Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, júní 28, 2005

Kúkur í lauginni ....

Sælt veri fólkið...

Allt gott hér hún Hugrún er í Noregi og hefur það bara gott þar. Það er 25 stiga hiti þar og sól ... Öss ... Helvítis... en það er gott að henni líður vel. Hún er sem leder í vinabæjarheimsókn Blönduósbæjar sem er Moss í Norge og þema er Afrískir dansar hversu súrt sem það er nú ..

En ég lenti í fyndnu atviki í dag . Þannig var það að ég og Sædís (dóttir mín ) og ég fórum í sund í pollinum á Blönduósi og með í för voru Þórdís , Björn Ívar og barnapían hans Björns hún Erla . Haldiði bara ekki að hann litli kútur hafa bara látið einn gossa í pottinn eða ekki í pottinn heldur getum við orðað það að fólk hefði haldið að blessað barnið væri með gyllinæð á háu stigi hefði það litið aftan á hann :) þetta var frekar fyndið . Hann sagði alltaf ,, mamma kúka ,, hehe ... Hann er frábær.

Nú eru bara 2 vikur þangað til hann Nonni kemur í land . Djöfull mundi ég ekki nenna þessu úff..en hann er hörkutól hann Jón ..

,, allt í gleði og hamingju frá nafla alheimsins,,

..Þangað til næst..

miðvikudagur, júní 22, 2005

Lífið og tilveran

Við skutuhjúin erum ekkert að missa okkur í blogginu þessa dagana ..
Tíminn fer meira í að setja saman **skrambans** húsgögn!! Já ég mæli alveg með því að fá einhvern til að gera það bara fyrir sig. Það er SVO leiðinlegt að það gæti mann lifandi drepið!! Ekki batnar það þegar vitlausar sendingar koma trekk í trekk eða eitthvað er gallað eða það vantar eitthvað, já og svo gerast slysin líka :) Þá er best að fá sér bara róandi og brosa.

Ég er með svefnsýki á háu stigi .. bara skil þetta ekki!! Sef á mínu græna hvern einasta morgunn og finnst eins og það sé hánótt í þau skipti sem Heiðar hefur gert HEIÐARLEGA tilraun að vekja mig kl.10 ... án árangurs ... Það liggur við að ég sé í kvíðakasti yfir að þurfa að vakna kl.07:30 á föstudagsmorguninn. Öss - að maður segi frá þessu.


**Annars er lífið YNDI**

- Það er ljúft að eiga góða vini!! Það mætti nú t.d. klóna hana Þórdísi Erlu í nokkur eintök í viðbót - svo fleiri fái að njóta þess hve frábær hún er.
- Það er ljúft að eiga yndislegan kærasta sem tekur manni eins og maður er og er alltaf SVO góður við mann. Svo er hann líka svo endalaust sssææættturr þessi elska (spillir ekki) og skemmtilegri lífsförunaut er ekki hægt að eiga. I love it!!
- Það er ljúft að eiga stóra, góða og samheldna fjölskyldu sem hefur svo sannarlega reynst manni vel þegar á þarf að halda.

Er hægt að biðja um eitthvað meira?

föstudagur, júní 17, 2005

Jæja loksins...

Það er nú orðinn svolítill tími síðan maður hefur sagt eitthvað ... búið að vera frekar mikið að gera undanfarið .. En maður fer að taka sig á að skrifa .. í sumar í fríinu ... annars allt gott verið að standsetja íbúðina og svona og geriði mér greiða uppá geðheilsu ykkar ekki kaupa mikið að húsgögnum sem þarf að setja saman nema í það minnsta skoða leiðbeiningarnar á undan maður getur orðið nett pirraður á þessu öllu saman... bara gaman að því..

Annars látið ykkur líða vel og blessí bless...

þriðjudagur, júní 14, 2005

Grillveisla í sveitinni

Það er sko óhætt að fullyrða að ég á frábæra fjölskyldu :)
Náði að festa marga fjölskyldumeðlimi á mynd í útskriftinni hennar Kristínar og hér er útkoman!!

Takk kærlega fyrir mig Kornsá fólk!! :)

föstudagur, júní 10, 2005

Já já já

Maður er svona ennþá að melta hvort komið sé nóg af bloggi en á meðan koma allavega færslur svona annað veifið. Engin ofvirkni samt!!

Annars allt í góðu gengi:

** Öfunda mömmu og hennar saumaklúbb hrikalega mikið!! Þær eru að fara í göngu- og matgæðingaferð til Ítalíu í næstu viku. DAMN - verst að það yrði dýr yfirviktin ef ég pakkaði mér nú ofan í tösku og laumaðist með.

