Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

mánudagur, maí 29, 2006

Eitt stutt ...

Er nokkuð góð hérna á miðjunni miðað við aðstæður. Ætla að byrja á að óska honum pabba mínum til hamingju með 43. ára afmælið sitt í gær og henni Kiddu með 25. ára afmælið í fyrradag.

EN AÐ ÖÐRU:
Fórum, minns og Jonni, til Reykjavíkur um helgina - enn ein tónlistarhelgin :)

a) spila saman í brúðkaupi
b) Jonni spila í Borgarnesi

Gaman að því ... :) fyrir utan smá "næstum taugaáfall" því organistinn gat ekki hitt mig fyrr en klst. fyrir athöfn sökum anna og þegar ég mæti á staðinn í umrædda kirkju er karl bara ekkert þar og ekkert brúðkaup í gangi eins og hann hafði sagt mér að yrði, já og svo svaraði hann bara ekki í símann og þá var nú ágætt að hafa sinn rólega mann til að ná mér á jörðina aftur. En þetta reddaðist nú allt fyrir rest .. svona þegar ég róaðist.

Eftir brúðkaup á laugadag, þegar loksins var hægt að gefa sér tíma til að horfast í augu við þreytuna, lét hún heldur betur kræla á sér!! Jonni fór um 21 leytið í Borgarnes og ég held hann hafi ekki verið búin að setja í bakkgírinn þegar ég steinrotaðist og veit næst af mér um tvöleytið þegar mútta hringdi ELDHRESS OG BARA BOTNAÐI EKKERT Í ÞVÍ AÐ HÚN VÆRI AÐ VEKJA MIG :) Eftir stutt móðukennt símtal staulaðist ég úr stofunni og inní rúm og rétt rumskaði svo við að Jonni skreið uppí en næsta sem ég veit er að klukkan er að ganga 01 á sunnudegi.

MÍN BÚIN AÐ SOFA Í RÚMAR 15 KLST. Góðan daginn!!!!!

En höfuðverkur dagsins og næstu daga er sá að þegar maður fer úr vinnunni í nokkra daga, var nú reyndar samt að vinna í útlandinu, þá hverfa verkefnin ekkert á meðan heldur hlaðast bara upp og bíða spennt eftir manni ...... Þessi vinnudagur byrjaði kl.08 og endaði kl.21.30. ÆÐISLEGT og svona verður þetta næstu daga ...

- fyrir utan á föstudagskvöldið næsta því minn ástkæri þarf án gríns að panta tíma til að fá athygli konu sinnar þessa dagana. Ætla þess vegna að helga þetta kvöld minni fjölskyldu og engu vinnu, funda, skipulagsveseni ....

Koma tímar - koma ráð. Hlakka endalaust til þegar ég fer að lifa mínu 08-16 hversdagslífi aftur, já þessu lífi sem manni finnst svo "óspennandi" þangað til að tilbreytingin er orðin of mikil .. En best að hætta þessu tuði því ég gæti bara ekkert, þegar öllu er á botninn hvolft, verið sáttari með tilveruna :)

Jæja, gott í bili - ung og ástfangin - over and out. Ætla að hætta að eyða dýrmætum tíma í tölvunni svo og ekki ætla ég að skjóta rótum hérna í stólnum!! Gott í bili .....

föstudagur, maí 26, 2006

Eitt nett herna ...

Er samsagt komin aftur til Íslands og verð bara að segja að ég var hreint EKKERT sár yfir að missa af brjáluðu veðri hérna Norður í landi ;) Fannst reyndar hálf fáránlegt að koma heim úr allri grænu dýrðinni og úti á pallinum okkar blasir við mér snjóskafl!! Sé annars fram á déskoti annasama daga þar sem öll prófyfirferð og frágangur bíða mín í vinnunni, já og svo eins og ein ferð til Reykjavíkur um helgina...

Annars í frekar litlu stuði til að henda inn ferðasögu, sennilega af því að það er frá svo mörgu að segja og ég bara ómögulega nenni að skrifa svona lengi núna ...

