Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, júlí 31, 2006

MÁNUDAGUR .!.

Þetta er nú aldeilis fínn dagur í dag. Veður ekkert til að hrópa húrra fyrir en mér bara gæti ekki verið meira sama þar sem ég er að vinna ... já og svo er ég líka búin að sofa alveg heilan helling.

ÉG vona að í garð sé gengið andvökutímabil sem fólst í því (nú tala ég í þátíð því ég ætla að vera svo bjartsýn) að ég í svona 2-3 vikur eiginlega vakti yfir mig því þótt ég væri alveg daaaauuuuðþreytt þá bara sofnaði ég ekkert og lá dag eftir dag eftir dag vakandi í svona 4-5 klst. og þegar það endurtekur sig margar nætur í röð þá kemst maður ansi nálægt því að verða geðveikur. G E Ð V E I K U R.

Ég veit ekki hvaða hollráð ég var ekki búin að reyna. Passaði mig aldeilis á að sofna ekki eftir vinnu, búin að lesa heil ósköp, hlusta á róandi tónlist, telja kindur sem ég reyndar get alls ekki því þær koma alltaf hlaupandi í hópum, slaka á einum vöðva í einu (ráð úr vinnunni) og nýjasta nýtt jóga. En eins og ég segi, ég held svei mér þá að ég sé komin yfir þetta helvíti ....

þriðjudagur, júlí 25, 2006

Nyt arbejde

Ég var að ráða mig í nýja vinnu .!.
Hér með er ég Hugrún Sif Hallgrímsdóttir organisti og kórstjóri Hólaneskirkju :)

Hhhmmmm ef mér finnst ég ekki orðin gömul núna þá veit ég ekki hvað.

þriðjudagur, júlí 18, 2006

Svo pirrandi ....

Pfuff. Ritaði pistil um helgina en hann er bara týndur og tröllum gefinn og má þá bara vera það í friði. Ekki ætla ég að skipta mér frekar af honum.

En kíkið þá bara á þetta í staðin:
Myndir Jóns Sig frá Húnavökuhátíðinni.
Húnahornið - fullt af fréttum af hátíðinni.
Hallbjörg - Nokkrar fjölskyldumyndir frá helginni (lykilorðið er sveitin þeirra ömmu og afa)

Myndirnar af ballinu - sem by the way eru ansi tjah athyglisverðar - koma kannski inn síðar. Fer allt eftir nennu, Svanhildur og Jonni voru aðeins að hjálpa til á myndavélinni og ég held ég ráði mér héðan í frá liðsauka á vélina því ekki tek ég svona fyndnar myndir :-D














Annars bara status quo. Æðislegt að fá alla ættingjana Norður um helgina. Áttum saman frábærar stundir fjölskyldan og Ragnar, Bryndís og Viktoría Von kíktu á okkur á Skagaströndina. Alltaf gaman að fá gesti ;) Svo var ég náttúrulega endalaust stolt af Svanhildi Sóleyju, sem gerði sér lítið fyrir og sigraði söngvakeppnina. Til lukku með það Svanhildur mín, stóðst þig frábærlega .!.

Jæja - nóg núna. Bið að heilsa ykkur í bili.

fimmtudagur, júlí 13, 2006

Um daginn og veginn ....

Karlinn er heima þessa vikuna ...

kann vel við að hafa hann sem heimavinnandi húsmóður :) Ég hef ekki þurft að setja í svo mikið sem eina þvottavél, eldað eina máltíð sem var ekki meiri eldamennska en makkarónugrautur og rykið bara hverfur sjálfkrafa .... Jú - ég reyndar setti upp einar eldhúsgardínur.

ósköp ljúft allt saman - en í næstu viku lýkur nú húsmóðursorlofinu og heimilishaldið verður aftur að sameiginlegri vinnu okkar :)

Síðasta helgi varð hin allra besta. Það var allt svo óljóst hvernig fyrirkomulagið á henni yrði en úr varð að við Jonni fórum bæði Suður ásamt bróður mínum. Fórum í alveg yndislegt brúðkaup hjá Kristínu Heiðu og Gumma. Ég söng og spilaði fyrir þau í kirkjunni og litla systir mín, brúðarmeyjan, stóð sig eins og hetja í sínu hlutverki.!.

Næsta helgi verður síðan tileinkuð menningar- og fjölskyldulífi. Húnavaka - og von á fullt af fjölskyldumeðlimum í Húnavatnssýsluna. Ég mun rifja upp Kaninku hlutverkið og ætla rétt að vona að ég hræði ekki líftóruna úr neinu barni í þetta skiptið :-/ Frekar óþægileg tilfinning að heyra af barni sem dreymdi martraðir og alveg skíthrædd við þessa hræðilegu kanínu í marga daga á eftir.

Saumó í gær :) Frábært að hitta allar stelpurnar aftur þótt það reyndar hafi vantað tvær dömur. Enda líflegur klúbbur sem samanstendur af 10 stelpum (erum við annars nokkuð orðnar konur). Vigdís Elva var með "smá gúmmilaði" að hennar sögn. En þetta SMÁ orð hjá henni er bara ekkert smá því það er ótrúlegt hvað hún hristir fram úr erminni. Enn og aftur, vildi óska að ég hefði bara brot af húsmóðursgenunum hennar :-/

Jæja - komið gott fyrir lifandis lögnu. Einu sinni enn - sakna þess að sjá ekki líflegra kommentkerfi þessa dagana ;) Látið nú endilega gamminn geysa.!.

miðvikudagur, júlí 05, 2006

Hann á afmæli í dag .....


Til hamingju með daginn ástin mín!!

Ég vona að þessi dagur verði sem bestur og ánægjulegastur ....

þriðjudagur, júlí 04, 2006

Fyrsti umsjónarbekkurinn minn :)










Ljósmynd: Jón Sigurðsson

Æi ég varð eiginlega að setja inn eina mynd af árgangi 1990 :)
Þessi bekkur á alltaf eftir að lifa sterkt í minningunni því þau eru fyrstu umsjónarkrakkarnir mínir og svo margt sem ég lærði af þeim. Þau urðu sko fyrir barðinu á fullt af byrjendamistökum mínum sem kennari ;) en ekki hægt að hugsa sér betri bekk til að byrja með. Ekki skemmdi svo Danmerkurferðin okkar fyrir sem heppnaðist frábærlega :) Mér finnst líka svo skondið að hugsa til þess að þess að þegar ég var í 10. bekk voru þau 1. bekkingar :-D svo ég náði einu ári með þeim sem nemandi grunnskólans.
Svei mér þá .... þetta fer að hljóma eins og minningarræða .... en ég allavega sé eftir þeim.