Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

þriðjudagur, nóvember 30, 2004

... allt og ekkert ...


Þetta las ég á mbl.is

,,15 ára drengur lést eftir að hafa tekið þátt í slagsmálum í fjölbrautaskóla í Greater Manchester sýslu í Bretlandi í dag, að því er lögregla segir og BBC greinir frá. Lögregla segir að atvikið hafi átt sér stað við Broadoak fjölbrautaskólann í Partington í hádeginu í dag.

Farið var með drenginn á Trafford sjúkrahúsið, en þar lést hann um 35 mínútum síðar. Engin vopn munu hafa verið notuð í slagsmálunum.

14 ára drengur hefur verið handtekinn vegna málsins"


... Hvað er með þetta ...!!! Maður veit aldrei hverju maður á von á sem kennari ... já eða bara alls staðar í atvinnulífinu.

Annars tíðindalítið hér í bæ friðar og ljóss. Tónleikahelgar framundan hjá mér þannig að ég mun ekkert láta sjá mig í stórborginni!! ... En hvar ætla menn að eyða áramótunum? Einhvern vegin hefur engin sérstök hefð skapast hjá mér á þessum tímamótum þannig að mér finnst þau bara ekkert svo frábær, reyndar klikkar Geirmundarsveiflan á áramótaballinu á Blönduósi sjaldnast en eitthvað er að vefjast fyrir mér hvort ég eigi að vera í borginni eða á Dósinni? Hvar ætlar landinn að vera í ár???

OG

EF EINHVERN LANGAR AÐ LÆÐA RJÚPUM Á TRÖPPURNAR HJÁ MÉR ÞÁ MUN SÁ HINN SAMI BJARGA JÓLUNUM!!!

fimmtudagur, nóvember 25, 2004

Mange tak .....

Takk kærlega þeir sem mundu eftir afmælinu mínu og hringdu, sendu e-mail, sms eða pakka :) Nú er maður orðinn RISASTÓR, alveg 23. ára.

Annars var afmælisdagurinn minn með þeim leiðinlegri. Í fyrsta lagi vegna þess að ég var bara lasarus og líka vegna þess að síðustu afmælisdagar hafa bara verið svo yfirburða skemmtilegir. Í fyrra átti ég afmæli á laugardegi og djammaði heil ósköp, í hitti fyrra var það föstudagur og þá bjó ég í DK og Linda og Svanhildur birtust óvænt og fyrir þremur árum átti ég stórafmæli og hélt mikla gleði ... Þannig að hvernig gat þetta orðið gaman á mánudegi þegar maður var veikur í þokkabót... Jú, jú dagurinn átti svo sem sína góðu spretti.

En svona í framhaldi af þessu LASARUS væli í mér þá má ég til með að vara alla við sem kysstu mig í tilefni dagsins :) ÉG dröslaðist loksins til læknis í fyrradag og þá hló hann bara að mér og spurði hvurs lags hörkutól ég væri eiginlega. ÉG var semsagt búin að vera með sýkingu í minnst hálfan mánuð og miðað við hana átti ég að vera heima grenjandi með 40 stiga hita... Þetta skýrði semsagt magakrampana mína, höfuðverkinn og bólgurnar allar síðustu vikur!! ... OG DADDARA ... þetta er bráðsmitandi :) Góða skemmtun!!

En nóg af kvarti og kveini..... Dagurinn í dag er bara skemmtilegur!!!

mánudagur, nóvember 22, 2004

Það er svo kalt .......!!!!!!

Er ekki verið að grínast með kuldann í landinu...
Í síðustu viku var komið svo illa fyrir mér að ég svaf í sokkum, buxum, peysu, með sæng og teppi og síðast og mikilvægast með bundið fyrir allan hausinn á mér nema munninn svo ég gæti nú örugglega andað. Ég þarf vart að taka það fram að ofninn var á fullu og glugginn lokaður. Með þessu móti gat ég loks sofnað bærilega ....!!