Í stuttu máli sagt:
** krakkarnir voru frábærir
** löbbuðum 22 km í Horsens og fararstjórinn okkar fann ekki til NEINNAR vorkunnar með okkur því hann labbar jú 100 km um helgar sér til skemmtunar!! En vorum auðvitað mjög stolt af okkar 22 km :)
**ég er ennþá ung, lét að minnsta kosti gabba mig uppá lífshættulegan stökkpall í sundlauginni, og lét mitt ekki eftir liggja í rússíbananum í Tívolínu sem by the way ferðast á 77 km hraða upp og niður og í alla mögulega og ómögulega hringi.
**fór í þriðja sinn á ævinni í gegnum tollinn án þess að vera tekin í tékk, hvað var það? Mér reiknast nefnilega til að ég sé búin að fara í gegnum hann 21 sinni

Annars mikið mikið gott að koma heim aftur því eins skemmtileg og þessi blessuðu ferðalög eru þá taka þau alltaf sinn orkutoll!

Gott í bili.

þriðjudagur, maí 23, 2006

Pólitíkin....

...verður lögð til hliðar í þessum pistli!!!

En hins vegar af gefnum ástæðum vilég nefna VEÐRIÐ;) Bara frábært, hvað er málið? Það er að koma fram í júní og maður fer úr og byrjar á því að skafa af rúðunum! Og svo þegar maður leggur í hann þá er maður eins og peð að þvælast á milli snjóruðningstækja! Jahérna hér, og hvað verður það nú næst? Þetta þótti svosem ekkert tiltökumál hérna áður fyrr þegar maður bjó á Skagaströndinni! En núna er þetta tiltökumál;)

En svona er þetta, strákarnir í mfl.Hvatar í knattspyrnu lögðu af stað til Akraness uppúr þrjú í dag því þeir voru að fara að keppa í boltanum ;) EN þeir komu aftur rétt fyrir fjögur, en þá var búið að fresta leiknum og allt ómögulegt! Og var haft eftir "SKAGAPRINSINUM" Heiðari Loga að þetta sé í fyrsta skipti á þessari öld sem það bærðist hár á höfði manns á Skaganum á þessari öld! En ekki er vitað hvaða maður það var sem lenti í þessari miður skemmtilegu reynslu;)

Fín veiði hjá bátunum á Ströndinni svona þegar það er hægt að róa v/veðurs!

Mamma og Pabbi fóru til Rvk í dag!

Hugrún er en í Danmörku og er ég nánast viss um að henni leiðist akkúrat ekki neitt þar því jú eins og við öll vitum þá er hún einhverf þegar kemur að Danmörk;)

Annars er eitthvað lítið að frétta! Hafið það gott:)

Kveðja Nonni!

sunnudagur, maí 21, 2006

Helstu baráttumál hjá framboðslista Bæjarmálafélagsins Hnjúka eða Á-listans eins og við þekkjum hann eru eftir farandi í stórum dráttum:


Halda áfram að lækka niður skuldir,því miður getum við ekki selt hitaveituna aftur ef illa fer og eins og þeir segja: Besti sparnaðurinn er að borga niður skuldir;)

Stækkun leikskólans er okkur að skapi!Ef unga fólkið getur ekki tryst því að við búum vel að því! Hver getur það þá!

Aðstoð við alla íþrótta og æskulýðsstarfi sem fram fer og eða gæti farið fram í bænum!

Endurbætur á íþróttasvæði svo og uppbygging á íþróttasvæði s.s. áhorfendastæði!

Byggðarkvóti! Ég legg áherslu á að EF Blönduósbær fái til úthlutunar byggðarkvóta yrði honum skipt þannig að sem mest sátt myndi nást um málið. Og mér fyndist sniðugt að gera samning um veiðar á honum sem gæti litið þannig út að sú útgerð sem sæi um veiðar kvótans myndi koma með 3 tonn á móti hverju tonni sem lagt yrði til af byggðarkvóta s.s að í stað þess að veitt yrði140 tonn eins og síðast en aðeins 30 tonnum landað í vinnslu í bæjarfélaginu,væri hægt að landa og vinna í bæjarfélaginu 560 tonnum!Þó svo að það væri ekki nema tonn á móti tonni en þá yrði landað til vinnslu í bæjarfélaginu 280 tonnum! Svo væri möguleiki á að margfalda tonnatöluna með því að skipta út þorski fyrir ýsu og þar fram eftir götunum!

Atvinnumál eru okkur ofarlega í huga og værum við til í að hlúa að og aðstoða eftir fremsta megni þau fyrirtæki sem fyrir eru í bænum svo og reyna hvað við gætum til að lokka að og aðstoða ný fyrirtæki í að komast á fót á Blönduósi!

Stöðnun! Við myndum síður en svo vilja spoara það mikið að bæjarfélagið myndi lenda í stöðnun því ef við ætlum okkur að lifa af þá verðum við að sækja áfram!

