Jólin 2006
Kannski kominn tími á eins og eina færslu. Búin að hafa það ofsalega gott um jólin. Kærkomin hvíld og mikið sofið. Heilsan búin að vera þokkaleg síðan síðast. Þurftum reyndar eina skotferð á FSA á Akureyri 21. des og svo lögð inn á Þorláksmessu en æi allt er gott sem endar vel. Þetta er farið að venjast ótrúlega og einn dagur tekinn í einu .!. Fórum Suður á Landsspítalann í dag og þar kom allt rosalega vel út - okkur var báðum dáldið mikið létt :)
Aðfangadagur var yndislegur í alla staði. Jonna tókst vel með rjúpurnar og kvöldið svo rólegt og notalegt. Við erum hjartanlega sammála um að vera heima hér eftir því við upplifðum kvöldið miklu sterkara en áður og það skilur svo miklu meira eftir af því að við vorum að gera þetta sjálf og saman.
Jonni kom mér heldur betur á óvart .!. Gaf konunni sinni PÍANÓ í jólagjöf og búið að vera heilmikið leynimakk í kringum það :) Þegar við vorum búin að opna pakkana var ég send inní herbergi og hann og Hallbjörg röltu yfir til tengdó og til baka komu þau ásamt systrum Jonna með gripinn og píanóstól. Þurfti sko sex manns í þetta ;) Ég er alveg í skýjunum með þessa nýju græju og Hallbjörg tók skýrt fram að ég þyrfti sko að kyssa pabba sinn fyrir þetta :) Alveg frábært að eiga loksins almennilegt hljóðfæri hérna heima í staðin fyrir að þurfa alltaf út í kirkju eða tónlistarskóla til að æfa mig.
...... og já LÁNIÐ BARA LEIKUR VIÐ MIG, ahahahaha. Fyrst vann ég léttvínspottinn alls 10 flöskur og svo var ég að vinna kassa af bjór :) Sumir njóta meira góðs af því en aðrir þessa dagana.
En segjum þetta gott í kvöld.
Gleðileg jólin þótt seint sé og takk kærlega fyrir mig og mína, bæði jólakort og gjafir .!.
Aðfangadagur var yndislegur í alla staði. Jonna tókst vel með rjúpurnar og kvöldið svo rólegt og notalegt. Við erum hjartanlega sammála um að vera heima hér eftir því við upplifðum kvöldið miklu sterkara en áður og það skilur svo miklu meira eftir af því að við vorum að gera þetta sjálf og saman.
Jonni kom mér heldur betur á óvart .!. Gaf konunni sinni PÍANÓ í jólagjöf og búið að vera heilmikið leynimakk í kringum það :) Þegar við vorum búin að opna pakkana var ég send inní herbergi og hann og Hallbjörg röltu yfir til tengdó og til baka komu þau ásamt systrum Jonna með gripinn og píanóstól. Þurfti sko sex manns í þetta ;) Ég er alveg í skýjunum með þessa nýju græju og Hallbjörg tók skýrt fram að ég þyrfti sko að kyssa pabba sinn fyrir þetta :) Alveg frábært að eiga loksins almennilegt hljóðfæri hérna heima í staðin fyrir að þurfa alltaf út í kirkju eða tónlistarskóla til að æfa mig.
...... og já LÁNIÐ BARA LEIKUR VIÐ MIG, ahahahaha. Fyrst vann ég léttvínspottinn alls 10 flöskur og svo var ég að vinna kassa af bjór :) Sumir njóta meira góðs af því en aðrir þessa dagana.
En segjum þetta gott í kvöld.
Gleðileg jólin þótt seint sé og takk kærlega fyrir mig og mína, bæði jólakort og gjafir .!.