Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

miðvikudagur, október 29, 2003

Góður!!

Þá er búið að búa til bíómynd um mann. Ég fékk sent myndbrot úr herlegheitunum og það má sjá hér ... og hverjum skyldi nú hafa dottið þetta í hug??? :)

Það er hægt að fá of stóran skammt af tónlist ....!! Gærdagurinn var t.d. þannig að ég kenndi tónmennt til kl.13, fór svo í söngtíma, þá tók við kórinn í Kennó, næst þurfti ég að mæta í söngdeildina í Söngskólanum í 2 klst. og til að kóróna allt saman var svo þriggja tíma söngæfing í Nýja Tónlistarskólanum en við erum að setja upp Schubert messu í G dúr og Stabat Mater. ÉG þarf sennilega ekki að taka fram að ég hafði ekki áhuga á að hlusta á tónlist þegar ég kom heim.

föstudagur, október 24, 2003

Seinni hálfleikur

51. Einu sinni þegar ég var í frekjukasti missti amma á Kringlu þolinmæðina á mér, “henti” mér út og lokaði. Mér var nett sama um það en að hún skyldi setja mig út skólausa þótti mér fyrir neðan allar hellur.
52. Ég hef það á samviskunni að hafa heftað puttann á Lindu Hlín. Það var ekki vinsælt!
53. Ég hef vægast sagt unnið víða um ævina. Ég hef haft marga góða yfirmenn en sá sem skarar fram úr á allan hátt er Palli í Sparisjóðnum á Hvammstanga.
54. Mér tekst sjaldnast að þegja þegar sá kostur er vænlegastur í stöðunni.
55. Þegar ég var að vinna í Kaupfélaginu spurði ég eitt sinn Jóhann Örn hvort einhver mætti leysa mig af á kassanum í 5 mín.svo ég gæti verslað. Nota bene, það var ekkert að gera. Hann var eitthvað illa fyrir kallaður og svaraði neitandi. Ég varð ekki beint par ánægð og sagði “Nú jæja, ég versla þá bara framvegis í Vísi, ég get farið þangað eftir vinnu”. Hann skipti um skoðun á sömu sekúndu og ég gat verslað. Jíha.
56. Ég man afmælisdaga hjá ótrúlegasta fólki, jafnvel liði sem ég þekki ekki neitt, en ég get ekki með nokkru móti munað bílnúmer. Ekki einu sinni mitt eigið!!
57. Fyrsti strákurinn sem ég man eftir að hafa verið skotin í er Beggi á Sauðanesi.. Já já .. glottið bara ... rosa fyndið.
58. Mér finnst nokkuð merkilegt að eiga langömmu og langafa á lífi, og langamma þar að auki ekki orðin áttræð.
59. Nám hefur aldrei verið vandamál hjá mér. Langflestar einkunnir á bilinu 8-9, oft stærðfræðin sem fer undir þann skala en íslenskan yfir.
60. Ég hef unnið í Unglingavinnunni, Kaupfélaginu, á skrifstofu Kaupfélagsins, Esso, Sparisjóðnum á Hvt, Skógarbæ, Pizza Hut, Rarik, Grunnskólanum á Blönduósi, Tónlistarskóla A-Hún, þjálfað frjálsar hjá Hvöt, á Árbakkanum og svo hef ég stokkið til þegar nauðsynlega hefur vantað á Hótelið á Blönduósi og í Félagsheimilið. Held ég sé ekki að gleyma neinu.
61. Mér finnst Leiðarljós skemmtilegt, og hana nú. Las á netinu hvað gerist næstu árin.
62. Ég var rosa dugleg að gera skammastrik þegar ég var yngri. Ég og Eva Björg bjuggum til leyniorðið paprikustrik um þá skemmtun.
63. Ég byrjaði að halda með Manchester United af því að Óli Ben og vinir hans héldu allir með Liverpool, Arsenal eða Everton.
64. Ég sá til þess að bróðir minn færi ekki í neina villutrú, hann heldur líka með ManU.
65. Ég hef einu sinni verið dökkhærð en það fór mér svo hræðilega að ég ætla að vera ljóska þangað til að ég verð gráhærð.
66. Ég er algjör skussi. Snillingur í að fresta hlutum fram á allra síðustu sekúndu.
67. Í augnablikinu get ég ekki hlustað á geisladiskana sem ég hlustaði sem allra mest á í Danmörku, ég fæ alltaf sting í magann því ég sakna svo margs þar. Efstur á blaði er nýjasti Sigurrósar diskurinn.
68. Einu sinni var ég svo reið út í Heimi bróðir að ég braut skál í tvennt. Ég þorði ekki að viðurkenna það fyrir mömmu þannig að ég sagðist hafa misst hana. Vonandi verður mér fyrirgefið ....!!
69. Ég er meira fyrir dökkhærða karlmenn en ljóshærða.
70. Einu sinni var ég á launum við að vera í fýlu ... múahahaha. Ég sagði starfinu þegar ég uppgötvaði að það er tímasóun dauðans.
