Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, september 29, 2006

TO FIND list!

Eftirfarandi hlutir eru týndir og ef einhverjir vita um ferðir þeirra væri sú vitneskja vel þegin:

- Leðurjakkinn minn
(man síðast eftir að hafa verið í honum fyrir Sunnan)
- Debet kortið mitt
(notaði það síðast á kennaraþinginu)
- Ullarpeysan mín
(ég man eftir að einhver sagði mér að hún væri heima hjá sér en ég bara man ekki hver það var)
- Þvottabalinn minn
( mér er bara lífsins ómögulegt að skilja hvernig ég gat týnt honum því ég hef nú ekkert lagt það í vana minn að vera að rúnta um með hann)

Svo má ég til með að benda á tvo nýja linka sem ég setti inn:
Innheimtulausnir (fyrirtæki systur hennar mömmu)
Viktoría Von (litla frænka hans Ragnars Svans og Bryndísar)

Status annars ágætur á þessum föstudegi. Fullt fullt að gera um helgina en það er bara eins og það er. Byrjum hana allavega hjúin á bjórkvöldi á verkstæðinu en ég ætla nú reyndar ekkert að fá mér í glas. Gott trikk ha, erum nefnilega að fara að spila eitthvað held ég og ef ég sé bara til þess að allir hinir séu nógu déskoti drukknir þá vinn ég örugglega öll spilin ;)

Góða helgi.

miðvikudagur, september 27, 2006

Úr einu í annaðPunktar dagsins:

* Ég mæli engan veginn með því að skera dágóðan bút af nögl vísifingurs vinstri handar því það er alveg viðbjóðslega VONT!!! Ég hef reyndar mínar grunsemdir um að Jóhann hafi ætlað að ráða mig af dögum því hann gaf okkur hnífinn ekki alls fyrir löngu og hefur örugglega vitað að klaufinn ég myndi nota hann á eitthvað sem ekki á að nota hann...

* Getur einhver reddað fyrir mig rjúpum í jólamatinn? Ef einhver getur orðið við þessari bón væri vel þegið að fá símtal eða comment ;)

* Er jafnvel að hugsa um að fara í jólakortagírinn og byrja að búa þau til á laugardagskvöldið eða sunnudaginn. Er einhver með?

* Jæja - hverjir þora? Þeir sem gerast svo djarfir að kommenta munu fá svar til baka sem inniheldur þrjú lýsingarorð um þann sem kommentar ;) Er alveg að missa mig í að vera sorgleg, hehehehehe!

Kveð á vinstri kantinum.
Aríós.

mánudagur, september 25, 2006

Helgin í allri sinni dýrð

Nú er fyrstu messunni minni sem organisti lokið .!. Hallbjörg var meira en til í að fara með mér og sat eins og ljós allan tímann og söng með. Vildi reyndar fá kirtil eins og fólkið í kirkjukórnum en ég fékk hana af því þegar ég sýndi henni að þeir eru aaaðððeins of stórir. Ég var mjög stollt móðir þegar hún fór með Faðir vorið fullum hálsi en hún leit reyndar á mig með stórt spurningamerki í augunum þegar kom að Trúarjátningunni.


Það var aðeins einu sinni sem hún gat ekki setið á sér, en það gátu kirkjugestir, kórinn, prestur og meðhjálpari heldur ekki. Ég varð fyrir árás í miðjum sálmi í orðsins fyllstu. STÓR fluga kom aðvífandi og byrjaði á því að setjast beint á annað glerið og tók þá við alls herjar barátta þar sem ég reyndi að hrista hana af mér en ófétið kom alltaf til baka og settist ýmist á hausinn á mér, glerið eða gerði sér það hreinlega til skemmtunar að fljúga rakleiðis á andlitið á mér. Eftir smá baráttu sá maður hlátursglampann í augum flestra sem áttu bágt með annað en að hafa gaman af þessu stríði. Það er nefnilega ekkert þægilegt að spila á orgel og stjórna kór við þessar aðstæður :)

Örugglegast rólegasta laugardagskvöld hjá mér í marga marga mánuði! Fyrir klukkan ellefu vorum við Jonni bæði steinsofnuð í sófanum undir teppinu okkar og sváfum þar á okkar græna til klukkan að ganga þrjú og auðvitað röltum bara inní herbergi og héldum áfram að sofa .!.

Jeg smutter .....
Hugrún Sif

laugardagur, september 23, 2006

Þingmennska

Góðan og blessaðan daginn ;)

Laugardagur til lukku í dag, ætli ég vinni í lottóinu í kvöld? Það væri nú óskandi að þessi áskrift fari að skila mér inn einhverri góðri summu því það er ansi margt sem ég gæti hugsað mér að gera við peningana ;)

Fór á þing í gær á Sauðárkrók .!. Sambland af fyrirlestrum, faglegri umræðu, mat og glensi og gríni. Farin að heiman kl.07.45 í gærmorgun og ekki komin aftur fyrr en kl.01 eftir miðnætti. Rosalega gaman og gagnlegt að bera saman bækur sínar með öðrum kennurum á Norðurlandi-vestra og ég ætla strax eftir helgi að byrja að nota nýju hugmyndirnar sem ég viðaði að mér. Niðurstaðan í tónmenntasmiðjunni varð reyndar sú að þær óskuðu eftir að ég héldi námskeið fyrir þær en það er bara spennandi ef af því verður.

