Get Your Own! | View Slideshow

Hugrún & Nonni

föstudagur, janúar 30, 2004

Gúrkutíð


Annað hvort fer mér aftur í að bulla eða hef bara einfaldlega ekkert að segja .....
Plan helgarinnar er eftirfarandi: Afmæli kl.18 hjá Maríu. Eftir það bruna ég í sveitina til Diddu og ætla að eiga notalegt kvöld með mömmu. Langt síðan að ég sá þessa elsku. Laugardagsmorguninn held ég af stað með Ardísi og Smára í Skorradalinn í bústað í eina nótt .. þ.e.a.s. ef ég villist ekki all svakalega og týnist (sem er mjög líklegt) og á sunnudagskvöldið verða bara rólegheit ...

Maður er alltaf að pæla eitthvað ... Eiginlega eru þessar pælingar komnar í hringi!! Nýjustu vangavelturnar eru hvort maður eigi að fara að safna sér fyrir nýjum hljóðfærum, eða safna til að ferðast eða safna fyrir íbúð ..... Ekki það að ég eigi von á einhverjum milljónum þegar ég fer að kenna, EN ef stefnan verður sett á Blönduós er erfitt að eyða öllum laununum sínum ... Það er rosalega misjafnt hvernig tilhugsunin um Blönduós leggst í mig. Held samt að mér ætti ekkert að leiðast, get þá bara í versta falli farið að undirbúa mig fyrir elliárin og föndrað ;) Vandamálið er að ég er ALVEG ÓVART að breytast í doldið borgarbarn á vissan hátt ...
En áfram með pælingarnar. ÉG sakna þess rosalega frá Danmörku hvað fólki liggur ekki mikið á eins og hérna á Íslandi. Þar er fólk ekkert að drífa sig að binda sig og það þykir ekkert athugavert við fólk að nálgast þrítugt sem er laust og liðugt. Hér er hljóðið í kútnum hins vegar allt annað .... Ég er að verða skrítin því lang flestir vinir mínir eru farnir að búa og/eða komnir með barn. Maður er oft að spá í hvort að maður eigi að æða á eftir þessu lífsgæðakapphlaupi en einhvern veginn er það svo fast í höfðinu á mér að það liggji nú ekkert á þessu hjá mér .. Kannski einfaldlega vegna þess að ég hef bara ekki tíma ... Hver veit??

sunnudagur, janúar 25, 2004

Bland á blaði

Ég var að setja inn örfáar myndir af einni af Idol-keppnunum sem ég mætti á. Þær má sjá hér.

Helgin var hin ágætasta. Ég, með mína viskí rödd, skellti mér með fótboltastelpunum í keilu á föstudagskvöldið. Vil sem minnst ræða um úrslitin, gerði mig meira svona að fífli. Það tekst fáum að þruma kúlunni af stað áður en spýtan fyrir framan fer upp. Litaskiptin í andlitinu á mér og lætin voru þvílík að fáir misstu af þessu!!

Á laugardaginn var gerð píuferð ásamt Erlu og Auði í bæinn. Kíktum í Kringluna en ég verð að segja að það er ekki verandi nálægt þessum elskum þessa dagana. Þær eru foristusauðir í H-lista Háskólans og áhuginn þvílíkur að ekki er talað um annað. Þær meira að segja sáu Röskvufólk út um alla Kringlu sem voru að sjálfsögðu í leynilegum hernaðarferðum til að njósna um þær. Kannski smá ýkjur en ekki miklar. Ég mæli samt með að þeir sem hafa atkvæðarétt kjósi þær því þær eru svona sannarlega dugnaðarforkar sem hafa margt til sinna mála!!

Á laugardagskvöldið kíkti ég heim til Auðar og Freys . Trivial og Aquarius var upphitunin. Þaðan var haldið í afmæli til Óla Tómasar. Mér til mikillar ánægju hitti ég Guðnýju Ebbu .. Hef bara ekki séð hana í tæp fjögur ár, bara njósnað um hana á blogginu hennar. Það hefur ekkert breyst með það að hún er alltaf jafn skemmtileg þessi elska!! Svo má ég til með að benda á að Óli Tómas er nýlega byrjaður með útvarpsþátt á x-inu (104,5) á laugardögum kl.12-16.

