Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

laugardagur, desember 30, 2006

Jólin 2006

Kannski kominn tími á eins og eina færslu. Búin að hafa það ofsalega gott um jólin. Kærkomin hvíld og mikið sofið. Heilsan búin að vera þokkaleg síðan síðast. Þurftum reyndar eina skotferð á FSA á Akureyri 21. des og svo lögð inn á Þorláksmessu en æi allt er gott sem endar vel. Þetta er farið að venjast ótrúlega og einn dagur tekinn í einu .!. Fórum Suður á Landsspítalann í dag og þar kom allt rosalega vel út - okkur var báðum dáldið mikið létt :)

Aðfangadagur var yndislegur í alla staði. Jonna tókst vel með rjúpurnar og kvöldið svo rólegt og notalegt. Við erum hjartanlega sammála um að vera heima hér eftir því við upplifðum kvöldið miklu sterkara en áður og það skilur svo miklu meira eftir af því að við vorum að gera þetta sjálf og saman.

Jonni kom mér heldur betur á óvart .!. Gaf konunni sinni PÍANÓ í jólagjöf og búið að vera heilmikið leynimakk í kringum það :) Þegar við vorum búin að opna pakkana var ég send inní herbergi og hann og Hallbjörg röltu yfir til tengdó og til baka komu þau ásamt systrum Jonna með gripinn og píanóstól. Þurfti sko sex manns í þetta ;) Ég er alveg í skýjunum með þessa nýju græju og Hallbjörg tók skýrt fram að ég þyrfti sko að kyssa pabba sinn fyrir þetta :) Alveg frábært að eiga loksins almennilegt hljóðfæri hérna heima í staðin fyrir að þurfa alltaf út í kirkju eða tónlistarskóla til að æfa mig.

...... og já LÁNIÐ BARA LEIKUR VIÐ MIG, ahahahaha. Fyrst vann ég léttvínspottinn alls 10 flöskur og svo var ég að vinna kassa af bjór :) Sumir njóta meira góðs af því en aðrir þessa dagana.

En segjum þetta gott í kvöld.
Gleðileg jólin þótt seint sé og takk kærlega fyrir mig og mína, bæði jólakort og gjafir .!.

fimmtudagur, desember 14, 2006

10 dagar til jóla

Eftir akkúrat 10 daga um þetta leyti verðum við fjölskyldan í messu og svo förum við heim í besta matinn í öllum heiminum. TAKK ÞÓRÐUR enn og aftur. Eftir það auðvitað uppvaskið og svo kom að fyrsta ósamkomulags atriðinu en ég lét í minni pokann :) Auðvitað, ég er náttúrulega ekkert þrjósk, humm - ha, skil ekki að Jonni hafi unnið. En allavega eftir uppvask opnum við jólakortin og svo kemur að eftirréttinum heimalöguðum toblerone ís með heitri marssósu, damn hvað ég fékk vatn í munninn og kíkjum á hvað leynist undir trénu okkar. Ég er orðin voðalega spennt að upplifa jól með litlu barni, þótt Hallbjörg sé nú varla lítil, hún er orðin svo stór og þroskuð eitthvað. En það var allavega síðast þegar Heimir bróðir bráðum tvítugur, ÚFF, var krakkagemlingur. Þá var ég sterkari og stærri en hann en nú er ég bara sterkari. EÐA EKKI. Ég veit að hann fór að æfa lyftingar bara til geta ráðið við mig. Æi mér þykir svo ofurvænt um hann eitthvað.

miðvikudagur, desember 13, 2006

11 dagar til jóla

Humm. Veit eiginlega ekkert hvað ég á að segja. Get ekki sagt neinar krassandi sögur þar sem ég er að mestu leyti innilokuð heima hjá mér þessa dagana nema jú ég lenti inná spítala fyrr í vikunni. Það væsti nú reyndar ekkert um mig þar. Var ein á stofu og fékk góðar heimsóknir og svona skemmtiatriði við og við. Þar var reglulega á ferð gömul kona sem uppgötvaði þarna nýjan sjúkling og gerði sér gönguferðir eftir ganginum til mín. Hún vildi alls ekkert við mig tala því í þetta eina skipti sem ég ætlaði að spjalla var hún fljót að láta sig hverfa. Þannig að ég var ekkert að reyna það aftur. Æi hún var bara krúttleg, kom og lagaði aðventuljósið í glugganum hjá mér, opnaði gluggann, fékk sér sæti á stólnum við hliðiná mér og lagaði til hitt rúmið á stofunni minni svo eitthvað sé nefnt. Kitlaði allavega fram mörg brosin hjá mér :)

