Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, febrúar 27, 2006

Getraunir!Leikur fyrir karlmenn!

Jæja, nú var kallinn bara með 12 rétta og fyrir það fær maður rúmar 8 hundruð krónur$$$!!!!!
Ég held ég leggi þetta bara inná bundinn reikning og lifi á vöxtunum;) Þórdís mín var líka með 12 rétta.(HEPPNI)

Baráttan var hörð í Blöndubikarnum ;)Eins og við var að búast þá sló TÓTA LITLA liðið SÖMU 2 út á útivelli 9-12!Og Jónurnar rúlluðu Pappírnum upp á heimavelli 12-11!Bakkabræður töpuðu á mjög erfiðum útivelli á móti Hlunkunum 12-11 og Espolín missti leikinn niður í jafntefli á síðustu metrunum á móti Pésunum en að vísu á erfiðum útivelli;) og svo eru fleiri úrslit á USAH.IS!
En úrslit helgarinnar voru þegar Móri group með Sædísi í fararbroddi tapaði naumlega á heimavelli fyrir Rauðu djöflunum þar sem Erling er við stjórnvölinn 10-11!En svo spyr maður sig:Hvernig hefði þetta farið ef Sædís og Erling hefðu sett sjálfval á raðirnar hjá varamönnunum?
En Villi lögga er að halda lögregluembættinu á floti með því að spila "seif"og er efstur í mínum riðli!! ENÞÁ;)

Nú er bara að fara að spá í seðilinn fyrir næstu helgi og setja stefnuna á 13.rétta! Og um leið skora ég á Sædísi og Erling að fara að notast við sjálfvalið;)
Kíkið á usah.is!!


KV. NONNI!

MYNDIR og aftur MYNDIR


Sem fyrr er ég alveg óð með myndavélina! ER sumsé búin að henda inn dúbíu af myndum frá helginni. Held að myndirnar tali bara sínu máli :)

En annars er langri, strangri en frábærri helgi lokið. Herlegheitin hófust á föstudaginn með árshátíð grunnskólans en ég var í árshátíðarnefnd ásamt þeim Heiðari Loga og Jófríði. Þetta var orðið all mikið stress því svaðaleg veikindi herjuðu á liðið en við tókum hins vegar ákvörðun um að halda settu plani & ég er bara sátt við útkomuna.

Get ekki sleppt því að minnast á að mér fannst 10. bekkurinn minn standa sig alveg frábærlega í undirbúningnum og ég er svo endalaust stollt af þeim eitthvað. Ég er svo mikið búin að hugsa undanfarið hvað ég er heppin með fyrsta umsjónarbekkinn minn - já betri bekk er sko ekki hægt að hugsa sér! ÉG á eftir að horfa á eftir þeim hverfa á vit ævintýranna, með tárin í augunum í vor - svo mikið er víst.

EN AÐ LAUGARDAGSKVÖLDINU


Þá voru haldnir styrktartónleikar á Skagaströnd!! Jonni og Hjörtur báru hitann og þungann af tónleikunum og má ég til með að hrósa þeim fyrir gott framtak! Ég var líka rosalega ánægð að sjá hvað margir mættu á tónleikana og Blönduósingar voru ekki síður duglegir að mæta. Greinilegt að þessi tvö byggðarlög þurfa ekki alltaf að vera erkifjendur - mættum gera meira af því að standa svona saman þegar á þarf að halda.

laugardagur, febrúar 25, 2006

1X2!

Það er þvílíka driftin í getraunaleik Hvatar!
31.lið eru skráð til leiks og taka þátt bæði í deild og bikarkeppni!Óli Ben heldur utan um þetta allt saman og er að vinna frábært starf að mér finnst og á heiður skilið!
Í dag er spilað bæði í deild og bikar og verður spennandi að sjá hvaða lið komast í 16.liða úrslit en umtalaðasti slagurinn er óneitanlega Rauðu djöflarnir(Höski lögga og Erling) og Móri group(Himmi lögga og Sædís)En þetta er kanski meiri slagur á milli Erlings og Sædísar því hæfileikar Höska og Himma liggja örugglega á öðrum sviðum en í getraunum;)
Fylgist með á USAH.IS og fylgist með sigurgöngu TÓTU LITLU(mitt lið) og líka hjá Jónunum(Þórdís og Hugrún)!!!En þessi tvö lið eru með þeim sigurstranglegri í þeirra riðli allavegana!