Svona getum við skrifað endalaust! Vegna þess að á Á-listanum er UNGT, FRAMSÆKIÐ, VILJUGT og DUGLEGT fólk sem er meira en til í að vinna að okkar hagsmunum í einu og öllu.Bæði karlar og konur!

Hugsum fram á við, Á fyrir alla! Allir fyrir Á!


Jón Örn

föstudagur, maí 19, 2006

Það byrjar allt á lítilli hugmynd!

Hér í örfáum orðum vill ég koma á framfæri hugmyndum sem ég hef í sambandi við uppbyggingu inní Blönduósbæ!

Ég sé fyrir mér ónýtt landsvæði í gamla bænum og víðar þar sem hægt væri að koma upp glæsilegu frístundasvæði með öllu tilheyrandi!

Á túnunum á milli Blöndu og Hnjúkabyggðar fyrir vestan blokkina og alveg að húsinu sem Budda Páls heitin bjó í fyndist mér kjörið að koma upp nokkrum bústöðum sem mynda mættu hring og í miðjunni gætu verið leiktæki og eða heitur pottur! Nú svo væri hægt að nýta túnin á milli Hnjúkabyggðar og Þingbrautar fyrir skemmtigarð sem innihéldi t.d. minigolf,leiktæki, gokartbraut eða hreinlega að hafa húsdýragarðinn hans Hjartar þar en hafa hann kanski eitthvað minni í smíðum en hann hefur í huga!!!
Og ef við höldum áfram með þetta og reiknum með að Hjörtur fengist til að færa húsdýragarðinn yfir á þessi tún þá sæji ég fyrir mér alveg stórfína byggingarlóð undir glæsihótel af bestu gerð! Og væri þá kominn góður markaður til að lokka “þotuliðið” svokallað til okkar!
Svo í beinu framhaldi af lúxushóteli sem gæti verið á túninu suður af sjúkrahúsinu og kanski hreinlega alveg í brekkunni undir flugvellinum þá gætum við farið að hugsa í áttina að lengingu flugvallarins og malbikun hans! Því ég tel það stóran kost að hafa yfir flugvelli að ráða ef ráðist yrði á þennan markaðshóp!Því ég held að þeim þætti ekki leiðinlegt þessum köppum að geta mætt á þotunum sínum í “sveitasæluna” dottið beint inná lúxushótel og slappað af í góðu umhverfi á einum besta stað á landinu!Og ekki er nú verra fyrir væntanlega gesti að vera nánast kominn á bakkan á fjórum alvinsælustu laxveiðiám landsins!

Ég tel að þetta sé eitt af mörgum tækifærum sem við gætum nýtt okkur!Ég mun á næstu dögum koma með fleiri hugmyndir! Ég er ekki að segja að Blönduósbær muni standa fyrir þessum framkvæmdum,né heldur að þetta verði allt framkvæmt! En ég er heldur ekki að segja að Blönduósbær myndi standa í vegi fyrir þeim aðila sem tilbúinn væri að ráðast í eitthvað af svona framkvæmdum,nema síður sé!

Allt er þetta bara hugmyndir sem hafa kviknað þegar ég hef farið um bæinn okkar,rætt við fólkið í bænum og sveitunum!


Að lokum segi ég: Öll uppbygging smá eða stór, var einhvern tíman bara lítil hugmynd!



Með bestu kveðju: Nonni!!!

fimmtudagur, maí 18, 2006

SOS

Lumar einhver á auka gsm-síma og er til í að lána mér frá laugadegi í vikutíma eða svo???

(Þess verður víst að geta að gsm símum er aldrei óhætt í mínum höndum en að sjálfsögðu lofa ég að gera mitt besta til að passa hann VEL & VANDLEGA. Er nú doldið mikið varkárari þegar ég er ekki með mína eigin síma)

Annars nokkuð góð bara. Er svo guðs lifandi fegin, já fegnari en þið getið ímyndað ykkur að eiga ekki mann sem er heltekinn af fótbolta, já eða eiginlega myndi minn maður fyrr liggja dauður en að horfa á fótboltaleik.... Þótt mér finnist nú reyndar mjög gaman af fótbolta (í hófi) þá væri ég sko ekki spennt að vera ein af þeim konum eiga mann sem mun flytja í stofusófann dagana
9. júní-9. júlí .... :)

Fór mína skylduferð í blóðbankann, já eða blóðbankabílinn, í gær og ætlaði nú að leggja inn mitt blóð eins og ég er vön að gera en NEEEIIIII. Nú er bara ekki til nóg af blóði í stelpunni, svo það er bara ekki nógu sniðugt að nota það litla magn sem til er til að deila með öðrum, svo að hún sendi mig bara heim aftur og sagði mér að halda áfram að safna mínu blóði og koma aftur eftir eitt ár!! Pfuff ...

