Skál .... eða þannig
Þá er fyrsta edrú partýið yfirstaðið og tæpir 6 mánuðir í að ég megi drekka aftur .... Þetta hlýtur að venjast, en ég held samt að áramótin og árshátíðin hjá Kennó verði erfiðustu hjallarnir.
Maður hljómar eins og einhver alkahólisti sem telur niður dagana. Bara til að fyrirbyggja allan misskilning þá skuluð þið ekki voga ykkur að halda að ég sé ófrísk ....!!!!
Hvað partýið varðar þá var svaka stuð - fullt af Mosfellingum og gamlir Veslingar. Ekki það að maður hafi ekki oft verið edrú á svona samkomum, en það er hálf skrítin tilhugsun að verða ekki í með bjór í hönd í næsta partýi og partýinu þar á eftir o.s.frv. Bara svo að þið vitið það þá ætla ég mér ekki að verða einhver dauðadæmdur bílstjóri .... þótt ég verði nú alveg til í það öðru hverju, fyrir utan að einhverjir eiga að sjálfsögðu nokkur skutl inni. Ef það eru einhverjir sem ég myndi aldrei láta mér detta í hug að neita þá eru það þeir félagar Óli Magg og Óli Valur ...!!! Þeir eru einhverjir mestu öðlingar sem hægt er að finna og voru endalaust duglegir að keyra mann á árum áður .... Kannast ekki einhverjir við að hafa setið í bíl hjá þeim??

Brumm brumm á Dósina í kvöld. Sveitastelpan verður í mér um helgina því á laugadag eru réttir. Kannski einhver sannleikur í því sem Bjarki í Kennó sagði "Þú ert svo mikill bóndi" ...... Ég er alltaf skilgreind sem sveitavargurinn í klíkunni. Ég verð í tvöföldum ham í ár því ég missti af réttunum í fyrra .... sá allavega engar réttir í Danmörku. Ekki margar kindur á Himmelbjarget!! Svo er bara að leyta uppi stíft og hamrað rollurnar eða 21H5 (dökk brúnt merki í hægra eyra), það má alltaf bjarga sér á því. Versta tilhugsun afa er að heyra kallaða upp rollu frá honum í töfludrætti þannig að hann sér um að þræla manni út.
Ég og Kidda svissuðum úr Veggsport í Hreyfingu. Það getur verið strembið að læra að rata á nýjum stöðum og komst ég heldur betur að því í gær. Ég átti að vera mætt í tíma kl.17:30 og var eitthvað seint á ferð. Mér fannst ferlega slæmt að mæta of seint strax á fyrsta degi og var heldur mikið að flýta mér. Ekki hafði ég hugmynd um hvar salurinn sem ég var á leið í væri, en æddi inn þar sem mér fannst líklegt að ég ætti að vera. Við mér blöstu nokkrir karlmenn í sturtu .... Það var sko ekki lítið vandræðalegt að standa allt í einu inni á miðju gólfi í karlaklefanum .....!!
Þá er maður búinn að leggja línurnar fyrir veturinn!! Úff ...... Það hefur oft verið talað um að ég sé þessi busy týpa en í vetur verður meira að gera hjá mér en nokkurn tímann áður ...... Ég verð í fullu námi í Kennó, 8 klst. á viku í Söngskólanum, Kammerkór Reykjavíkur, vinna hjá Samlíf og í sprikli með Kiddu .... já og svo á víst að fara að stofna Kennó kór. Ef ég hef einhvern tímann haft þörf fyrir að skipuleggja tímann VEL og rúmlega það, þá er það núna. Stóri kosturinn er hins vegar sá að ég er búin að koma hlutunum þannig fyrir að ég á frí um helgar .. smá tími til að hlaða ... heh ... já og læra og æfa sig. Ég er löngu búin að fá nóg af öllu þessu álagi en samt finn ég ekki stopp takkann á þessu öllu saman og bæti bara við mig ef eitthvað er. Ég held ég verði að flytja út í Hrísey til að ná mér niður.