Núna er ég bara hætt að vinna í bili þannig að ég hef það bara rólegt og undirbý jólin eftir því sem ég hef krafta til. Dagurinn í dag var sá besti í llllaaaaannnnngaaaannnn tíma og ég var svo hamingjusöm að eiga góðan dag að ég fékk bóndann til að viðra mig aðeins og fara með mig út að borða. Hann var næstum bara í sjokki að ég vildi komast út :) Missti reyndar af heimsókn frá góðum vinkonum fyrir vikið en ég vona að þær fyrirgefi mér þetta og geri aðra tilraun sem fyrst :)

En staðan er allavega svona núna. Einn dagur tekinn í einu og ég þakklát fyrir hvern dag sem gengur vel.

laugardagur, desember 09, 2006

Kom mér í smá klanur

Æi ég breytti síðunni minni í eitthvað nýrra version og eftir það eru linkarnir ekki með íslenskum. Er eiginlega að vonast eftir að þetta lagist bara sjálfkrafa því ég hef víst ekki mikla þolinmæði í að reyna að laga þetta .... Sjáum til.

Alltaf styttist í jólin og mér finnst ég eiga eftir að gera svo mikið, ... einmitt og ekki spurja af hverju í andsk. ég sit þá og eyði tímanum í að blogga!? Það er víst þannig að þegar manni fallast hendur þá einmitt gerist ekki baun hjá manni. En sjáum til hvað setur í dag.

Erum reyndar nokkuð vel sett í jólagjafainnkaupunum en samt alveg hellingur eftir eins og Heimir bróðir, pabbi og Hildur, mamma, Linda, Svanhildur, Jenný og Elvar, amma og afi okkar beggja. Baaaahhhh þetta lítur verr út en mig minnti .!. Best að reyna að pakka nokkrum inn um helgina.

Ætlum að reyna að klára þetta dæmi alveg um næstu helgi, reyndar ekki seinna vænna en erum að öllum líkindum á leið Suður. Ég er voðalega spennt því ég fer að hitta SSVVVO margar stelpur sem ég hef ekki hitt lengi og alveg rosalega spennt að hitta þennan gamla hóp aftur :)

Jólakortin eru klár, já eða svona nokkurn veginn, á bara eftir að setja þau í umslög og skrifa utan á þau. Dáldið skrítið en gaman að að senda myndakort :) Já og fyrir þá sem eru í vafa því ég er víst skráð á Húnabraut 3 hjá póstinum þá bý ég á:

Ránarbraut 22
545 Skagaströnd

Laufabrauðið er klárt inní skáp og gerir mér lífið leitt í hvert skipti sem ég opna hann, njomm njomm, en lítið hefur farið fyrir bakstrinum .!. Ekki að það sé nokkur einasta afsökun en þessi bévítans ofn, arrrrrgggg. Set blástursofn á TO BUY listann.

föstudagur, desember 08, 2006

Litla yndislegust :)

fimmtudagur, desember 07, 2006

Besta sálfræði EVER!!!

Eins og titillinn gefur til kynna þá er ein ákveðin desembersending á ári hverju sú sem tekur mig ALLTAF á sálfræðinni .!. Það eru þessi blessuðu jólakort og merkispjöld frá Rauða krossinum því mér dettur ekki til hugar að nota þetta án þess að greiða gíróseðilinn og því síður vil ég henda þessu í ruslið ónotað. Þetta hefur að sjálfsögðu í för með sér að Rauði krossinn fær alltaf sinn seðil greiddan ár hvert... Sniðugir þar.

Frekar sérstök stemning í stofunni minni í gær. Vorum ekki að nenna sjónvarpinu þannig að við sátum og hlustuðum á tónlist og lásum Húnavökuritin og sögðum svo hvoru öðru sögur sem komu upp í hugann við lesninguna. Held að það verði örugglega tekin fleiri svona kvöld. En vá - hversu gamall er maður orðinn !?

BLESS.

mánudagur, desember 04, 2006

HIKK .!.

..... og ég vann léttvínspottinn um helgina. JJJJíííííííhhhhaaaaaaaa!!

... ég sem var svo farin að kvíða desembermánuði eftir að ég uppgötvaði að ég á eftir að spila og stjórna kórnum í 5 athöfnum, láta nemendur mína spila á tveimur tónleikum, halda eitt jólaball, koma jólakortum í póst, klára að kaupa og pakka inn jólagjöfum, gera ósköpin öll af jólahreingerningu, baka, skreyta hýbýli okkar já og ýmislegt fleira sem ég læt ótalið ....

..... en ég get bara farið að opna flöskurnar og verið hálf við þetta allt saman og þá hlýtur þetta að reddast.

Segið svo að jólin séu ekki hátíð ljóss og friðar.