Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

fimmtudagur, desember 29, 2005

Gleðileg jolin .....

Gleðileg jól allir saman og sérstaklega þið sem ekki fenguð jólakort í ár. AFSAKIÐ - þetta gerist ekki aftur :)
Ég átti erfitt með að leita uppi hinn sanna jólaanda í sjálfri sem leiddi af sér að nokkur kort fóru í póst á þorláksmessu og hin komust aldrei á legg. Svona getur þetta víst farið.

Annars er ég búin að hafa það ofsalega gott um jólin. Að sjálfsögðu búið að spila heilan helling og fór á eins og eitt djamm. Stelpudjamm í lagi. Tók skrall með Helgu og Sigrúnu og við fundum út að það voru liðin ein 5-6 ár síðan við þrjár kíktum saman í könnu síðast. En það breytist aldrei að alltaf lofar maður sjálfum sér að drekka aldrei aftur þegar þynnkan tekur við daginn eftir, en það breytist heldur ekki að alltaf er maður jafn fljótur að hætta við þau áform þegar maður hefur jafnað sig eftir drykkjuna...

Og svo eru það draumarnir ... HJÁLP!!!
Mig dreymir stöðugt gamlar konur ráðast á mig, aldrei sama konan!! Nú og svo til að kóróna þetta allt saman þá réðst á mig hamstur í nótt, og hann gat flogið!! Já það var sko ekkert grín að forða sér undan honum. Nú ef einhver kann skilgreiningu á þessum furðulegu draumum mínum þá óska ég eftir henni hér og nú!! Finnst þetta ekkert sérlega skemmtilegir draumar.

mánudagur, desember 19, 2005

Á miðjum degi ...

Well ...

ÉG skellti mér suður um helgina. Ansi róleg en góð helgi í alla staði. Hitti á báðar frænkur mínar (Svanhildu og Lindu). Þeirri fyrrnefndu tókst að sannfæra mig um að fatakaup svona rétt fyrir jólin væru algjört must :) og hinni tókst að sannfæra mig um að ég á ekki mörg skópör!!

HJÁLP

Við erum að tala um svona 50 pör af skóm sem hún á og þessi skópör bíða bara færis á að fara út á lífið því þau eru hvert öðru flottara.

ÞETTA ERU GÓÐAR FRÆNKUR SEM ÉG Á!! :)

Nú og svo kíkti ég á nýju villuna þeirra pabba og Hildar. Þau hjónin eru búin að vinna baki brotnu í nokkra mánuði og ekkert smá flott og mikil vinna sem liggur að baki hjá þeim. Hlakka mikið til að sjá þegar þau verða flutt inn og allt tilbúið.

OG SVONA AÐ LOKUM ...

Var spurð að því um helgina hvort ég væri ekki örugglega búin að fara í bólusetningu og ég kom alveg af fjöllum. Hélt að það væri bara verið að fíflast í mér. EN NEI NEI en þetta er enginn brandari börnin góð árgangur 81'-85' á að fara í bólusetningu við hettusótt því þetta helv*** gengur víst eins og sinueldur og ansi lítið gaman að fá hana, svona ef maður vill nú t.d. ekki verða ófrjór. Fínt að vera búin að klára þetta mál og legg til að þið sem ekki eruð búin drífið í því.

Aríos ...

fimmtudagur, desember 15, 2005

Smá héðan ...

Síðan er í lamasessi en vonandi bætt úr því fljótlega.
Gef mér lítinn tíma til að skrifa þessa dagana enda var líf mitt að taka U-beygju og ég á eftir að koma skikki á hina ýmsustu hluti. Ég tók stóra ákvörðun, ákvað að láta skynsemina og hjartað ráða förinni í þetta sinn!! Er búin að vera svo voðalega lítil eitthvað í mér og ábyggilega ekki til meira af tárum út árið svo það þýðir ekkert annað en að halda áfram lífinu með sannfæringu minni um að ég hafi gert rétt. Svona er lífið. En svo það sé á hreinu þá eru öll dýrin í skóginum vinir :)

Annars er heldur betur farið að styttast í jólin og áramótin. Hlakka mikið til jólanna, enda hálf vonlaus jól í fyrra.

A. Fékk ekki rjúpur
B. Engin messa vegna veðurs

Í ár verður hins vegar annað uppá teningnum :)

Svo eru það blessuð áramótin ...
Hún móðir mín tók sig til og bókaði sig í Þórsmörk - ekkert smá ánægð með hana að skella sér :) EN ókosturinn sem fylgir því, ég veit hreinlega ekkert hvar ég á að vera. Langar mest að vera á Blönduósi en tjah, á eftir að finna út úr þessu öllu saman.

laugardagur, desember 10, 2005

Ja hérna hér....

Það er ekki hægt að segja annað en að margir Íslendingar séu kjaftstopp núna.. Ekkert smá flott hjá henni Unni Birnu!! Missti mig aðeins, tók nokkur nett fagnaðaröskur. Meira hvað maður fyllist af þessu margumtalaða þjóðarmonti þegar Íslendingar eru að gera það gott :) Annars dáldið skondið því ég heyrði mjög marga segja að hún hefði bara unnið ungfrú Ísland út af klíkuskap og nú verða einhverjir að éta það ofan í sig að svo var ekki!!