Við Hugrún fjöllum nánar um þennan skemmtilega leik eftir leiki helgarinnar og munum fylgja leiknum eftir fram á vor!

Svo bara áfram Liverpool,Hvöt,Tóta litla og Jónurnar!

Nonni!

föstudagur, febrúar 24, 2006

Ég bara segi svona!!!

Hæ!

Með hverjum haldið þið í "ÆDOLINU"???
Ég held með Ingólfi(þessum litla ofvirka) Ekki það að það skipti einhverju máli ég bara segi svona!

Örvar HU-2 er að koma í land með fullfermi eftir 5.daga á veiðum;) En gott að þeir komi bara með fullfermistúra eftir að ég hætti;)
Ekki það að ég sjái eftir því að hafa hætt ég bara segi svona!

Hvað kom fyrir símann hjá Hugrúnu?Ég held að hún hafi lagt hann frá sér síðast þegar hún var að taka bensín og svo náttúrulega í öllum hamagangnum þegar hún hefur verið að drífa sig í burtu áður en hún átti að borga þá hefur hún gleymt honum og síminn verið tekinn eignarnámi uppí bensíntankinn!!
Ekki það að ég hafi hugmynd um það hvað kom fyrir helvítis símann eða að mig komi það nokkurn skapaðan hlut við ég bara segi svona!

Fylgist með tippleiknum ógurlega,bæði deild og bikar!Spennan er gífurleg, ekki það að þið séuð skildug til þess eða megið ekki fylgjast með einhverju öðru ég bara segi svona!!

Annars ekkert að frétta,skrifið endilega Comment eða ekki! ÉG BARA SEGI SVONA!

Nonni!

miðvikudagur, febrúar 22, 2006

GEMSI?

Ég er símalaus - snökt. Örlög símans verða ekki gefin upp hér - einfaldlega af því að ég skammast mín fyrir að segja hvað ég er mikill klaufi. OH.

EN Á EINHVER GAMLAN SÍMA TIL AÐ LÁNA MÉR Í HALLÆRINU UNS ÉG FJÁRFESTI Í NÝJUM??

þriðjudagur, febrúar 21, 2006

Ja hérna hér ...

Já ég segi ja hérna hér. Í bekkinn minn voru mættir HEILIR FJÓRIR NEMENDUR í dag, restin alls 10 stykki - fórnarlömb flensunnar!! Já það er sko ekkert grín að verða fyrir barðinu á þessum flensufaraldri því það þýðir sko gott betur en einn dagur í bælinu....


En búið er að draga í riðla í tippkeppni Hvatar og útlit fyrir hörkuspennandi keppni. Skemmtilegast þótti mér að sjá að við erum í riðli með liðinu Tóta litla, en það eru þeir Jón Örn ritari á þessum bæ og tengdafaðir hans. En aðrir erkifjendur á næstu vikum verða þeir feðgar Guðbjartur Sindri og Villi kraftlyftingamaður með meiru, Stefán lögfræðingur og Aron sonur hans, Hilmar og Stefán nemendur mínir í dönsku, feðgarnir Erling nemandi minn og Höski löggimann, fótboltakempurnar Sveinbjörn og Gummi HVÖT og að lokum Greta saumaklúbbsfélagi og Berglind íslenskukennari.

OH ég hlakka til að taka í lurginn á þessum liðum - múahahaha ;)

mánudagur, febrúar 20, 2006

Í dagsins önn

Alltaf gaman að koma að skjánum & sjá að Jón Örn hefur bloggað :)

Nýr tippleikur hófst á helginni og við Þórdís hættum auðvitað ekki á toppnum svo við erum aftur liðsfélagar. Byrjuðum með látum - 11 réttir.

.... en hjá mér er annars allt í lukkunnar velstandi. Konudagurinn fór vel með stelpuna og óhætt að segja að ég hafi átt yndislegan dag. Til að toppa tilveruna var veðrið náttúrulega eintóm snilld.