Það er eins gott að geta haft stundum húmor fyrir sjálfum sér í þessu kennarastarfi. Eitt ráð svona. Aldrei að reyna að svara tveimur spurningum í einu. Það getur komið illa út, komst að því á föstudaginn!! Einn nemandi minn segir við mig "Kona, hvernig segir maður alkahólisti á dönsku?" .. og snillingurinn ég svaraði "ÉG hef nafn .... alkaholiker er það?" Eins og gefur að skilja misstu sig allir úr hlátri ...

föstudagur, nóvember 19, 2004

Hversu vitlaus getur maður verið?

Tölvupósturinn minn hagar sér þannig að hann vistar alltaf e-mailin frá þeim aðilum sem senda mér póst og svo tekur hann stundum líka uppá að vista þá aðila sem aðilinn sem mér sendi líka. JÁ ÞAÐ MUN TAKA HÁLFTÍMA AÐ FÁ BOTN Í SETNINGUNA EN ÉG FANN EKKI BETRI LEIÐ TIL AÐ ORÐA HANA....
... og nýjasta hundakúnstin!! ... Ég fór eitthvað að skoða www.sms.ac e-mail sem mér voru alltaf að berast með einhverjum endalausum invation og tókst á einhvern óskiljanlegan hátt að koma mér í big time klandur... Þessi bansettans síða réðst á adressubókina mína og sendi öllum í henni eitthvað invitation frá mér OG þar sem að ég hef ekki tekið til í þessari adressubók árum saman fengu gamlir kennarar, fólk sem hefur verið með mér á námskeiðum og alls kyns lið sem ég tala aldrei við boð frá mér um að skrá sig inná eitthvað sms svæði hjá mér. Nú halda örugglega allir að ég sé klikkuð, eða bara stocker!! Bara fyndið ... eða ekki :)
Lærdómurinn sem má draga af þessu!!! EKKI FIKTA Á NETINU...
Það eina góða sem hlaust af þessu var að nú er ég búin að fækka um nokkur hundruð manns í bansvítans adressubókinni....

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

LASARUS ....

ÉG var lasarus í gær. Ælupest og eintóm gleði. Það er alveg merkilegt hvað maður breytist í lítið hjálparvana barn þegar maður er veikur :( ALLAVEGA ... skemmtið ykkur vel þegar ælupestin verður ykkar, hún fer um eins og eldur í sinu :)

WELL .. Best að drífa sig á bókasafn bæjarins þar sem það er nú bara opið á hátíðar og tyllidögum. Haldið þið að það séu breytingar fyrir mann!! Bókasafnið opið ca. 8 klst á viku, kaffihúsið lokað öll kvöld nema laugardagskvöld og Húnakaup aðeins opið 4 klst. á laugadögum og lokað á sunnudögum. Það er ekki tekið út með sældinni að búa á landsbyggðinni, þótt maður hafi vissulega gott af því búa við þetta :)

mánudagur, nóvember 15, 2004

Sumarfrí .....

Hvað á maður nú að gera af sér í sumar?
Ég á sumarfrí í fyrsta skipti á ævinni en ég bara hreint ekki að höndla það því ég veit ekkert hvað ég á við tímann að gera. Ég hef velt fyrir mér nokkrum kostum:

1. Fara til Danmerkur og reyna að fá einhverja vinnu þar
Það er svo mest freistandi. DAMN hvað það væri gaman en það felur í sér það vesen að ég þarf að leyta mér að húsnæði og vinnu fyrir tvo mánuði. Gæti orðið strembið að finna út úr því.

2. Skella mér í Interrail
Þessi kostur er MEST freistandi en mig sárvantar ferðafélaga. Mínir kæru vinir eru allir sárafátækir námsmenn eða blásnauðir kennarar :) LÁTA MIG VITA TAKK EF ÞIÐ VITIÐ UM EINHVERN SEM VANTAR LÍKA FERÐAFÉLAGA

3. Vera á Blönduósi og vinna í ESSO
ÉG lofaði reyndar sjálfri mér og geðheilsu minni að gera það aldrei oftar á ævinni

4. Vera heima hjá mér og slaka á
Ekki möguleiki að ég nenni því eftir allar þessar verkfallsvikur

5. Finna mér vinnu í bænum
Æi.. Hver ætti svo sem að vilja ráða mann í tvo mánuði

6. Fara til Kúbu að týna jarðaber
ÉG meina það. Ég er farin ef einhver fæst mögulega í þessa vitleysu með mér.

7. Segja upp kennarastarfinu og finna vinnu í Rvk sem ég mun þá halda áfram í næsta vetur.
Kannski gáfulegasti kosturinn í stöðunni?