EN

Mig svo langaði mig að segja við hann Nonna okkar að það var sko engin skömm að því að hún Unnur Birna tætti fram úr honum í inntökuprófinu í lögguna!! :) Ekki dónalegt að geta sagt frá því að hafa keppt í hlaupi við ungfrú heim!!

fimmtudagur, desember 08, 2005

Tilveran

Mér finnst ég agalega dugleg núna. Er búin að fá fenderinn hans Hauks lánaðan. Það er sumsé nýi bassinn hans sem hann var að kaupa á ebay og hann var svo góður að lána mér hann svo ég geti nú farið að krossa við eitt af atriðunum af listanum sem ég sagðist ætla að gera áður en ég dey!! Það er ekki seinna vænna því ég sé nú ekkert fram á að verða neitt liðtækur bassaleikari á næstunni.

Já - the party is on!!

Svo passaði ég hann Þórð Pálma í fyrsta sinn í dag, enda brand new pilturinn, 13 daga eða svo. Það sem hann er búinn að bræða í mér hjartað, ég tímdi varla að líta af honum í eina sekúndu. Ég týndi mér alveg í að horfa á þetta litla fallega líf með fallegu einlægu augun. VÁ hvað hann er fallegur.

Kveð að sinni. Er alveg búin að týna mér á limewire!!

mánudagur, desember 05, 2005

TUSIND TAK!! :)

Það er svo yndislegt að fá óvæntan glaðning svona í miðju skammdeginu sem by the way er að ganga frá mér þessa dagana..

Dularfullur miði um að ég ætti eitthvað inná pósthúsi gaf af sér danskt nammi, danska DVD-mynd, danska tónlist og myndir af dönskum vinum. Er hægt að biðja um það betra? Dagurinn í dag verður því tileinkaður Danmörku og ég ætla að sjálfsögu að hygge mig með herlegheitin :)

... og svona af því að ég veit að Anne og Mads lesa bloggið mitt en reyndar ekki jafn viss um að þau skilji allt sem ritað er þá segi ég:

Kære ANNE. Tusind tak for overraskelsen!! Jeg kommer til med at hygge mig, ja, have sådan en rigtig dansk, dejlig dag!! En STOR varm tanke til dig :) Knus og kram.

.. og svona í lokin. Mana hér með alla til að gleðja einhvern í dag, látið nú renna í bað fyrir elskuna ykkar eða eitthvað :) Ég er allavega farin að kaupa íslenskar Bingó-kúlur og lakkrís-íssósu handa henni Anne minni (uppáhaldið hennar), þið megið endilega koma með tillögur um eitthvað fleira ekta íslenskt sem ég get sent.

ARÍÓS

sunnudagur, desember 04, 2005

Tapað-fundið

ÉG fann debetkortið mitt um helgina, jah, það fjórða held ég sem ég týndi á árinu!! ÉG bíð eftir þeim degi sem bankastarfsmenn segja við mig

"Nei nú erum við búin að gefast upp á þér. Þú færð ekki fleiri kort í hendurnar!!"

Ég vildi svo óska þess að það væri hægt að hringja í kortin eins og maður gerir þegar síminn manns er týndur. Þá myndi líf mitt einfaldast til muna.

You Are 50% Weird

Normal enough to know that you're weird...
But too damn weird to do anything about it!

fimmtudagur, desember 01, 2005

Kling kling kling

Nú er ég búin að skoða hann Þórð Pálma og það er nú háskaför á sinn hátt því hann er ssvvvoooooo sætur og það bara klingir í manni hægri vinstri. Koma tímar, koma ráð!! Best ég reyni að fá að passa hann fljótlega og vona bara að hann láti hafa svolítið mikið fyrir sér.

Nú og svo fór ég í kirkjuna sem er ekkert frá sögum færandi. Bara alltaf jafn skondið að standa þarna og syngja með afa sínum, ömmu, systur mömmu og svo er dóttir hennar, hún Harpa, í lúðrasveitinni. Erum að æfa Halleluja og jólasyrpu fyrir aðventuhátíðina 11. desember.


Ég er annars bara orðin dooooldið spennt að fá jólin. Hef ekki farið neinum hamförum í ljósasjóvi í gluggunum en er komin ágætlega á veg með jólagjafnirnar, kortin fara í framleiðslu á föstudaginn og baksturinn tjah. Sumir komust í skápana og ákváðu að bragðprófa súkkulaðið og ég hefði svo sem átt að hafa vit á því að fela það :)

Nú og svo er svefnstillingin eitthvað farin á villigötur hjá mér og mínum líkama finnst rosalega fyndið að sofna bara ekki á kvöldin og svo vakna svona nokkrum sinnum þegar ég loksins sofna og svei mér þá þetta er að gefa mig brjálaða!!

Jæja ...
Nú eru menn orðnir latir að kommenta og verið nú dugleg að láta vita af ykkur í ferð ykkar um síðuna!! :)

Kveðj með tjai