71. Ég held ég virðist nokkuð opin og ófeimin en við nánari athugun er annað uppá teningnum. Ég get verið rosalega óörugg með sjálfa mig og hrikalega feimin.
72. Ég og Heimir bróðir erum alltaf að verða betri og betri vinir en okkar aðal ágreiningsefni er uppvask.
73. Ef hann vaskar og ég þurrka verð ég alltaf að byrja strax á því svo vatnið þorni ekki. Þá slepp ég tæknilega séð frá því að þurrka.
74. Uppþvottavél verður á forgangslista þegar ég fer að versla í búið.
75. Eitt af því versta sem ég veit er að henda hlutum. Mamma þolir það ekki.
76. Stundum stelst hún til að henda hlutum og stundum fatta ég það nokkrum árum seinna og verð alveg bandbrjáluð þótt ég hafi ekkert við hlutinn að gera. Hún vill samt ekkert alltaf kannast við að hafa hent hlutnum en ég veit nú betur.
77. Sennilega er ég ekki búin að fatta helminginn af því sem hún hefur stolist til að henda.
78. Ég elska Nings mat. Ef valið stendur á milli burger, pizzu eða Nings vel ég síðasta kostinn.
79. Ég verð sennilega aldrei almennilega góð í tónlist því ég á aldrei eftir að geta fókuserað á bara einn hlut. Þarf alltaf að vera með puttana í öllum hljóðfærum.
80. Mig langar einn daginn að gefa út geisladisk með lögum eftir mig. Er búin að semja slatta.
81. Textar er eitthvað sem ég get ekki samið. Einhver sjálfboðaliði??
82. Einu sinni þegar ég var í kjötborðinu í KH bað Jón Ísberg um bleikju. Ég sagði honum að hún væri ekki til. Hann benti á fiskinn en ég svaraði rosalega örugg með mig og hneiksluð á fávísi hans að þetta væri nú silungur en ekki bleikja.
83. Rjúpur eru MJÖG mikilvægur þáttur hjá mér á jólunum. Ef ég redda þeim ekki get ég alveg eins borðað hafragraut.
84. Treysti á ykkur skotveiðimenn, annars verð ég að skjóta sjálf og þá er nú ekki gott að vera nálægt.
85. Ein af ástæðunum fyrir því að ég kláraði stúdentsprófið á 3 árum var af því að mér var svo illa við eina ónefnda manneskju sem var í skóla á Króknum. Ég gat ekki hugsað mér að þurfa að vera nálægt henni mikið lengur.
86. Mér er ekki illa við hana í dag. Batnandi mönnum er best að lifa!!
87. Ég var sportisti dauðans í grunnskóla. Var í frjálsum, fótbolta, handbolta og körfubolta. Mætti svo líka í frjálsu tímana.
88. Ég strauk að heiman þegar mamma bannaði mér að fara í skátana.
89. Í framhaldsskóla fannst mér þáverandi kærasti meira spennandi en íþróttahúsið.
90. Smá saman minnkaði íþróttaiðkunin og formið í samræmi við það.
91. Núna er ég að komast aftur á skrið ...
92. Það getur verið frábærasta skemmtun að horfa á mig leggja bíl ... Ég er einhver al-lélegasti “lagningamaður” sem sést hefur til.
93. Fólk man oftast eftir mér útaf spékoppunum mínum, smilehulerne.
94. Mér finnst strákar sem eru leiðinlegir með víni mesta turn off ever. Ég missi ótrúlega oft áhuga á strákum þegar ég sé þá fulla.
95. Ég hef komið til Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs, Englands, Frakklands, Hollands, Belgíu, Lúxemborgar, Spánar, Ítalíu, Sviss, Portúgals og Póllands.
96. Ég hef farið til útlanda á hverju einasta ári síðan ´97. Ég ætla ekki að brjóta þá hefð og er búin að fara tvisvar í ár. Ég elska að skoða heiminn og sennilega fer ég næst til Finnlands. Svo fer að koma tími á Austur-Evrópu eða eitthvað í Asíu.
97. Hver ætlar með mér í interrail áður en ég verð 25.ára?? Ardís ertu ennþá til??
98. Markmið mitt í lífinu er að vera sátt við sjálfa mig og verða aldrei bitur yfir að hafa sóað því í einhverja vitleysu. Ég er mjög ánægð með þau ár sem ég hef þegar lifað.
99. Ég tel að þeir erfiðleikar sem ég hef gengið í gegnum um ævina hafi þroskað mig sem einstakling, þannig að í rauninni tel ég mig hafa grætt heilmikið á þeim ef þannig er litið á málið. Maður sér það bara oft ekki fyrr en eftirá.
100. Þeir sem voru svo hugrakkir og duglegir að lesa allar pælingar ættu að vera mikils vísari um mig núna.

