Það er ekki í lagi ...

Það hlaut að fara að koma að því að ég tæki uppá einhverju skrítnu..
ÉG mætti til kennslu í 10. bekk í morgun og er vön að taka þangað með mér boxið með kennslubókunum þeirra og pennaveski. - Það skal tekið fram að ég var AFAR þreytt í morgun -
En jæja .. þegar ég er komin inní stofu, búin að leggja frá mér dótið og ætla að hefja kennslu, sé ég þá ekki að ég var með þverflautuna mína í staðin fyrir pennaveskið **hóst**
Svart pennaveski - svört þverflaututaska - ekki erfitt að ruglast - nema að taskan er svona fimm sinnum stærri en pennaveskið. HALLÓ!!
Já svona getur þetta verið þegar langt er liðið á vikuna og þreytan farin að segja til sín ...
Well ...
Föstudagur framundan og ég sé fram á hálf tómlega helgi því hann Heiðar minn ætlar alla leið á Neskaupsstað!! Fjúff - það verður skrítið að lúra ein í bólinu, vitandi af honum endalaust langt í burtu.
Sé fram á alls herjar tiltektir, leikæfingar og kortagerð. Endilega bjalla á mig ef einhver er í gírnum til að sansa nokkur kort og halda mér félagsskap :)