Annars bara góð, fyrir utan að mig dreymir svo hryllilega mikið þessa dagana og oft marga drauma á nóttu, hver öðrum fáránlegri og ég er stundum bara alveg kolrugluð þegar ég vakna á morgnana og þarf oft góðan tíma til að sortera hvað sé raunveruleiki og hvað mig hafi verið að dreyma. Það er líka ótrúlega óþægilegt að dreyma svona mikið því maður er bara hálf dasaður í líkamanum á eftir. En þetta hlýtur nú að ganga yfir ....

Þvílíkur dugnaður greip um sig á heimilinu í vikunni. Tókum smá henda herferð því geymslan var orðin gjörsamlega stútfull og fórum í gegnum hvern kassann á fætur öðrum sem við höfum sett alls konar drassl. Þvílíka magnið sem fór í ruslið og margt ansi skondið, fyndið eða fróðlegt sem gat leynst í þessum kössum :-D Ótrúlegustu hlutir sem manni getur dottið í hug að geyma eða þeir hafa einfaldlega bara einhvern veginn slæðst með.

En jæja, þessi færsla er nú að verða álíka spennandi og 100 metra hlaups keppni skjaldbaka, gjörsamlega steindauður pistill og ekkert upp úr honum að hafa :)

Heyrumst,
Hugrún

miðvikudagur, september 20, 2006

Allt að gerast ...

ÉG þrjóskaðist til að bíða eftir tveggja stafa tölunni :)

En annars er allt að gerast á bænum þessa dagana:

- Við Jón Ólafur tókum þá ákvörðun að halda jólin heima á Ránarbraut 22 og mun það verða í fyrsta skipti hjá okkur báðum sem við höldum okkar eigin jól. Erum mjög spennt þótt það verði skrítið að vera ekki með mömmu, Heimi, afa og Önnu. Erum sem betur fer bæði alin upp við rjúpur þannig að það þarf allavega ekki að deila um hvað verður í matinn :)

- Við vorum að bóka helgarferð í vetrarfríinu okkar og þið megið geta hvert ;) Hlakka ekkert smá til! Hittir reyndar þannig á að mútta og hennar vinkonur eru að fara út á sama tíma, jamm vetrarfrí hjá öllum kennslukonunum ;) en það er bara notalegt að vita af þeim í næsta nágrenni þar sem við erum nú ekkert að fara að sitja í fanginu á þeim :) Erum aðeins byrjuð að plana í hvað dagarnir fara en Christiania, dýragarðurinn, Strikið og að hitta Lise Lotte er allavega bókað. Jólatívolíið opnar akkúrat helgina eftir þannig að það verður bara að bíða betri tíma að Jonni fái að upplifa það. Það er eitt það magnaðasta sem ég hef séð.

Er byrjuð að hita sjálfa mig upp í dönskunni og með átak í 10. bekk sem gengur út á að inní kennslustofunni er einungis töluð danska. Maður verður hálf ruglaður á þessu því stundum þegar ég kem inní vinnuherbergi finnst mér ég ekki mega tala íslensku og svo getur þetta farið í smá bland eins og ég sagði t.d. ég spisaði í morgun, en spisaði er auðvitað dönsk sögn að hluta til en ég skellti bara íslenskri þátíð á hana.....

Stutt og laggott í dag. Megið endilega halda áfram að vera dugleg að kommenta ;)

föstudagur, september 15, 2006

heil & sæl

Doldið langt síðan síðast ....

Um þarsíðustu helgi var mín fyrsta athöfn sem organisti - jarðaför. Ég lifði það allt saman af og skilaði mínu bærilega. Hefði getað gert betur og hefði getað gert verr, það verður bara að lifa með því, kórinn allavega stóð sig frábærlega. Ég var ekkert smá kvíðinn þessari athöfn og var með NON-STOP magaverk frá því að ég fékk að vita um þessa athöfn þangað til hún var afstaðin. Líkaminn minn er ekkert voðalega hrifinn af þessu ástandi og þótt ég éti út í eitt hrynja kílóin og er ég í fyrsta skipti síðan í grunnskóla held ég svei mér þá komin undir 60 kg sem mér finnst bara ekki nógu sniðugt verandi 171 cm á hæð. Ekki að ég sé að kvarta undan því að léttast án þess að þurfa að hafa fyrir því - HELL NO - en þetta er nú samt komið gott í bili.