miðvikudagur, október 22, 2003

Dæsús

Manni er hótað lífláti, vinaslitum og ég veit ekki hverju af því að ég vil ekki leysa frá skjóðunni um ónefnda aðilann. Fleiri en einn og fleiri en tveir aðilar eru alveg kol crazy út í­ mig ... "ÉG segi þér alltaf allt og bla bla bla" Chill folks ... Það þurfa ekki alltaf allir að vita allt um alla. Fyrir utan að þetta snýst ekki um mig.

En ég má til með að tjá mig aðeins um Idol. Ég á mér nokkra uppáhalds keppendur ....

A. Að sjálfsögðu held ég númer 1,2, og 3 með Ardísi!! Hún hefur pottþétta rödd og sjálfsöryggið sem þarf. Rétt manneskja á réttum stað sem myndi standa undir væntingum ... !!

B. Njálu strákurinn er snilld. Hann er svo mikið krútt eitthvað og þvílík útgeislun. ÉG er samt hrædd um að hans akkilesarhæll (er þetta rétt stafað) verði söngurinn. Hann vantar kannski meiri kraft og reynslu. En hann á eftir að fá fleiri tækifæri til að sanna sig þannig að ég er ekki tilbúin til að afskrifa sönginn strax.

C. Sjóarinn kemur sterkur inn. Pottþétt rödd, flott look, hress, skemmtilegur, útgeislunin, sjálfstraustið. Er hægt að biðja um meira?

D. Ég hef alltaf fílað röddina hennar Ernu frá því að ég heyrði hana syngja fyrir nokkrum árum. Mér finnst röddin svo björt en samt kraftmikil um leið. Erna er líka með mikla útgeislun þannig að ég sé ekkert til fyrirstöðu að hún massi þetta.

Annars eru þessir krakkar allir frábærir söngvarar en ég vil samt ekki sjá leikhúsgelluna eða Celine Dion stelpuna vinna. Leikhúsgellan fer bara eitthvað í­ mig ... ekki það að hún sé slæm manneskja .. en jæja ... og svo held ég að Celine Dion stelpan, sem reyndar er frábær söngkona á sumum sviðum, lendi í klandri þegar hún á að fara að syngja eitthvað annað en væl lög. Nóg um það .... maður á ekki að sitja heima og dæma aðra. Varð bara aðeins að tjá mig um þetta.

sunnudagur, október 19, 2003

Helgin


Í einhverju stundarbrjálæði ákvað ég að skella mér á Blönduós á laugadaginn. Ég sé sko ekki eftir því ...!! Voða róleg og þægileg helgi sem fólst í heimsókn til afa, ömmu og afa á Kringlu og Þórdísar Erlu. Hjá Þórdísi rifjaði ég upp gamla takta og prjónaði og prjónaði .. Restinni af tímanum eyddi ég við píanóið því ég er orðinn undirleikari í kór á Selfossi og fer með þeim í Skálholt eftir tvær vikur. Í vor er stefnan svo sett á Finnland.
Nú er ég sjúk í að prjóna og langar helst að byrja á peysu á morgun. Hvað er að gerast með mann?? Ég er alveg orðin gáttuð á hvað ég kann vel við rólegheitin miðað við allan asann sem alltaf er í mínu lífi. LIKE IT ALOT!! Svona án gríns þá held ég hreinlega að ég sé nokkurn veginn búin að taka ákvörðun um að eyða einum vetri á Blönduósi áður en ég held á vit ævintýranna í Danmörku. Fín leið til að slaka á til tilbreytingar og safna smá pening ... Ekki skemmir að ónefndir aðilar eru í sömu Blönduós-hugleiðingum. Það myndi gera veturinn ennþá skemmtilegri.