Hvet þá bara alla aðra sem mega gefa blóð að gera það - Allt of margir sem leyfa sér að komast upp með að gera þetta ekki út af tilhugsuninni við nálina EN gleymum ekki að þetta bjargar mannslífum, og gæti komið að því að okkar eigið líf þarf á þessu að halda eða einhvers sem stendur nálægt okkur!!

Kveð í bili, farin á Ströndina!! Vonast eftir öruggri heimferð, varð nú ekkert kampakát í morgun þegar ég mætti ónefndum manni kenndan Kambakot á bifreið sinni að reka hross!!

miðvikudagur, maí 17, 2006

Sameiginlegur framboðsfundur í félagsheimilinu 17 maí 2006!

Kosningaræða Jóns Arnar Stefánssonar fyrir bæjarstjórnakosningar á Blönduósi 2006!


Góður fundarstjóri,ágætu frambjóðendur og aðrir fundarmenn!

Ég heiti Jón Örn Stefánsson og hef nýlega hafið störf hjá Krákur ehf. Þar sem ég fæst við ýmsa smíðavinnu! Ég er til heimilis að Skúlabraut 9 hér á Blönduósi og bý þar ásamt sambýliskonu minni henni Þórdísi Erlu Björnsdóttir og sonum okkar tveim þeim Birni Ívari 3 ára og Stefáni Frey tæplega 2.vikna!

Ég ákvað í samráði við fjölskylduna að bjóða mig fram til sveitarstjórnarkosninga hér á Blönduósi því ég vill eftir bestu getu hafa áhrif og tel mig jafnframt tilbúinn til að vinna þá vinnu sem til þarf í því samfélagi sem við viljum búa í!

En eins og gengur og gerist í svona “Framboðsræðum” þá er tilgangurinn að heilla kjósendur!En mínar línur í þessu framboði eru nokkuð skýrar að mínu mati! En ég vill eftir fremsta megni reyna að spara eins mikið og kostur er og skera niður á vissum stöðum en þó ekki svo að Blönduósbær fari í algjöra stöðnun heldur svo að á næstu 4 árum leggjum við grunninn að því langtíma markmiði að koma Blönduósbæ alfarið úr svokallaðri “gjörgæslu” hjá eftirlitsnefnd fjármála sveitarfélaganna en að mínu mati er sú skuldastaða sem við erum í núna þannig að ekki verður bætt úr á stuttum tíma þó svo að vissulega hafi skuldastaðan skánað við söluna á hitaveitunni en betur má ef duga skal!

Ég er líka mjög hlynntur öllu íþrótta og æskulýðsstarfi og tel íþróttir hafa mikið forvarnargildi og ættum við sem komum til með að stjórna bænum að hlúa vel að því íþróttastarfi sem unnið er! Eins og t.d. með aðstoð við uppbyggingu á áhorfendastúku en nú þegar hafa verið keyptir 100 stólar sem engum gagnast nema þeim sé komið upp!! Auk þess tel ég að aðstoða mætti við að gera íþróttabrautina mannsæmandi og mætti þar laga sandgryfjuna og hlaupabrautirnar!

Nú einnig hef ég áhuga á sjávarútveg og öllu því tengdu og tel ég mjög mikilvægt að ef Blönduósbær fái til úthlutunar svokölluðum byggðarkvóta að honum yrði skipt þannig að sem mest sátt náist um málið og að hagur bæjarfélagsins yrði sem mestur s.s að fiskvinnsla í bæjarfélaginu myndi njóta góðs af því og gætum við þá hugsanlega tvöfaldað vægi kvótans með ýmsum samningum um að sá er veiða myndi væntanlegan kvóta myndi leggja fram annað eins magn af sínum eigin kvóta og landa honum einnig í bæjarfélaginu!

Stækkun leikskólans er löngu orðin tímabær og lýsi ég gleði minni yfir að það skref hafi nú loks verið tekið!!

En að lokum vil ég benda á að á bloggsíðu sem ég og vinkona mín hún Hugrún Sif höldum úti mun ég birta þessa ræðu í heild sinni og jafnframt bæta þar við nokkrum stórhuga hugmyndum um sorpbrennslu,lúxushótel o.fl.






