Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, janúar 27, 2005

Auckland


OH .... Djöfull er ég búin að fá yfir mig nóg af þessum déskotans klámsíðum sem skilja alltaf eftir sig spor í gestabókum!! Ég hef ekki undan að henda þessu út!! Jebbs, það líður ekki á löngu þangað til að þolinmæði mín er á þrotum og ég sleppi því að hafa gestabók...

ANDA INN, ANDA ÚT

Nú er ég búin að taka lokaákvörðun um hvaða enskuskóla mér líst best á. Hann er á Nýja-Sjálandi og heitir Aucklandschool.

,,Milt loftslag og fallegar strendur gera Auckland að frábærri paradís. Þegar tekur að dimma er mikið um lifandi tónlist og hægt er að skella sér í hafnarsiglingu þar sem nóttinni er eytt dansandi við jazz. Skólinn er á góðum stað í Auckland eða á háskólasvæðinu sem er alveg við litríkar verslanir Queen Strett. Í göngufjarlægð við skólann er líkamsræktarstöð og sundlaug."

Hvernig er hægt annað en að lítast vel á þetta?? ... þegar ég fór svo að skoða myndirnar af svæðinu missti ég mig alveg!! ÉG ER FARIN!!

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Pælingar dagsins

Jáh, það er lítið að gerast á litla ósnum þessa dagana.
Jú ég er aldeilis að taka mér tak (segir maður það svona) og er farin að fórna Leiðarljósþáttum fyrir ræktina!! Þá er eitthvað mikið í gangi ....

Annars er maður alltaf að læra eitthvað nýtt. Ég uppgötvaði í gær að ég bara kann ekkert að mála. Ekki mikið verksvit þar!! Við félagar í stjórn golfklúbbsins vorum að mála uppi í Tvisti, (veitir ekki af því að vinna fyrir nýjustu fjárfestingunni okkar). Ég sótti mér rúllu og málningarbakka og var svona fyrsta klukkutímann að átta mig á hvernig skrambans bakkinn virkaði. Sullaði út um öll gólf og fattaði ekkert af hverju málningin var komin á öll fötin mín, skóna og já aðeins framan í mig. Fyrstu fermetrarnir voru ansi skemmtilega röndóttir. En ég varð nú betri eftir því sem á leið þótt ég hafi nú ekkert í hyggju að gera málningarvinnuna að ævistarfi. Já, maður leggur ýmislegt á sig í þágu félagsstarfanna.

Speki dagsins:
Gæt vel þessa dags
því gærdagurinn er draumur
og morgundagurinn hugboð.
Sé deginum í dag vel varið, mun
gærdagurinn breytast í dýrmæta minningu
og morgundagurinn í vonarbjarma.
Gæt því vel þessa dags.

sunnudagur, janúar 23, 2005

Þorrablót

Jebbs, það varð úr að maður skellti sér á þorrablót!! Ég fór síðast þegar ég var í 10. bekk þannig að það var alveg kominn tími á að endurnýja kynnin við súra hrútspunga, sviðakjamma og hákarl. Það verða ekki höfð mörg önnur orð um þetta blót en þau að ég skemmti mér bara déskoti vel og dansaði af mér alla limi.

UM NÆSTU HELGI á svo að halda til borgar óttans að mála bæinn rauðan. Já og ætla ég að kaupa eitt stykki píanó. Ég hef bara ekki komið í menninguna í heilan mánuð. Komin með slæm fráhvarfseinkenni!! Ég auglýsi hér með eftir fari eða eftir einhverjum sem vill far. Nenni ómögulega að aka þetta ein...

En það sem ég gat nú öskrað yfir þessum blessaða landsleik í dag!! Skrítið að geta setið heima í stofu og gargað svona eins og vitleysingur, eins og það komi til með að hafa áhrif á leikinn.. Já ég er ekki frá því að baráttuköllin frá mér hafi hjálpað til.

föstudagur, janúar 21, 2005

Þankagangur

Það er fátt sem fer jafn mikið í taugarnar á mér og þegar maður er búin að blogga og það týnist síðan allt saman. URR.