laugardagur, október 18, 2003

RISK

Spilakvöldin á miðvikudögum fara að verða mikilvægur hluti í lífi mínu. Merkilegt hvað við erum sjúkar í að spila RISK. Hafði aldrei spilað þetta en komst að því að það er eintóm snilld. Það liggur við að maður verði illskeyttari en í Hættuspilinu ... Það eru sko engar slor aðferðir til að ná heimsyfirráðum. Auður auðvaldssvín hefur bara ekki unnið lengi, lengi. Ég held hún hafi alveg klikkað á að vinna sitt starf með leyniþjónustunni. Af öllum hernaðaraðferðum held ég að þjóðsöngvaaðferðin hennar Sonju hafi verið best geymda hernaðarleyndamálið til þessa. Hún tók Erlu á taugum .. eheheheHEHEHEH

þriðjudagur, október 14, 2003

Nokkrar staðreyndir

1. Ég heiti Hugrún Sif Hallgrímsdóttir og kom í heiminn 22.nóvember 1981.
2. Ég skil nú ekki af hverju ég er Hallgrímsdóttir þegar pabbi minn heitir Svanur en ekki Hallgrímur. Kannski maður breyti því einn daginn. Það yrði samt skrítið.
3. Ég fæddist á Landspítalanum í Reykjavík. Ekkert smá vesen að koma mér í heiminn. Eftir sólarhrings streð gafst liðið á Dósinni upp og sendi móðir með flugi til borgarinnar og beint undir hnífinn.
4. Stærð mín og þyngd þegar ég fæddist eru mér dulin. Hef aldrei haft rænu á að spurja, var allavega ekki 23 merkur eins og systir mín.
5. Þegar ég var yngri fékk ég alltaf martraðir um Njál Þórðar sem ófreskju. Ég var skíthrædd við hann í mörg ár en er búin að fatta í dag að hann er ekkert hættulegur.
6. Ég held stundum að ég geti flogið því mig dreymir það svo ótrúlega oft.
7. Ég á 5 systkini.
8. Það fer í taugarnar á mér að margir innan fjölskyldunnar láta eins og eitt þeirra sé ekki til.
9. ÉG hef verið í 7 skólum. (Grunnsk. á Blönduósi, Tónlistarskóla A-Hún, FNV, Tónlistarskóla Skagafjarðar, Kennó, Söngskóla Reykjavíkur og Köbenhavns Dag- og aftenseminarium).
10. Ég er Blönduósingur í húð og hár en hef samt líka búið á Sauðarkróki, Kópavogi, Hvammstanga og Kaupmannahöfn.
11. Ég er ánægð með grunnskólagöngu mína. Átti nóg af vinum og áhugamálum og gekk vel að læra.
12. Ég hef orðið ástfangin tvisvar sinnum á ævinni. Hin tilfellin hafa verið mis mikil skot 
13. Tónlistarhæfileikar mínir eru gjöf mín frá Guði. Ég á ótrúlega auðvelt með að læra á öll hljóðfæri og tel mig hafa mikla færni á tónlistarsviðinu. Vildi samt óska þess að ég hefði meiri tíma til að rækta þá.
14. Ég er með fordóma fyrir svörtum karlmönnum. Hef ekkert á móti þeim en er alveg rosalega hrædd við þá.
15. Ég vildi að ég gæti breytt því.
16. Ég fæ innilokunarkennd dauðans. Hef ekki vogað mér í lyftu svo elstu menn muna. Í síðustu viku stalst ég meira að segja til að labba upp 8 hæðir sem mátti ekki fara því það var ný búið að mála.
17. Væri til í að fara á námskeið til að komast yfir þessa hræðslu.
18. Ég hef virkilega hatað tvær persónur á ævi minni.
19. Ég er hætt að hata þær er en í staðin fyrir sárið er ör sem aldrei hverfur.
20. Ég elska að fara á hestbak en hef lítinn tíma til þess því ég hef alltaf of mikið á minni könnu.
21. Ég hef alltaf of mikið að gera og það er farið að pirra mig.
22. Ég á erfitt með að treysta fólki.
23. Ég held roslega oft að hinir og þessir hati mig. Veit ekki af hverju, bara held það.
24. Ég trúi á Guð.
25. Ég held að Svanhildur amma sé alltaf að passa uppá mig.
26. Ég á frábæra fjölskyldu og myndi alls ekki vilja eiga neina aðra.
