MÁNUDAGUR .!.
ÉG vona að í garð sé gengið andvökutímabil sem fólst í því (nú tala ég í þátíð því ég ætla að vera svo bjartsýn) að ég í svona 2-3 vikur eiginlega vakti yfir mig því þótt ég væri alveg daaaauuuuðþreytt þá bara sofnaði ég ekkert og lá dag eftir dag eftir dag vakandi í svona 4-5 klst. og þegar það endurtekur sig margar nætur í röð þá kemst maður ansi nálægt því að verða geðveikur. G E Ð V E I K U R.
Ég veit ekki hvaða hollráð ég var ekki búin að reyna. Passaði mig aldeilis á að sofna ekki eftir vinnu, búin að lesa heil ósköp, hlusta á róandi tónlist, telja kindur sem ég reyndar get alls ekki því þær koma alltaf hlaupandi í hópum, slaka á einum vöðva í einu (ráð úr vinnunni) og nýjasta nýtt jóga. En eins og ég segi, ég held svei mér þá að ég sé komin yfir þetta helvíti ....



kann vel við að hafa hann sem heimavinnandi húsmóður :) Ég hef ekki þurft að setja í svo mikið sem eina þvottavél, eldað eina máltíð sem var ekki meiri eldamennska en makkarónugrautur og rykið bara hverfur sjálfkrafa .... Jú - ég reyndar setti upp einar eldhúsgardínur.