Undanfarnar tvær vikur hef ég verið "einstæð" móðir því Jonni er búinn að halda sig um borð í Arnari, en hann var í slipp á Akureyri. Þótt ég saknaði hans nú helling þá var líka mjög gott að fá smá tíma ein með Hallbjörgu. Höfum haft svo gott af því að vera bara tvær einar saman og ekkert yndislegra en að vakna við að hún sé að lauma sér undir sængina manns og að knúsa mann. Það var samt yndislegt að endurheimta Jonna aftur úr vistinni og karlinn meira að segja svo sætur að koma með gjöf handa konunni sinni. Prik fyrir það.

Síðasta helgi var Æ-Ð-I í alla staði. Við skötuhjúin fórum í göngur með Geitaskarðsmafíunni. Nýja veiðihúsið í Langadalnum tekið á leigu og svo kom kokkur á laugardagskvöldinu og eldaði handa okkur besta mat ever þegar við komum af baki og vorum búin að liggja í heita pottinum.

Vorum á hestbaki frá 08:30 til ca 18:30 á laugadeginum og ég fékk þessa líka hrikalegu strengi í bakið. Þurfti nefnilega að skipta um hest seinni hluta leiðar því ég var ekkert að ráða við Hróa, hestinn sem ég fékk. Hann var allt of viljugur fyrir mig og þegar hann var búin að prjóna tvisvar með mig af því að ég fór ekki af stað þegar honum hentaði og alveg búin á því að halda í hann til að hann ryki ekki gafst ég endanlega upp á honum og orðin pínu smeyk þannig að pabbi lét mig hafa Tý í staðinn. Þá fyrst fór ég að njóta ferðarinnar almennilega og gat loksins verið samferða Jonna með slakan taum. Hugsa samt að Jonni hafi lent í mestu hrakningunum í hópnum því við tvö ásamt Auði þurftum að fara á undan áður en við komum í Kirkjuskarð út af áðurnefndu óþolinmóðu hrossi sem ég var á og fórum við doldið vitlausa leið :-/ Get verið svo mikill sauður, átti alveg að vita leiðina þar sem ég hef nú farið þetta áður en ....

Allavega - í stað þess að fylgja ánni óðum við í einhverjar mýrar og þar pomsaði hesturinn hans Jonna niður og meira að segja hausinn á hestinum fór í kaf. SHIT hvað mér brá en Jonni var fljótur til að stökkva af baki og hjálpa merinni að krafla sig upp aftur.

En jæja, nóg af hestasögum í bili. Skora síðan á ykkur að nota kommentkerfið því þetta er nú doldið lonely blogg finnst mér þessa dagana og algjör skandall að það séu vel rúmlega hundrað heimsóknir á dag en einungis einn og tveir að kommenta. I know ég er að tala um þetta í 63. skiptið, en það er bara svo miklu skemmtilegra að skrifa þegar lesendur taka þátt. Fer hér með í bloggfrí þangað til að kommentin eru komin í tveggja stafa tölu.

Bið að heilsa í bili,
ykkar Hugrún

mánudagur, september 04, 2006

Helgin

Var í borginni um helgina. Yndisleg helgi í alla staði, róleg og skemmtileg. Buðum Ellen yngri systur hans Jonna með okkur og svo var auðvitað Hallbjörg. Gistum í góðu yfirlæti hjá pabba. Kíktum aðeins í verslunarleiðangur, fórum í keiló, hittum Kolbrúnu Camillu, heimsóttum Birki, heimsóttum Jenný og Elvar og fórum út að borða. Litla daman okkar Jonna var hugrökkust, ég hljóp inní eina búð að kaupa á eyrnalokka og á meðan ákváðu þau feðgin í sameiningu að hún fengi sér göt í eyrun. Ákváðum að drífa okkur á meðan kjarkurinn væri ennþá til staðar og þetta gekk svoooo vel .!. Þær voru tvær að þessu og skutu í bæði eyrun samtímis og þeirri stuttu fannst þetta ekkert mál og ekkert smá sátt við þetta.

Upp úr kvöldmatarleytið á laugardeginum fórum við Jonni svo í smá heimsókn á læknavaktina - að láta tappa úr vörinni á mér. Fékk svo loksins vísun á góðan lækni sem á að geta lagað þetta því þetta er víst kirtill sem lætur svona illa, þannig að ég verð víst að fara fljótlega í aðra bæjarferð.....

Ég fer EKKI í réttir í ár :( Ekkert smá sár og alveg með tárin í augunum út af því en svona er þetta víst þegar maður er með margt á sinni könnu, þá verður víst að fórna hlutum sem manni langar alls ekki að fórna.....

Urðum dálítið hissa þegar við náðum í Ellen á sunnudaginn. Hallbjörg vildi endilega bíða í bílnum sem er mjög ólíkt henni. Þar sem við ætluðum að vera svo fljót leyfðum við henni það en eftir stutta stund kom sú stutta á eftir okkur og ástæðan fyrir því af hverju hún vildi bíða fylgdi henni ljóslifandi. Hún hafði náð sér í snyrtitöskuna mína og var búin að meika sig og setja á sig maskara. Úff ég fæ alveg í magann að hugsa um hvað stelpur er snemma byrjaðar að pæla í útliti.

Kveð í bili .... Rugl vika framundan - brjááálað að gera :/