27. Ragnar afi er samt sú persóna sem ég lít mest upp til. Hann hefur stutt mig svo vel í tónlistinni og ég hefði aldrei náð þangað sem ég hef náð án hvatningar hans.
28. Mig langar til að skíra í höfuðið á honum ef ég einhvern tímann eignast strák.
29. Ég gæti alveg hugsað mér að vera prestur.
30. Ég elska að borða. Ef ég tæki mig ekki reglulega á í ræktinni væri ég yfir 100 kg.
31. Ef ég festist á eyðieyju og mætti hafa einn hlut hjá mér myndi ég velja einhverja mannveru.
32. Margir vinir mínir kalla mig Huggu en það fer meira í taugarnar á mömmu en mér sjálfri. Hún hefur nánast hótað fólki lífláti þegar hún hefur heyrt mig nefnda því nafni.
33.Ég trúi á líf eftir dauðann en hef ekki hugmynd um hvar það líf verður.
34. Þótt ég sé mikil félagsvera er ég alltaf að læra að njóta þess betur og betur að vera ein.
35. Mér finnst ég hafa breyst rosalega mikið síðustu 2 ár. Ég er alltaf að koma mér meira og meira á óvart.
36. Ég er alltaf að lenda í því að eitthvað ókunnugt fólk heilsar mér og fer að spjalla. Ég held ég hljóti að vera með svona vinalegt look.
37. Mér finnst rosalega gaman að rökræða við fólk þótt ég sé ekkert endilega sammála rökunum sem ég set.
38. Ég er spilasjúk. Ef ég má velja á milli þess að fara niður í bæ eða spila vel ég spilin!!
39. Ég er stafsetningar – og málfræðióð. Get gert fólk bilað því ég þarf alltaf að leiðrétta þegar slíkar villur verða á vegi mínum.
40. Ég er rosalega hrædd við krabbamein.
41. Mér er meinilla við tannlækna. Hef ekki þorað að fara eftir að ónefndur tannlæknir mölvaði upp jaxl hjá mér og rak hnífinn í kinnina á mér líka. Ég var samansaumuð, bólgin og kvalin í marga daga.
42. Ég fæ rosalega oft kæki. Ég var farin að halda að ég væri með tourette ... Hver veit?
43. Því meira álag, því erfiðara að hafa stjórn á kækjunum.
44. Ég eyddi mörgum stundum fyrir framan plötuspilarann heima og kíkti inní hann til að reyna að sjá hljómsveitirnar.
45. Einn af bestu dögum í lífi mínu var þegar nágrannar okkar á Skúlabrautinni fluttu út. Ég var svo hrædd við karlinn því hann var alltaf að lemja konuna sína og öskrin fóru ekkert á milli mála.
46. Besti dagur lífs mín var samt 21.árs afmælið mitt. Þá bjó ég í Danmörku og var komið á óvart bæði af krökkunum í skólanum og svo komu Linda og Svanhildur óvænt frá Íslandi.
47. Þótt ég, Linda og Svanhildur séum allar mjög ólíkar erum við svona fjölskylduþremenning sem ég hefur fært mér margar gleðistundir í lífinu.
48. Ég er rosalega skapstór og get átt í mestu vandræðum með að hemja skap mitt. Ég er samt alltaf að læra betur og betur að hafa stjórn á því.
49. Síminn minn getur verið verkfæri djöfulsins þegar ég er vel í glasi.
50. Þetta áttu að vera 100 atriði en hin 50 koma seinna því þetta er orðið so langt.

sunnudagur, október 12, 2003



Þýskaland-Ísland = Svekkelsi á sinn hátt

Mér fannst tapið svo sem ekkert til að svekkja sig á, ekki slæmir mótherjar á ferð og sennilega við ofuröfl að etja, en þvílíkur skandall að dæma markið hans Hemma af. Mér var skapi næst að slökkva á sjónvarpinu þegar Þjóðverjar kvittuðu svo fyrir sig ... nokkrum sekúndum seinna. Það hefði verið gaman að sjá hvernig leikurinn hefði þróast ef markið hefði dæmst gott og gilt ... En það þýðir víst ekki að hugsa um þetta litla ef ... Búið og gert og svona er nú víst fótboltinn. Maður ætti víst að vera búinn að læra það!!