En ég tel gott að enda þessa yfirferð mína á tveimur stökum er ég samdi og hljóða þær svona:


Ég vonast til að kjöri ná,
Nú mun ég spenntur bíða.
Ef þið setjið X við Á!
Þið þurfið engu að kvíða.

Ég mun vinna fyrir þig,
Nú enda ræðu væna.
Þú skalt frekar kjósa mig,
En Valla og Gústa Græna!

Takk fyrir!

þriðjudagur, maí 16, 2006

ANDA INN - ANDA ÚT

Hvað get ég sagt? Fundur hér og fundur þar. Redda þessu, redda hinu. Gera hitt og gera þetta. Muna eftir þessu og ekki gleyma öðru. Nú SKAL ég fara að minnka við mig.
I´M GOING NUT!!!!!

Já, já þetta líður hjá fyrir rest. Annars allt í gúddí bara, kíkti á Litlu hryllingsbúðina og hún Ardís mín var nú bara alveg brill, kom mér á óvart stelpan á leiklistarsviðinu. Þessi líka flotta leikkona :) Alveg búin að ákveða að fara aftur og taka karlinn með í það skiptið.... :) Reyndar sat eins og bjáni í blálokin og snökti þegar mesta dramað gekk yfir. Veit ekki hvað gengur að mér þessa dagana, tárast yfir öllum andsk. Ef það er ekki Hryllingsbúðin - HALLÓ - þá er það Lost og ef ekki Lost þá bara eitthvað annað. Eitthvað viðkvæmt stúlkuhjartað núna ....

Annars erum við Jón Ólafur enn við vorverkin og eyddum gærkvöldinu út á lóð að olíubera pallinn, flytja steina til og frá og sópa. Erum aðeins að missa okkur :) Svo eru miklar vangaveltur um hvað við ætlum að gera við "krókodílaskurðinn" okkar góða .. Held ég sé búin að láta telja mig á einhver tré sem ég man nú ekki einu sinni hvað heita - er nú ekki meiri garðyrkjufræðingur en það - kemur í ljós. Allar hugmyndir vel þegnar :)


Jæja .. er að verða of sein á skólanefndarfund!!
Aríós .....

laugardagur, maí 13, 2006

Aðeins of seint !

Hæ hæ!

Loksins kemur maður með fréttir! Nú eins og þið vitið eignuðumst við Þórdís mín son um daginn eða nánar tiltekið þann 6.maí kl:05:15 og er hann sá annar í röðinni og ef guð lofar ekki sá síðasti;) Nú drengurinn vigtaði 15 merkur og var 51 cm!(þægileg stærð segja þær) Við fjölskyldan erum semsagt komin heim og heilsast móðir og barni vel!

Nú það var hringt í mig kl.02:46 þann 6.maí og var það hún Þórdís mín að tilkynna mér að "vatnið" væri farið! Ég náttúrulega á fætur, henti einhverju í poka tók sængina og útí bíl, fyrst þeyttist ég uppá melabraut 21 og henti inn lyklum sem ég hafði undir höndum svo niður á ÓB og tók "ódýrt" bensín og svo af stað!!
Ég þurfti að koma við á Akranesi til að nálgast fæðingarskýrslu sem var þar geymd því hún Þórdís mín átti að eiga barnið á Akranesi en læknarnir í Rvk vildu ekki senda hana uppeftir því að hún var bara alveg að fara að eiga og þeir vildu ekki taka neinn séns!! Ég semsagt fór niður á Akranes og inná sjúkrahúsið og fékk skýrsluna góðu og hljóp svo áleiðis út en Nei nei! Ég var læstur inni;) Og þurfti því að þvælast um allan spítala til að finna einhvern til að hleypa mér út og eftir soldla stund fann ég þessa indælis konu sem kom mér út en hún sagði mér líka að göngin gætu verið lokuð!!!!!!
En þegar ég komst loksins út tókst mér að villast inní botnlanga og ekki bara einn heldur tvo! Þeir ættu nú eitthvað að athuga hvar og hvernig þeir leggja þessar götur á Akranesi;)Alveg hræðilega auðvelt að villast;) Sérstaklega ef maður er að flýta sér!
En ég lét vaða á göngin og viti menn!! Þau voru OPIN;) Og ég í gegn, og brunaði áleiðis til Reykjavíkur til að taka þátt í fjörinu!!
EN SVO þegar ég var rétt að smella inn í Mosfellsbæ hringdi síminn! Og í honum var hún Þórdís mín sem sagði: Nonni minn!Það er kominn drengur;)

Þá tók við geðshræring,og fljótlega eftir það fór ég að hugsa EN EF ÉG HEFÐI nú ekki lokast inni á sjúkrahúsinu og EF ég hefði ekki villst á Akranesi....... En það bara skiptir ekki máli, það sem máli skiptir er að allt gekk vel og drengurinn fæddist heilbrigður og fallegur og Þórdísi minni líður vel og allt gekk bara vel;)

En þetta er ekki allt!