EN

Í sumar kom til mín í pössun hann Matti froskur. Þetta er ósköp sætið, lítt, hvítt, krúttlegt grey. Nú er ég hins vegar búin að ættleiða kappann og milli okkar hefur tekist mikill vinskapur.
Hann Matti er mikill sérvitringur. Hann fær alltaf sama matinn dag eftir dag eftir dag!! Ef hann fær einhvern hátíðamat þá eru það flugur. Annars borðar hann bara alltaf sama matinn upp úr sinni froskamatsdollu. Nema hvað. Í dollunni eru hvít korn og rauð korn, æðislegt að fá að breyta til um lit :) EN NEI. Rauðu kornin vill hann ekki sjá, frekar sveltir hann sig en að borða þau. Já, það er betra að vera ekkert að flækja lífið of mikið.
Dagarnir hans Matta eru þannig að hann syndir hringinn í kringum bjórflösku. VEI!! ... Um daginn ætlaði ég að vera rosalega skemmtileg og leyfa honum að breyta til. Skellti honum í baðið (reyndar gerði Þórður það, ég þorði því ekki). Matti var ekkert að fýla það og var skíthræddur við mig í marga daga á eftir. Það er betra að vera ekkert að breyta of mikið til :)
Ég er sannfærð um að ef ég bara hugsa nógu vel um Matta þá breytist hann einn góðan veðurdag í prins, svona ef ég læt vaða á að kyssa hann :)

Annars eru margar ákvarðanatökur sem bíða eftir mér. Ég fékk tilboð í bílinn minn!! ÉG hringdi í umboðið og á hann eru settar 600 þúsund. Mig langar ekkert voðalega mikið til að skipta. Bíllinn minn svíkur mig aldrei "7,9,13" en hann er nú keyrður 155 þús greyið þannig að það er alveg kominn tími til að skipta ef ég ætla ekki að keyra hann út. Svo er annað. Ég fer í interrail í sumar og er mjög mikið að spá í enskuskóla eftir það þannig að til hvers að eiga bíl ef maður ætlar ekkert að vera á landinu. Ég er komin á kaf í að skoða skóla og það eru þrír sem standa upp úr. London, Kanada og Nýja-Sjáland. Nú treysti ég á að fá tillögur og ráð varðandi bílinn og enskuskólann :)

þriðjudagur, janúar 18, 2005

ÖMMUR :)

Mér finnst þetta alveg brilliant og ákvað að deila þessu með ykkur, svona í amstri hversdagsleikans með von um að það færist bros á einhver andlit.

RITGERÐ 8. ára drengs

Amma er kona sem á engin börn sjálf, svo henni þykir vænt um litla drengi og stúlkur sem aðrir eiga.
Afi er karlkyns amma. Hann fer í gönguferðir með litla drengi og þeir tala um traktora og veiðiferðir.
Ömmur hafa ekkert að gera annað en að vera til. Þær eru gamlar og þær ættu ekki að leika sér eða hlaupa hratt. Þær segja aldrei "flýttu þér".
Þær eru oftast feitar en ekki of feitar til að hnýta skóreimar hjá krökkum.
Þær eru með gleraugu og klæðast skrítnum nærfötum og þær geta tekið úr sér tennurnar og gómana.
Ömmur þurfa ekki að vera neitt gáfaðar, bara svara spurningum um hvers vegna hundar eiga ekki ketti og af hverju Guð sé ekki giftur.
Þær tala ekki smábarnamál við mann eins og gestir gera. Þegar þær lesa þá hlaupa þær ekki yfir og þeim er alveg sama þó þær lesi sömu söguna aftur og aftur.
Allir ættu að eiga ömmu, sérstaklega ef maður á ekki sjónvarp því þær eru þær einu sem hafa tíma.

Svoleiðis er það nú :) Er amma ykkar svona?

sunnudagur, janúar 16, 2005

Hugleiðingar ....


Það vantar ekki að ég sé hundsvekkt út í Idolið!! En þar sem ég er nú ekki jafn blóðheitur stuðningsmaður og í fyrra nenni ég ekki að tjá mig um það annað en að mér finnst fyrirkomulagið asnalegt. Það væri miklu sanngjarnara að við kysum þann sem á að detta út!! En þá koma peningarnir í spilið og auðvitað þarf okkar fátæka símafyrirtæki að græða sem mest.