fimmtudagur, október 09, 2003

Pink sky



Allir ættu að kannast við að lífið gengur upp og niður, afturábak og áfram, vel og illa. Þessa dagana er minns á bleika skýinu þar sem allt er í sykri og rjóma. COOL ......!! Hef ekki hug á að koma aftur niður á jörðina á næstunni ......!!

miðvikudagur, október 08, 2003

Góðar stundir í DK

Eins og allir vita var ýmislegt brallað í Danmörku ...... Smá upprifjun :)

Litla sæta fjölskyldan


Minns að kynnast nýjum hliðum á Ivalo


Á kolleginu mínu bjuggu margar þjóðir í sátt og samlyndi .... Kínverjar, Rússar, Grænlendingar, Danir, Íslendingar, Bandaríkjamenn, Íranar og Ástralir, Kanadamenn og Sómalir svo eitthvað sé nefnt. Annars er þetta smá sýnishorn af því (Kanada, Ísland, Grænland og Danmörk).

Konur eru konum verstar


Smá hugleiðingar varðandi kvenkynið.

A. ÞAÐ ER EKKI AÐ ÁSTÆÐULAUSU SEM FÓLK ÆTTI AÐ FORÐA SÉR HIÐ SNARASTA EF ÞAÐ SÉR KVENMANN UNDIR STÝRI Í BAKKGÍR .... Það er allt of mikið af kvenfólki í umferðinni sem er meira að hugsa um varalitinn eða hárgreiðsluna í staðin fyrir að einbeita sér að akstrinum. (En samt verður að hafa í huga að það eru til nokkrar gerðir af karlmönnum sem eru lítið eða ekkert skárri í þessum málefnum).

B. Konum finnst þær ALLTAF feitar .... sama hvort þær eru 50 kg eða 120 kg. Það eina sem rætt er um í búningsklefanum í ræktinni eru kíló og aftur og kíló ... Það er alltaf jafn frábært að sjá þegar við komum úr viktun hjá þjalfaranum. Þá fara ansi margar inní klefa og aftur á viktina þar svona til að sjá hvort þær hafi nú ekki tapað svona eins og einu kílói á leiðinni inn í­ klefa eða hvort viktin sé nú kannski ekki bara biluð eftir allt saman ......

mánudagur, október 06, 2003

Óska eftir Hvatarstelpum !!!



Við vorum hvorki meira né minna en 13 skvísurnar á fótboltaæfingu í gær ..... !!! EN HVAR VORUÐ ÞIÐ HVATARSTELPUR?? Ég var eini Blönduósingurinn í hópnum .... umkringd af Húsvíkingum, Hríseyingum, Vopnfirðingum og fleiri "villingum". Ég sýndi að sjálfsögðu Giggs takta en er ekki alveg í jafn góðu formi og hann .. eh ... það kemur .. hóst, hóst. Annars treysti ég á að þið látið sjá ykkur á næstu æfingu!! ENGAR AFSAKANIR TEKNAR GILDAR ...

fimmtudagur, október 02, 2003

Dagur í Hreyfingu


Mætti í Hreyfingu til í slaginn. Hver vogaði sér í skáp nr.44?? Hann hefur aldrei áður verið upptekinn og hvernig lætur nokkur maður sér detta í hug að ég geti munað nýtt númer til að hafa uppá fötunum mínum aftur. JÆJA ... skápur 22 .... helmingurinn af 44 og afmælisdagurinn minn .... hlýt að geta munað það.
Komin í "átfittið" .... og nú skal sko hlaupa eftir allar styrktaræfingarnar í tímanum hjá Hildi daginn áður. Glæstar vonir á skjánum ... Gott mál - horfi á það og hlusta á pop tv. Oh ... tækið til að hlusta bilað ... Verð að skipta um stað um leið og annað hlaupabretti losnar. COOL - maðurinn er orðinn þreyttur .... gríp tækifærið og næ brettinu hans ..... Hlaupa hlaupa ... Óóoooooooo nnnneeiiii ....... "Gellan" í toppnum er mætt og brettið við hliðiná mér laust .... Ef maður er 120 kg MÆTIR MAÐUR EKKI Í TOPP OG MAGABUXUM í ræktina ., Ætliði að muna það elskurnar!!! Frábært að hún sé að gera eitthvað í sínum málum EN HALLÓ .. hvers á maður að gjalda!! Gellan byrjar að hlaupa ... lyktin og svitinn og ... say no more ..... ÉG tók þá ákvörðun að fara í stigvélina þann daginn.