Við Þórdís ákváðum í kvöld að nefna drenginn og skíra hann svo bara við fyrsta tækifæri:) En drengurinn okkar hefur verið nefndur: STEFÁN FREYR !!

Og þá held ég að ég segi þetta gott í dag,hafið það sem allra best,


Bestu kveðjur Jón Örn!

fimmtudagur, maí 11, 2006

Ferðasaga ;)

Var hreint ekki í blogg-gír í síðustu færslu og tjáði mig lítið sem ekkert um sumarbústaðarferðina góðu. Var rétt í þessu ofsa dugleg að henda inn myndum svo held ég að ég verði nú að skutla smá ferðasögu með. REYNDAR - REYNDAR eru myndirnar í kolvitlausri tímaröð en ég laga það kannski seinna meir ...

EN ALLAVEGA

Lögðum sumsé af stað frá Króknum eftir keppnina hjá mér og þá var klukkan um miðnætti. Kipptum Helgu uppí bílinn á Blönduósi og gekk ferðin vel, reyndar smá tafir hjá Hreðavatni þar sem laganna verðir eru einstaklega duglegir að stoppa bílinn minn þessa dagana. Eftir skemmtilegt spjall við lögregluþjónana sem voru hinir hressustu og áfengisblástur gátum við haldið leið okkar áfram :) Fyrsta sinn sem ég prófa að blása og bara gott mál að þeir séu að taka svona tékk á fólki.

Komum loksins í bústað um, tjah þrjúleytið minnir mig, og fórum við rakleiðis í heita pottinn því Arnar var mættur á svæðið og að sjálfsögðu búinn að láta renna í hann. Lágum þar í logni og rólegheitum (fyrir utan þegar ég gerði tilraun til að kveikja í handklæðinu mínu) við kertaljós til að ganga sex og svo farið í háttinn.

Á laugardeginum var ég rifin á lappir um hádegi og haldið af stað í menningar-, verslunar- og ísferð í Borgarnes. Tókum Samkaup og Bónus á þetta og bragðarefur og shake á eftir, enda perluveður og ekki annað hægt en að kæla sig niður.
Þegar í bústað kom tóku strákarnir pott en við stelpurnar leggings og freistaði svo auðvitað strákanna fyrir rest að taka blund með okkur. Veit svo af mér næst þegar ég vakna við mjög hávært kall frá bílastæðinu.

"Góðan daginn, karlinn er mættur á svæðið"

Minnir allavega að hann hafi orðað þetta svona en hann var allavega í alveg glimrandi stuði. Ég fattaði um leið hver væri þarna væri á ferð, hver annar en BIRKIR RAFN, og örugglega í fyrsta sinn sem ég fæ hláturskast á sömu sekúndunni og ég vakna. Fljótlega fórum við að græja kvöldmáltíðina góðu, lambalæri ala Jonni með sítrónukryddi og hvítlauk, bakaðar kartöflur, úrvals salat, hrísgrjón (HALLÓ - ekki spurja mig af hverju Arnari og Helgu fannst það algjör must) og hvítlausbrauð. Þessu var síðan sporðrennt með rauðu og hvítu. Sumir höfðu á orði að þetta væri besta lambalæri since ever svo að óhætt er að segja að kjetið hafi heppnast stórvel hjá karlinum :) Eftir máltíð sá karlpeningurinn svo um uppvask sem var frekar vinsælt.

Eftir át, át og át tókum við Trivial en reyndar hættum MJÖG FLJÓTLEGA þar sem það er gjörsamlega óþolandi að spila spilið við Jonna því hann veit allt helvískur. Það fer nú ekki vel í mig að tapa alltaf hreint fyrir honum :) Tókum stefnuna í pottinn, já já alltaf er maður ungur í anda og til í fíflaskap, og svo endað í sófanum með gítar & söng. Vorum komin í háttinn í fyrra fallinu, tjah bæði þreytan að segja til sín og ræs snemma morguninn eftir svo að Jonni kæmist á nemendatónleikana hjá nemendum sínum.