Laugardagskvöldi líðandi helgar var eytt heima í stofu. Ég horfði á söfnunarátaksþáttinn og að sjálfsögðu styrkti ég söfnuna. Kominn tími til að maður fari að hugsa oftar um hvað maður hafur það gott, í staðin fyrir að halda alltaf að maður hafi það eitthvað slæmt....

Sigurrósarmenn stóðu sig að vanda. Það er bara verst að ég á í mesta basli með að hlusta á tónlistina þeirra. Ég hlustaði svo mikið á þá og fór á tónleika með þeim þegar ég bjó í Danmörku, þannig að ég fæ alltaf einhverja bölvaða söknunartilfinningu þegar ég heyri þá spila. Svona getur nú tónlistin haft áhrif á mann.

Ég er komin í mikinn INTERRAIL ham. Virkilega farin að skoða staðina sem mig langar að koma við á og líst mér skuggalega vel á þessar slóðir, Pólland, Tékkland, Slóvakía, Ungverjaland og Króatía eða jafnvel Spánn, Portúgal, Marokkó, Ítalía, Slóvenía, Grikkland og Tyrkland.
Æ maður getur víst ekki tekið hálfa Evrópu á einum mánuði þannig að maður þarf virkilega að fara að spekulera hvaða stefnu maður tekur.

WELL ... Það veitir víst ekki af því að halda áfram að vinna. Hugleiðingum dagsins, hér með lokið.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Nei heyrðu mig nú ....

Nú held ég að ég sé gengin af göflunum.
Hversu galinn er maður þegar maður er farinn að lesa ævisögu David Beckham sér til skemmtunar fyrir svefninn.

Jú, jú. Það má alltaf láta sig dreyma. Annars ætla ég frekar að ná í Brad Pitt úr því að hann er á lausu :)

EN

Hvernig á sú kona að vera
sem karli skal til hæfis gera.
Hún þarf að vera undur fríð
og karli sínum ávallt blíð.
Með matinn ávallt á réttum tíma
og ekki sitja og hanga í síma.
Skyrtan strokin inni í skáp
og ekkert óþarfa búðarráp.
Að baka, konan þarf að kunna
og haga sér eins og nunna.
Börnin skal konan manni sínum ala
og ekki yfir íþróttum tala.
Karlinum þarf hún sífellt að hæla
og á kvöldin við hann gæla.
Konan skal halda vextinum fínum
þó karlinn tapi sínum.
Karlinn á að styðja í frama poti
og ekki vekja úr fyllirísroti.
Heimilið skal vera strokið og fínt
svo karlinn geti það öðrum sínt.
Konan skal kunna að negla og saga
svo ekki þurfi hún karlinn að plaga.
Garðinn að hreinsa og bílinn að bóna
og bursta af karli sínum skóna.
Svo skal hún brosa og vera fín
svo karlinum ekki glapist sýn.
Ef hann rær á önnur mið
skal konan kunna að halda frið.
Þið vitið eflaust allar nú
að mikill vandi er að vera frú.

miðvikudagur, janúar 12, 2005

Svaðilför í villta vestrið

Við saumaklúbbspíur fórum í ægilega svaðilför frá Blönduósi í villta vestrið í gær. Lögðum sko mikið á okkur til að komast í saumaklúbb til Petu. Brutumst í gegnum stórhríð (að okkur fannst) á leiðinni og í beygjunni til Skagastrandar festum við okkur í þessum líka risa skafli. Það var ekkert um annað að ræða en að farþegaflotinn færi út að ýta (4 stk. hörkutól) en það dugði nú bara ekki til. Þá hringdum við neyðarkall í Viggu (nýja jeppaeigandann) en okkur til happs mætti Jóhann nokkur á Felli og sameinaði krafta sína við okkar þannig að Vigga verður frelsarinn okkar síðar!!

Já, svona er lífið fyrir Norðan heiðar!!