JÆJA HVAÐ FINNST YKKUR!!!???? Kannski einhverjar betri tillögur?

föstudagur, nóvember 12, 2004

ÉG ER KENNARI

Kíkið á þetta. Smá sýnishorn frá Danmerkurferðinni minni :)

ANNARS var ég með þeim óvinsælli um síðustu helgi. Ekki nóg með að ég væri kennari á leið aftur í verkfall heldur var ég í vinnu hjá einu af olíufélögunum ... Gerist varla verra :)

Mikið er ég annars brjáluð út í Þorgerði Katrínu!!!! Það sem þessi manneskja vogar sér að láta út úr sér. Hún ætti að skammtast sín all hressilega fyrir það hvað hún tala niðrandi til kennara.... Þessi manneskja mun ALDREI verða í náðinni hjá mér ... OG ... ég mun kjósa Vinstri græna það sem eftir er ævinnar. Kolbrún Halldórsdóttir er kona að mínu skapi.

WELL ... Best að fara að hugsa sinn gang og ákveða hvort ég ætli að segja upp eða halda áfram að fá mínar 100 þús kr. útborgaðar á mánuði (ef yfirvinna og aukavinna er ekki tekin með í dæmið!! ...)

mánudagur, nóvember 08, 2004

Blessaður tollurinn

Eitt skil ég ekki!!! ... Hvað er svona glæpamannslegt við mig???
Á síðustu tveimur árum hef ég farið ca sex sinnum úr landi, og vita þá glöggir að ég hef líka komið sex sinnum heim :)Alltaf hélt ég að ég liti mjög sakleysislega út en svo er nú greinilega aldeilis ekki. Í hvert og eitt einasta skipti, þá meina ég virkilega í hvert og eitt einasta skipti er Hugrún Sif tekin á beinin. Þetta fer sífellt versnandi, það get ég svarið!! Já það er sama hvaða taktík ég beyti við tollverðina. ÉG er búin að prófa að brosa þeirra, búin að bjóða þeim góðan daginn, búin að prófa að líta bara alls ekki á þá, búin að reyna að strunsa í gegn og líka búin að fara pollrólega framhjá þeim. EN NEI. Þeirra niðurstaða er ALLTAF ,,þessi er grunsamleg!!" Um síðustu helgi hélt ég að ég væri sloppin í fyrsta sinn sögunnar. Ég var komin þrem skrefum framhjá þeim og farin að hrósa happi yfir því að loksins væri hin eina sanna aðferð fundin. VITI MENN, á eftir mér er kallað ,,fröken viltu gjöra svo vel að koma til baka!!" Ég gat bara ekki annað en glott. ,,Má ég sjá ofan í pokana þína?" Gjörðu svo vel, og þá var ég farin að brosa. Þegar kappinn hafði séð Tequila flöskuna og Balisinn var hann greinilega orðinn handviss í sinni sök. ,,Skilríki takk!!" Þá gat ég ekki annað en hlegið. Hélt félaginn að ég væri 19. ára eða?? Og ekki var fjörið búið, Ó NEI :) ,,Nú ætla ég að fá að sjá ofan í töskurnar þínar.... allar. Gjörðu svo vel .. og skemmtu þér, lét ég fylgja í huganum. Þegar þessu var öllu lokið trítlaði ég út jafn saklaus og áður en bíð spennt eftir því hvernig næstu móttökur verða. HVAÐ ER MÁLIÐ!!!! Nú óska ég eftir hugmyndum um hvernig ég kemst óáreitt í gegn á flugvellinum