Frekar sjaldgæfar aðstæður hjá múttu í síðustu viku! Brjálað veður orsakaði að við vorum öll þrjú heima frá miðvikudegi til föstudags. Þar sem ég er vön því að stela rúminu hans litla bróður þegar hann er ekki á svæðinu mátti ég gjöra svo vel að múta honum með dúnsænginni minni svo að ég fékk að vera í holunni hans og hann í stofunni... ÞESSI ELSKA :)

Nú og svo fylgdi veðrinu auðvitað að festa sig og við systkinin fórum eftir miðnætti galvösk út með skóflu til að losa bílinn og gekk eitthvað treglega hjá okkur. Get ekki annað en tekið ofan fyrir Pólverjanum á móti okkur því hann sá að við vorum í vandræðum og vippaði sér auðvitað í útigalla og út til að hjálpa okkur. Það hefðu ekki margir gert held ég.EN JÆJA ... Skellti inn helling af myndum frá helginni. Haldið ótrauð áfram að nota kommentkerfið ;) Snakkes ved.

sunnudagur, febrúar 19, 2006

Júróvisijon!!!!

Hvað finnst ykkur um að senda þessa "fígúru" í evróvisjonið?????
Ég er hreint ekki kátur með það! Aðallega vegna þess að ég veðjaði við Vigni Vignisson uppá heila Carlsberg bjórkippu að hún myndi ekki fara!! En hún er víst að fara út og bjórkippan að fara til Vignis;(Hann er örugglega dauður eftir tvo þannig að ég hef þetta bara léttöl ;-)

En hvað finnst ykkur?????? COMMENT!!!!!

Kv.Nonni!

e.s.Liverpool vann stórsigur á Man.Utd 1-0 og Hvöt tapaði fyrir Tindastól 4-2 um helgina á útivelli!! En þetta fer allt að koma,þeir verða orðnir fínir þegar deildin byrjar! Og koma svo ÁFRAM HVÖT og ÁFRAM LIVERPOOL!!!

fimmtudagur, febrúar 16, 2006

VEÐUR & VINDAR

My car is going nut!! Ekki veit ég hvað kom yfir þennan öðling í gær því hún mamma fékk hann aðeins lánaðan og hann var bara með hundakúnstir við hana. Þegar hún ætlaði að drepa á honum varð bara allt vitlaust og bíllinn bara flautaði constantly. Það var ekki annað að gera en að setja hann aftur í gang svo að hann þagnaði og í annarri tilraun til að drepa á honum hélt hann áfram uppteknum hætti :-D Eitthvað fannst mömmu hávaðinn í honum óþarflega mikill og sótti mig & var bíllinn auðvitað með sama derringin við mig þangað til að ég hringdi neyðarhringingu í hann Jón minn og snarþagnaði hann þá!!

Í dag er hann svo með einhverjar bremsukúnstir og bremsar svona bara eftir eigin geðþóttarákvörðunum. Alltaf smá spenna að fara í beygjur - bremsar hann eða bremsar hann ekki!?! Ætla að klappa honum aðeins á eftir og leyfa honum að ganga, hef grun um að einhvers staðar hafi snjóað inná eitthvað sem ekki átti að snjóa inná. Vá hvað ég er mikill bifvélavirki.

Enn er tregða með myndasíðuna og ég bjó bara til nýja svo nú er hægt að kíkja nýjar myndir altsvo frá Akureyrarferð saumaklúbbsins og uppskeruhátíðinni.

miðvikudagur, febrúar 15, 2006

Smá mistök

ÖÖÖssss ..
Í fullri alvöru og af einlægni þá gekk ég fram af sjálfri mér í gær.
Var á leið á Skagaströnd, skal tekið fram að snjór var á veginum sem gerði það að verkum að ég gerði ekki greinarmun á malbiki og malarvegi. EEEENNN í mínum einkaheimi ranka ég við mér, þá komin fram hjá Skagastrandarafleggjaranum & mín bara á leið út á Skaga.

Það var varla að ég gæti hlegið af sjálfri mér því ég er bara farin að óttast að ég fari mér að voða einhvern daginn..