Á heimleiðinni var ákveðið að reyna að taka skaflana á ferðinni svona með von um að þurfa ekki að ýta mjög oft. Gekk vel, fyrir utan einn skafl, en ferðin í gegnum hann var fyrsta flugferðin mín í bíl, svona eins og gerist í bíómyndunum. Við erum að tala um að við vorum bara í lausu lofti.

Mér fannst það frekar fyndið, bílstjórunum og hinum farþegunum fannst það ekki!!

En mikið er ég nú glöð að hann Heimir bróðir minn sé fluttur heim. Það er svo skrítið að ,,litli bróðir,, sé allt í einu orðinn stærri en ég og fullorðinn. Nýjasta nýtt hjá okkur systkinunum er að djöflast í þreksalnum saman. Eigum örugglega eftir að vera dauðfegin að hafa hvort annað heima svona til að stytta okkur stundirnar þegar við erum bæði í fríi. Algjör lúxus að hafa þessa elsku heima!!

þriðjudagur, janúar 11, 2005

Rise and shineEftir 64 daga stíg ég upp í flugvél og held til Kaupmannahafnar!! Það er svo gaman að hafa eitthvað til að hlakka til :)

Það stefnir í botnlausa vinna á næstunni. Ég var plötuð í að hafa dönsku námskeið fyrir fullorðna hjá farskólanum (stress, stress), svo er ég komin í árhátíðarnefnd, tvær söngvakeppnir á dagskrá sem ég á að dæma, orgelsjóðstónleikar, klára píanókaupamálið og sitthvað fleira. Það veitir ekki af því að hafa nóg að gera!!

Það er ekki laust við að maður sé nú pínu lítill í sér þessa dagana. Það sannaðist í enn eitt skiptið að það er bara ekki nokkrum manni treystandi á þessari jörðu. Stundum er það líka þannig þegar uppi er staðið að þeir sem maður heldur að séu ,,óvinir" eru bjargvættir og góðir einstaklingar eftir allt saman.

Ég ætla allavega að taka bloggfærsluna hennar Lindu frænku til fyrirmyndar:
,,Heyrðu... nú er komið nýtt ár og þá er vissara að taka aðeins til hjá sér... henda út öllu því slæma og vera opin fyrir öllu því nýja og góða! Allskonar góðar minningar frá síðasta ári en það leynast líka einhverjar vitleysur inn á milli sem er löngu tímabært að eyða... Algjör vilteysa að hanga á einhverju sem gerir mann bara leiðan af og til. Erfitt en algjörlega kominn tími til.... ööösssss... ég segi nú ekki annað. Þetta er ekkert létt sjáði til, en þetta kemur allt saman!"

OG SVO ÞARF MAÐUR LÍKA AÐ FARA AÐ SPÁ Í SUMARIÐ!!

Fyrr skal ég dauð liggja en að hanga heima í sumarfríinu eftir allt þetta verkfallsbras. Er barasta alveg búin að fá yfir mig nóg af því að hanga. NEI TAKK!! Ég ætla að leggja land undir fót.
Interrail, Hróaskelda .... eitthvað. Linda mín ég treysti á að þú vinnir eins og vitleysingur svo að við getum farið saman. Bankainnistæðan mín er á hraðri uppleið svo að ég geti nú gert eitthvað uppbyggilegt.

mánudagur, janúar 10, 2005

Nafna mín

Hvernig getur maður verið annað en glaður þegar maður heyrir þær fréttir að kálfur hafi verið skýrður í höfuðið á mér :)
Mikið eru þessi krakkar nú yndislegir ... Mér finnst þetta nú bara sætt. En þá er bara að vona að gripnum verði ekki slátrað!!! Það yrði nú IRONIC :)

... en svona af því að ég er byrjuð þá má ég til með að minnast á að það er líka til meri sem var skýrð í höfuðið á mér. Hehehehe :)

Auglýsi eftir rollu ;)

sunnudagur, janúar 09, 2005

Snjór, snjór og aftur snjór

Hvað er málið með snjóinn hérna!!! ......
Ég held að ég selji bara bílinn minn og fái mér snjósleða.....
Lét mig nú samt hafa göngutúr í dag og held að ég bíði þess ekki bætur :) Lærin á mér eru ennþá frosin föst saman. Nice ...