Sumsé vaknað á ókristilegum tíma morguninn eftir og við Norðlendingarnir stungum af og Bibbi og Arnar sátu í súpunni með tiltektina. Þeim verður launaður greiðinn næst :) WELL .... Held ég hafi engu gleymt - allavega engu sem er prenthæft!! Yndisleg helgi að baki sem við vorum sammála um að endurtaka sem allra fyrst...

þriðjudagur, maí 09, 2006

Allt og ekkert :)

Þá er kominn tími á blogg ...

Stærstu og bestu fréttirnar eru þær að þann 6. maí fæddist þeim Nonna (ritara á þessum bæ) og Þórdísi fallegur og heilbrigður drengur. Hann var 51 cm og 15 merkur og heilsast móður og barni vel. Innilega til hamingju Þórdís, Nonni og Björn Ívar og mikið voðalega hlakka ég til að fá ykkur heim :-* Vænti þess að Nonni segi svo betur frá þessu öllu saman í góðu tómi.

En já svona aðeins af ferðum mínum síðustu daga. Dægurlagakeppnin gekk vel og ég er reynslunni ríkari eftir þátttöku í henni. Aðsóknarmet var á keppnina og voru vel rúmlega 700 áhorfendur og öll umgerð rosalega flott. Skelli inn myndum við tækifæri.

Eftir keppni brunuðum við svo í bústað og óhætt að segja að sú ferð hafi verið tipptopp. Ég held svei mér þá að ég hafi náð að fullhlaða batteríin fyrir næstu mánuði og það sem koma skal .. Er búin að vera doldið trekkt undanfarið - obbosí - það fór að hellast yfir mig allt sem er framundan og doldið stress í stelpunni .... EEEEEEeeennn það reddast nú allt saman og mikil hjálp í að eiga yndislegan kærasta sem tekur geðsveiflum konu sinnar með stakri ró og er ennþá yndislegri ef eitthvað er þegar ég á það svo minnst skilið ....

En jæja, gott í bili, ætla að halda heim á leið á vorverkin. Ég og minn maður erum á fullu í að klippa trén og róta í beðum :) Doldið skrítið hvernig viðhorfin breytast um leið og maður er að fást við sitt eigið því við vorum bæði sammála um að þessi garðvinna okkar sé búin að vera hin skemmtilegasta í alla staði :) Spurning hvernig það verður eftir 20 ár ....

.... og svo er bara að muna að ég á heima á Ránarbraut 22 og það er sko ekkert rosalega langt að fara frá Blönduósi að heimsækja mig ;) Allavega lifi ég allar þessar endalausu ferðir mínar til vinnu af ... Nestið ykkur bara upp og takið NMT síma með... ;) Ég nefnilega heyri reglulega að ég sé svo löt við að láta sjá mig hér og þar en einhverra hluta vegna hef ég ekkert orðið vör við þetta sama fólk heima hjá mér ;)

SJÁUMST :)

þriðjudagur, maí 02, 2006

..... HEIL OG SÆL .....

Búið að vera slatti að gera og ekkert lát á :/ Á miðvikudagskvöldið spiluðum við Jonni í söngvakeppninni Garg og að sjálfsögðu heil mikill undirbúningur og æfingar í kringum það. Myndir frá keppninni má sjá hér!!

Átti langþráð frí á fimmtudagskvöldið en á föstudag héldum við svo Reykjavíkur í tvennum erindagjörðum, að hitta Kolbrúnu Camillu og á burtfarartónleika í FÍH hjá Birki og var hann með allt sitt efni frumsamið. Þetta voru alveg FRÁBÆRIR tónleikar í alla staði!! Tónlistin hans snerti heldur betur marga strengi í mér og verður að viðurkennast að það var ekki bara gæsahúð því það laumuðust nokkur tár með.



INNILEGA TIL HAMINGJU MEÐ ÞETTA BIRKIR MINN!!