Á sunnudagsmorgun, nánar tiltekið kl.08 um morguninn var mín mætt í bílinn sinn og var förinni heitið á Selfoss. Eitt stykki messa kl.11 þar sem presturinn talaði í marga hringi um örvæntingu. Mér var lítið skemmt yfir langri ræðu prestsins því ég sjálf svo ÖRVÆNTINGAFULL og stressuð því frumraun mín, opinberlega með kórnum á Selfossi var framundan. Ég var ekkert súper ánægð með mína frammistöðu en það hefði svo sem getað farið verr ..... Kunni þetta afturábak og áfram en þegar stressið tekur völdin renna nóturnar stundum saman í eitt. Vill til að kirkjugestir eru oft ekkert í yngri kantinum þannig að þeir heyra flestir ekkert allt of vel. Annars verð ég að játa að mér finnst alltaf jafn notalegt að fara í messu. Látið ykkur ekki koma það á óvart ef ég fer að læra guðfræði ef ég fæ leið á kennslunni, múahahahaha

En var ég ein um að finnast Rubert vera mættur sem þjálfari Tékka í landsleiknum????

föstudagur, janúar 23, 2004

URRrrr ... Það ætti að banna þessa grænu ósvífnu myndavélabíla ... Mín var að flýta sér aðeins of mikið á Nýbýlaveginum í dag og uppskar líka þessa fínu mynd í staðin. Hvað fær maður háa sekt fyrir að vera e-s staðar á milli 70-80 þar sem maður má vera á 50 km/klst?? My dearest móðir mín fær allavega senda sekt og punkta þar sem hún er skráð fyrir bílnum .... obbobobb .... Kannski maður sendi henni blóm svona til að mýkja hana.

Bjórkvöld KHÍ í kvöld .. Svaka mikið af fólki, nema að linsurnar mínar sýni margfalt .. Mér til mikillar ánægju var söngbókin sem ég bjó til þarna í massavís .. Útbjó hana reyndar fyrir kórpartý á síðustu önn en þetta er bara orðin aðal kennslubókin í þessum skóla. Enda eina bókin með viti ... Einhverra hluta vegna er hún allavega í hávegum höfð þegar Kennóliðið skemmtir sér innan veggja skólans .. Ágúst, face it, I´m a genious ;)

Annars á fólk bara eftir að sjá mig í mýflugumynd næstu mánuði!!! Var að átta mig á því að ég á ekki fríhelgi fyrr en um páskana ... Á móti kemur að það er margt skemmtilegt framundan; Söngskólinn og Sinfó, æfingabúðir í Skorradalnum, Finnlandsferð, MARGIR tónleikar, heimsókn Akureyrarpíanna í menninguna, fótboltadjamm, árshátíð Kennó ... svona mætti lengi telja.

miðvikudagur, janúar 21, 2004

Finnland

Ég og mínar utanlandsferðir ..... ÉG var að fá boð um að fara til Finnlands 27. mars-2. apríl á námskeið í norrænum barnasöngvum. Ég fæ 630 evrur í flugstyrk (u.þ.b. 55.000 kr.) og svo get ég sótt um viðbótarstyrk til stúdentaráðs. Hver myndi segja nei?? Ekki ég allavega!! Ég svaraði semsagt já án þess að hugsa mig um og nú er ég bara farin að láta mig hlakka til. Þetta styttir líka biðina í Danmerkurferðina sem er eftir 129 daga. ÉG ELSKA ÓVÆNTAR UPPÁKOMUR!!

mánudagur, janúar 19, 2004

Bíóferðir


Ég er búin að setja persónlulegt met!! Náði þeim merkilega árangri að fara tvisvar sinnum í bíó á rúmri viku .... Í fyrra skiptið sá ég Kaldaljós og verð ég að segja að Áslákur sonur hans Ingvars Sigurðssonar fer alveg á kostum ... Enda ekki furða að þeir feðgar séu góðir, eiga báðir afmæli sama dag og ég, 22. nóvember. Það skondna er svo að Snæfríður systur Ásláks, sem leikur líka í myndinni, á afmæli sama dag og systir mín. Ein af þessum skrítnu tilviljunum!!
Í seinna skiptið fór ég með frænkuklíkunni á The Last Samurai og hittum við þar líka frændann og Heiðar. Ég NON bardagamyndakonan var alveg að fíla myndina í botn. Kannski er smekkurinn að breytast eftir að ég byrjaði að geta vakað yfir bíómyndum.
Næst verður það svo þriðja Lord of the Rings myndin. ÉG afrekaði nebblega að horfa á fyrstu myndina fyrir rúmri viku og er búin að fá aðra myndina lánaða ... Fann meira að segja partner sem á eftir að sjá hana í bíó, þannig að ef fleiri eru í sömu stöðu er bara að láta vita og skella sér með okkur.