EEEeeen í kvöld ætla ég á uppskeruhátíð tippara! Ég & Þórdís munum að sjálfsögðu veita viðtöku 2. sætinu í afturrúðubikarnum. Ég er bara stolt af okkur stelpunum því Erlurnar tvær unnu þetta, reyndar hefðu mátt sleppa því að hirða af okkur toppsætið í síðustu umferðinni - EN SÁTT - úr því að það var þá stelpulið. Femínistinn aðeins að kræla í mér ;)

En strákar mínir - hér er leið ykkar að fullkominni hamingju ;)

REGLURNAR

1 - Konan býr alltaf til REGLURNAR.

2 - REGLURNAR geta breyst fyrirvaralaust.

3 - Enginn karl getur mögulega kunnað allar REGLURNAR.

4 - Ef konuna grunar að karlinn kunni allar REGLURNAR verður hún að breyta sumum REGLANNA tafarlaust.

5 - Konan hefur aldrei rangt fyrir sér.

6 - Ef það lítur út fyrir að konan hafi rangt fyrir sér er það vegna svívirðilegs misskilnings vegna einhvers sem karlinn sagði eða gerði vitlaust.

7 - Ef regla nr.6 á við verður karlinn að biðjast afsökunar undir eins fyrir að hafa valdið misskilningnum.

8 - Konan má skipta um skoðun hvenær sem er.

9 - Karlinn má aldrei skipta um skoðun án skriflegs samþykkis konunnar.

10 - Konan hefur rétt á að vera reið eða í uppnámi hvenær sem er.

11 - Karlinn verður alltaf að vera yfirvegaður nema að konan vilji að hann sé reiður eða í uppnámi.

12 - Konan má ekki undir nokkrum kringumstæðum láta karlinn vita hvort hún vilji að hann sé reiður eða í uppnámi.

13 - Karlinn skal ætíð lesa hugsanir konunnar.

14 - Það sem konan meinti er alltaf mikilvægast, ekki endilega það sem hún sagði.

15 - Ef karlinn fer ekki eftir REGLUNUM er það vegna þess að hann er aumingi með hor sem getur ekki tekist á við vandann.

16 - Ef konan er með fyrirtíðaspennu skipta REGLURNAR engu máli og karlinn verður að hlaupa á eftir öllum duttlungum hennar.

17 - Allar tilraunir til að skrá REGLURNAR geta endað með líkamlegum áverkum.

18 - Ef karlinum dettur nokkurn tímann í hug að hann hafi rétt fyrir sér verður hann að muna eftir reglu nr.5.

Snakkes ved..

mánudagur, febrúar 13, 2006

& NÚ ER BÚIÐ AÐ NÆLA MIG ......

Þið eigið augljóslega ekkert að fá að sjá Akureyrarferðarmyndirnar - Er búin að gera mitt allra besta til að hlaða þeim inn - án árangurs! Eitthvað "pikkles" sem hlýtur að lagast fyrir rest. Annars var þetta hin skemmtilegasta ferð, talstöðvar á milli bíla svo enginn missti af neinu :) Ég skildi hana Cöru eftir í faðmi Akureyringa og vona að einhver taki hana nú að sér..
Annars búin að vera í hálfgerðu lyfjamóki síðustu daga - hausinn að hrekkja mig svona all svakalega og ekkert lát á þessum bévítans höfuðverk mínum - já DAGUR 4 & stutt í að maður bugist á þessu helvíti. OH. Nú og svo er ég líka alveg agalega smart með þrjú saumspor í framan :-D

Jæja nóg af kvarti & kveini..

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
Hjúkrunarheimilinu Skógarbæ
Grunnskólanum á Blönduósi
American Style
Sparisjóðnum á Hvammstanga

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
Nei nei & aftur nei

Fjórir staðir sem ég hef búið á:
Kaupmannahöfn
Blönduós
Kópavogur
Hvammstangi

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
OC
Lost
Nágrannar
Idol

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
Ítalía
Frakkland
Spánn
Finnland

Fjórar síður sem ég skoða daglega (fyrir utan bloggsíður):
huni.is
kbbanki.is
blonduskoli.is
mbl.is

Fernt matarkyns sem ég held uppá:
Kjúklingabringur
Rjúpur
Hamborgarahryggur
Nautakjöt

Fjórar bækur/blöð sem ég les oft:
Moggann
Fréttablaðið
Stjörnukortið mitt
Gluggann

Fjórir staðir sem ég myndi helst vilja vera á núna:
KDAS - Kaupmannahöfn
Uppí sófa að kúra
Einhverstaðar í góðu veðri í frið og ró
Heima í faðmi fjölskyldunnar

sunnudagur, febrúar 12, 2006

Örorkumat ríkisins!

