls ekki með því að vera mikið á ferð hálf nakinn um húsið sitt þegar maður er með leigjendur. Hélt ég væri nokkuð seif svona eldsnemma á sunnudagsmorgni en svo taldi leigjandi minn víst líka vera og mættumst við á röltinu ég á g-streng og hann á tippinu. Shit.

föstudagur, ágúst 05, 2005

Snilldar skilgreining

Á sörfi mínu á netinu rakst ég á snilldar útskýringu Elvu Bjarkar á sameiginlegu viðutan vandamáli okkar:

"Já Norge var bara mjög skemmtileg var þarna með annari Grétu , og Hugrúnu sem er sálufélagi minn hvað varðar þann kima sálarinnar sem hefur að geyma eiginleikan að vera viðutan, en einstaklingar með þetta einkenni virðast oft vera í einir í sínum einkaheimi og hafa því ekki góða hugmynd um hvar svona veraldlegir þessa heims hlutir svosem kort , símar, merkilegir miðar , tannburstar og þvíumlíkt endar. Þar sem líkami okkar starfar í þessum heimi og hann lætur ýmsa hluti á ýmsa staði án þess að hugurinn við það var hann er eiithvað annað að gera . Spurning um að stofna félag svona VA eða viðutan anonumus eða ÍSEHAAGÖA sem væri þá "í sínum eginn heimi alltaf að gleyma öllu anonumus"."

Það er ljúft að til sé fólk sem skilur hvernig hægt er að skilja við sig alla mögulega og ómögulega hluti án þess að hafa nokkra hugmynd um það.

fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Lífshætta!!!


Þá er maður kominn til landsins og er að hugsa um að vera bara heima næstu mánuði því ég var að uppgötva að þetta var í fjórða sinn sem ég brá undir mig betri fætinum og fór úr landi á síðustu 9 mánuðum...

Annars hin besta ferð í alla staði og ætla ekkert að tíunda hana frekar hér, nema það að ég lenti í smávegis hremningum síðasta daginn minn.

Ég var búin að pakka öllu og var að leggja í hann út úr herberginu til að skila hótel lyklunum og ætlaði aldeilis að fara heim í nýju flottu puma skónum mínum ***

Þegar ég var rétt við það að smeygja fætinum ofan í skóinn kemur þá ekki röltandi þessi líka riiiiisssssa stóri - ógeðslegi kakkalakki - helvítið á honum - UPP ÚR SKÓNUM MÍNUM..!! Já við erum ekkert að tala um neina maurastærð börnin góð.

Ég var ekki lengi að taka til fótanna, henti helvítis skónum úr höndunum á mér, tók hraðasta sprett EVER út á svalir og uppá stól og þessu fylgdi auðvitað tilheyrandi öskur af miklum tilþrifum... Ég er handviss um að hann ætlaði að éta mig og hafa Heiðar í eftirrétt.

Obrigada!!