** Fyrsta sumarfrí ævinnar hefur litið dagsins ljós og ég ætla bara svei mér þá að njóta þess í botn!! Á dagskrá er tjaldferðalag, golfhringir út um allt land, utanlandsferð og sitthvað fleira. Vvvíííííí ..... Eintóm hamingja.

** Flutningar í gangi og því fylgir nú ýmislegt bras. Mála, bæta, laga, breyta!! Svo ekki sé minnst á öll húsgögnin sem á eftir að setja saman **úff** en ég held að Heiðar hleypi mér nú sem minnst með puttana í það eftir frammistöðu mína og Stinna frænda í hillumálunum. Hvað gerir það til þótt ein hillan hafi óvart verið negld og skrúfuð á hvolf. Já sei sei.

** Ég er boðin í þrjár útskriftaveislur á laugadaginn. Eina í sveitinni, aðra á Skagaströnd og þá þriðju á Akureyri. Ætla að fá lánaða litla rellu og fljúga á milli staða svo ég missi ekki af neinu **ni - ætli það** EN Helga, Sigrún og Kristín - til hamingju með glæsilegan árangur!!

** Fór í golfkennslu um daginn og ég hef varla hitt golfkúluna síðan!! Þvílíkt vesen og endemis óþolinmæðisvinna fyrir höndum...

In the mean time,
hafið það gott!!

þriðjudagur, júní 07, 2005

Bloggdeyfð

Hér ríkir bloggleti!!

Einn ritarinn farinn á sjó (Jón)
Annar á kafi í vinnu (Heiðar)
Þriðji að melta hvort ekki sé komið að leiðarlokum og tími til að hætta skrifum (Hugrún)

.. Heyrumst ..

fimmtudagur, júní 02, 2005

Jóakim aðalönd

Stundum mætti líkja mínum yndislega bróður við hann Jóakim aðalönd. Hann fer alveg rosalega vel með peninga og vinnur eins og hestur. Hann á líka fjársjóðskistu sem hann geymir vel og vandlega og það er ekkert með það að ef einhver snertir á peningunum í kistunni verður hann þess strax var!! Ég er farin að halda að hann sé með eitthvað fingrafaratæki til að fylgjast með þessu öllu saman. Hann átti ansi góða punkta við matarborðið um daginn. Við vorum að gera grín að því að hann hefði veitt upp úr kistunni heilar 30.000 kr. í seðlum og vorum við mæðgur eitthvað hlessa á þessu því okkur finnst peningarnir best settir á bankabók. Heimir var eitthvað að reyna að standa fyrir sínu máli og þótt ég muni samtalið nú ekki nákvæmlega þá sagði hann eitthvað á þessa leið

,,já en ég var nú reyndar ný búinn að vinna á lengjunni þannig að ég setti þá peninga í kistuna"

Ég varð rosalega undrandi yfir að hafa ekki heyrt af þessum feng, sá fyrir mér háa vinningsupphæð og spurði.

,,Hvað vannstu eiginlega mikið?"

þá svaraði hann mjög stoltur

"3000 kr!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!!"

.... og það liggur við að við mæðgur séum ennþá í hláturskasti :)

miðvikudagur, júní 01, 2005

+ Blessuð sé minning Matta +

Matti froskur yfirgaf jarðneskt líf í gær!!

Dánardagur frosksins var 31. maí 2005 en hann gaf upp öndina um kvöldmatarleytið. Hann var staddur í búrinu sínu en hafði nýlega verið í baði því það var kominn tími á að þrífa búið hans. Dánarorsök gæti mjög sennilega verið hjartabilun sökum aldurs, enda orðinn 1 og hálfs árs, reyndar veit ég ekki hvað þessi dýr eiga að tóra lengi.
Aðdragandinn var sá að Matti hafði verið í fullu fjöri í skítuga vatninu sínu og var búrið hans tekið og þrifið. Fljótlega eftir að hann kom í hreina vatnið gaf hann upp öndina. Það skal tekið fram að búrið hans hefur mjög oft verið þrifið og yfirleitt varð hann mjög kátur þegar þær aðgerðir fóru fram.

Jarðaför frosksins hefur þegar farið fram, í kyrrþey, aðeins nánasta fjölskylda viðstödd.

Svei mér þá ef maður á ekki bara eftir að sakna litla dýrsins alveg helling, þrátt fyrir erjur öðru hvoru við bróður minn um það hver átti að taka að sér að þrífa búrið.