laugardagur, janúar 17, 2004

Argasta arg

Þessi helgi virðist ætla að verða tóm vandræði. Hvað varð um þá gömlu góðu daga þegar maður var aldrei lasinn? Sjálfri mér til mikils ama er ég svo gott sem mállaus ... Get stunið upp einu og einu orði með miklu erfiði, annars er veiklulegt hvísl eini möguleikinn í stöðunni. Kannski er þetta með vilja gert því ég er alveg orðin fjúkandi fjúríus á að bíða eftir einkunnum ... og eins og allir vita á ég erfitt með að leyna því þegar ég er ekki sátt!!! Segi þá allavega ekki nein betur ósögð orð á meðan ... En guði sé lof fyrir MSN og sms á svona dögum ... því mér er lífsins ómögulegt að láta einn dag líða án þess að eiga samskipti við fólk.

Ég var að skoða minningarsíðuna um hann Áka heitinn áðan. Mikið af fallegum myndum og minningarorðum þar að sjá.

fimmtudagur, janúar 15, 2004

5. mars

5. mars er dagurinn gott fólk!! Þá verður haldið uppá 30.ára afmæli Söngskólans og við nemendurnir tökum að sjálfsögðu þátt í þeim fagnaði. Á næstu dögum hefjum við æfingar á lokahlutum Carmen og Carmena Burana, hvernig sem það er nú aftur skrifað. Rúsínan í pylsuendanum er svo að við flytjum þetta ásamt Sinfoníuhljómsveit Íslands, ekki dónalegt það!! Ég hlakka mikið til að fá tækifæri til að vinna með þessu frábæra fólki. Reyndar verður þetta hörku vinna og ég þarf að taka tvær helgar undir þetta .. but I don´t care!!

Svona úr því að ég er byrjuð að tjá mig þá má ég tilkynna ykkur Króksaranemum doldið sniðugt. ÉG var stödd í partýi hjá honum Ágústi í Kennó um helgina. Það vildi þannig til að með honum í bekk eru Arnar (frjálsíþróttagarpur) og Gestur, betur þekktur sem Goggi, en þeir voru á að sjálfsögðu á staðnum. Ég í fávisku minni hafði ekki hugmynd um að Gestur gengi aðeins undir sínu skírnarnafni í þessum ágæta bekk og var eins og ég hefði komið upp um hernaðarleyndarmál Íraka þegar ég nafngreindi hann sem Gogga .... Held að hann verði aldrei kallaður Gestur framar í Kennó.

En hver ætlar svo að vera fyrstur til að skrifa í nýju gestabókina mína??

mánudagur, janúar 12, 2004

Hef ekkert á móti þessum högum!!


You are going to marry Brad Pitt. He is always
friendly to anybody he ever meets and he is
very talented as an actor. He is also very
sincere and friendly. He will respect you until
the day he dies. Congrats!!


Hvaða karlkyns stjörnu átt þú eftir að giftast?
brought to you by Quizilla

föstudagur, janúar 09, 2004

Sprautur


Ekki veit ég hvað hefur komið yfir mig. Ég er heltekin af leti og svefnsýki .... Í nótt og eiginlega í dag svaf ég í 14 klst. og hefði örugglega aldrei vaknað aftur ef remainderinn hefði ekki hringt og verið að minna mig á að Heimir bróðir er 17.ára í dag. Til lukku með það karlinn, vertu svo ekkert að flýta þér að taka bílprófið .... hehe. Nei nei, auðvitað máttu alltaf fá hann lánaðan þegar hann er ekki í notkun!!!

Idol í kvöld!!! Það þýðir trekktar taugar í kvöld, en ég mæti aftur í mitt "gamla" sæti í Smáralindinni .... Vonandi fer þetta bara allt saman vel og EKKI nenni ég að heyra eitthvað væl eða afsakanir í Önnu Katrínu í kvöld eina ferðina enn!!