Halló! Ég fór uppí Esso í gærkvöldi og var sonur minn með mér því við vorum einir heima í gær og vorum ekki alveg að nenna að elda! En uppí ESSO hittum við ungan og efnilegan dreng sem er að vinna þarna og heitir Heimir!Ágætis drengur það;)En hann sagði mér dáldið fyndið:) Það var semsagt manneskja sem tók bensín og keyrði svo bara í burtu,þannig að Heimir athugaði í eftirlitskerfinu að bílnúmerinu og ætlaði svo að hafa samband við lögregluna eins og almennar starfsreglur gera ráð fyrir,EN HVER HALDIÐI AÐ HAFI GLEYMT AÐ BORGA BENSÍNIÐ??????

Náttúrulega hún Hugrún okkar;) Þannig að Heimir varð að borga sjálfur þennan tank í staðinn fyrir að ræsa sérsveitina á þennan alræmda "þjóf"
En Hugrún! Er þetta fötlun að vita aldrei hvað þú ert að gera og vera endalaust utan við þig? Heldurðu að þú getir ekki fengið örorkubætur útá þetta???????

En annars svosem ekkert! Bara ÁFRAM HVÖT!Þeir eru nokkuð heppnir með útdráttin í riðlakeppninni í 3.deild í sumar! Svo er að koma ný stúka á Blönduós völl,Glæsilegt!

KV.Nonni!

föstudagur, febrúar 10, 2006

Social life

Hellú fólkens ....

ER stödd í Rvk-inni í þéttum vindstreng, rigningu og súld!! Er annars í læknaerindagjörðum og svo auðvitað smá félagslífs skammtur í leiðinni. Fór mjög skemmtilega kaffihússferð í gærkvöldi - hittingur hjá gömlum félögum úr ´81 árgangnum á Blönduósi. Þetta voru altsvo minns, Helga Kristín, Kidda, Valdís og Ásdís Ýr. Þá fyrst töldu hitti ég reglulega, Kiddu annað veifið, Valdísi á nokkurra ára fresti og held svei mér þá að ég hafi ekki hitt hana Ásdísi í 15 ár eða svo!! Það var frábært að hitta þessar stelpur og margt rifjað upp og hlegið af :) Alveg klárt mál að maður á að gera meira af þessu!! TAKK STELPUR FYRIR FRÁBÆRT KVÖLD :)

Á morgun fer ég svo á Akureyri að sjá "Fullkomið brúðkaup" og út að borða svo menningarlífið er á fullu blasti þessa dagana. ER á leið með saumaklúbbnum mínum! Ég og áður nefnd Helga höfum talsvert rætt hvað það er frábært að vera hluti af svona góðum félagsskap. ÉG held að búseta mín fyrir Norðan sé að stórum hluta svona skemmtileg af því að maður tilheyrir góðum vinkonuhóp sem er bæði mjög virkur félagslega og stendur þétt við bakið á manni þegar á þarf að að halda. Það er nokkuð víst að lífið væri innantómt án góðra vina!!

EENNN er hætt þessu áður en þetta verður of væmið .. Takið endilega áskoruninni hér að neðan ef þið eruð ekki búin nú þegar.

Kveð að sunnan - lífsglöð og hamingjusöm :)

föstudagur, febrúar 03, 2006

ÁSKORUN!!

ÉG hef aðeins verið að fylgjast með teljaranum undanfarna daga og samkvæmt honum eru u.þ.b. 150 heimsóknir á síðuna á dag, að frátöldum ferðum mínum að njósna um kommentkerfið. Þar sem ég er nú forvitnari en góðu hófi gegnir langar mig voðalega mikið að vita hverjir eru hér á ferð..?? Skora hér & nú á alla sem sjá þessa færslu að kvitta fyrir sig í kommentkerfið :) KOMA SVO!!