Héldum svo fjölskyldan heim á leið á laugardagsnóttina en sunnudagsdagskráin bauð uppá fermingarveislu hjá honum Rúnari Þór. Á mánudaginn var svo 1. maí hátíð í Féló og eins og fram kom í færslunni hans Nonna söng kórinn minn og stóðu stelpurnar sig vel - duglegar stelpur sem eiga margar framtíðina fyrir sér í tónlist og á öðrum sviðum :)

Á föstudaginn taka nemendur mínir samræmt próf í dönsku og eftir hádegi fer ég ásamt bakraddastelpunum mínum á Sauðárkrók á æfingu og generalprufu fyrir Sæluvikukeppnina. Um kvöldið er svo keppnin sjálf!! Er búin að æfa þónokkuð undanfarna daga með Margréti, Ástu og Erlu og er orðin þrælspennt en um leið stressuð fyrir allan peninginn. Er rosalega ánægð að hafa stelpurnar með mér því þær bæði standa sig svo vel og miklu skemmtilegra að hafa félagsskap í þessu öllu saman.

Eftir keppni ætlum við Jonni svo ásamt Helgu Kristínu E-listakonu að bruna í Munaðarnesið og eiga rólega og góða helgi með Arnari og Birki. Uppskriftin nokkurn veginn svona: Heitur pottur, góður matur, gott vín og tónlist.

... og svo held ég að það sé orðið óhætt að segja frá því á opinberum vettvangi að mitt í þessari ös eignuðumst við fjölskyldan þak yfir höfuðið og erum ekkert smá ánægð með það :) Keyptum sumsé af Reyni og Petu og erum ekki aaaallllvvvveg búin að venjast tilhugsuninni. Ég hringdi í Jonna á föstudaginn og bað hann um að hringja í bankann til að athuga hvort við værum ekki örugglega búin að borga leiguna. Hann að sjálfsögðu gerði það mjög samviskusamlega og síðan ekkert spáð meira í það. Á sunnudaginn fór ég svo að spá í þessu betur og spyr Jonna af hverju við værum að borga þeim leigu þegar við værum búin að kaupa af þeim!! Jamm .. svona getur tekið mann tíma að venjast hlutunum :-D

Jæja þetta er orðið gott í bili!!
Þangað til næst, elskið náungann :)

mánudagur, maí 01, 2006

1.maí 2006!

Hæ allir og til hamingju með daginn!

Ég fór í 1.maí kaffi í dag útí félagsheimili og mér fannst MJÖG gaman;) Fínasta mæting að mínu mati svona á að giska 200 manns! Þarna voru kaffiveitingar sem hefðu verið sæmandi fyrir hvaða þjóðhöfðingja sem er og svo ekki sé minnst á tónlistaratriðin sem voru í þrennu lagi! En fyrst ber að nefna hana HUGRÚNU okkar;)En hún stjórnaði stúlknakór og sá um undirspilið með miklum sóma,og voru stelpurnar í kórnum eins og Hugrún alveg til sóma! Svo steig á stokk Skarphéðinn nokkur Einarsson!en með honum var þessi líka fína lúðrasveit auk bassaleikara og spiluðu þau undir borðhaldi fína og hressandi músík!
Því næst komu þrír "misungir" menn fram með harmonikkur en ég hélt nú að það hljóðfæri myndi hreinlega deyja út á næstu áratugum!!EN svo er ekki sem betur fer því með Stefáni tónlistarkennara fóru þeir mikinn og þöndu "nikkurnar" Fróði og Markús en þar eru greinilega sverð og skjöldur harmonikkunnar á ferð;)

Svo eins og gefur að skilja var haldin ræða og allt sem því fylgir:)en ræðuhaldari að þessu sinni kom frá Hvammstanga og hét Hólmfríður!! En hún stillti ræðutímann alveg í hóf og fór með "gamansögur" þannig að það var nú í góðu lagi;)
Svo til að slá botninn í þetta fór yngra fólkið í bíó og við sem eldri erum drukkum áfram kaffi og sáum lokaatriðið en það var "ÁRÓÐUR GEGN REYKINGUM" og héldu tvö upprennandi ungmenni úr skólanum eringdi sem innihélt ýmsan fróðleik svo og áróður gegn reykingum en þau hétu Erla Guðrún(pössunarpían mín stóð sig eins og hetja) og Hilmar Þór(Kára Kára) svo marseruðu þau tvö í fylgd stærðar hóps um salinn með áróðursspjöld á lofti og vöktu mikla lukku!!!!


Svona annars, Djöfull er veðrið búið að vera fínt!!!
Ég tippaði fyrir Bjössa tengdó því hann var í útlöndum, en við vorum með 10 rétta;( ENGAN VEGINN nógu gott;(alveg eins gott að sleppa því:)

Þvílíka lífið útfrá á Ströndinni! allt fullt af bátum og allir að mokveiða boltafisk;) sjá www.123.is/jobbioggummi

En,þar til næst ble ble!

Nonni!!