Ég fór í blóðprufu í svona hundraðasta skiptið á einu ári í fyrradag. Alveg merkilegur staður!! Hef upplifað ýmislegt á þessum óvinsæla stað í mínum huga.
Í fyrsta lagi verð ég alltaf svo marin eftir sömu konuna þannig að ég lít út eins og ég sé að sprauta mig í æð.
Í öðru lagi er ekkert spennandi að sjá fullt af blóði snúast í hringi eftir einhverju hjóli þegar verið er að taka úr manni blóð.
Í þriðja lagi varð ég ekkert súper happy um daginn þegar ein konan stakk mig þrisvar. Fyrst sprautaðist blóðið út um allt í staðin fyrir í prufuna, jommý, svo reyndi hún að taka blóð úr sömu æð og meira að segja ég hafði vit á að það þýddi lítið því blóðið þaðan var út um allan handlegg. Tókst í þriðja ... og þá var ég orðin sæmilega blóðlaus og pirruð.
Í fjórða lagi langaði mig að vita blóðflokkinn minn, enda tugir lítra sem þeir soga úr manni. Ég fékk þá skýringu að ég fengi ekki að vita það nema fara í blóðbankann og gefa blóð. Einmitt það sem mig langar eftir allar þessar hremningar, fyrir utan að ég má alls ekki gefa blóð næstu mánuði.

miðvikudagur, janúar 07, 2004

Skautar

Jæja ... rétt búin að drepa mig í dag ... JAH allavega úr hræðslu!! Við Danmerkursystur ég og Karen fengum þá vitlausu hugmynd um að drífa okkur á skauta ... Ferðin á skautana endaði annars staðar en á skautasvellinu. Við byrjuðum á bensínstöðinni þar sem e-r gaur var næstum því búinn að keyra á okkur .... Þaðan héldum við svo í Grafarvoginn og skall þá hið versta rok á. Ekki var það fyrir hvern sem var að halda okkur á veginum en komumst þó hólpnar á leiðarenda. Þegar við stigum út úr bílnum tóku veðurguðirnir okkur í sínar hendur. Við byrjuðum báðar að fjúka og þá meina ég fjúka. Það þarf sko vind til að feykja mér og minni þyngd .... Mín för endaði með að ég klessti á jeppa en Karen flaug á rassinn beint ofan í pall. Það vildi ekki betur til en að hún missti buxur sem hún hélt á og mér fannst greinilegra mikilvægara að ná buxunum en að athuga hvort hún væri lífs eða liðin. Ég sá strax að sá eltingaleikur væri vonlaus þar sem ég og lappirnar mínar höfðum ekki stjórn á ferðinni. Við hentumst inní bíl og af stað á eftir buxunum og voru gangstéttir og rauð ljós engin fyrirhöfn. Þegar buxunum hugðist loksins að stoppa æddi ég út úr bílnum og handsamaði þær. Þá vorum við NOTA BENE lengst upp á grasi og búnar að keyra upp kansteina og yfir gangstétt. Eitt vandamál enn ... við sátum fastar í snjóskafli. Eftir þessar hremningar fannst okkur tilhugsunin um heitt kakó og að spila manna betri þannig að skautaferðin bíður betri tíma.

mánudagur, janúar 05, 2004

Gleðilegt nýtt ár

Þá er borgarlífið tekið aftur við viku fyrr en áætlað var .... Ég óttast þá hræðilegu staðreynd að ég sé kannski orðin doldið mikið borgarbarn ....
Jólafríið var fínt .... en svo sem ekkert markvert um það að segja. Það merkilegasta sem dreif á daga mína var að:
- Ég tók bílinn minn svo rækilega í gegn að bróðir minn var næstum viss um að ég hefði skipt um bíl .. (tekið skal fram að bíllinn minn er afar sjaldan tekinn í gegn).
- Geirmundarsveifla á áramótunum. ÉG skemmti mér hörku vel og var ein af sárafáu edrú manneskjunum í húsinu ....
- Aðfangadagskvöldið með sama hætti og venjulega. Ég fékk rjúpur í matinn ... ehehehe ... Ég skaut tófur með rjúpur í kjaftinum þannig að þetta var allt saman löglegt .... Eftir átið, pakkana, ísinn og jólakortin var svo haldið í messu
- Var viðstödd eitt merkilegasta Árbakkakvöld sögunnar. Ég mætti þangað á föstudagskvöldi í þeim tilgangi að spila með Erlu, Óla Tómasi og Kristínu I. en af einhverjum stórundarlegum ástæðum vorum við allt í einu tæplega 30 að spila og haldið ykkur fast!!! Nánast hver og einn einasti edrú og það gildir líka um harðasta drykkjuliðið. CAMERA MOMENT að sjá alla með kók og doritos og spil í hönd á föstudagskvöldi.